Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008 ✝ Margrét Ey-þórsdóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1936. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi þriðjudaginn 28. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Sig- urðardóttir, f. 16.7 1904, d. 19.4 1979 og Eyþór Jörg- ensen, f. 2.1. 1905, d. 1.1. 1960. Systkini Margrétar eru: Ingi- björg f. 1926, Þuríður Steina f. 1928, Eiríkur f. 1932, d. 1972, Svava f. 1933, d. 1999, Sigurður f. 1934, d. 1934. Hinn 26. mars 1959 giftist Margrét Eiríki Garðari Gíslasyni rafvirkjameistara, f. 10.4. 1932, d. 27.8. 1983. Foreldrar Ei- Daði, Bjarki og Orri Steinn. 4) Ottó Garðar Eiríksson f. 6.9. 1967, maki Hugrún Brynhildur Haraldsdóttir. Börn þeirra eru Brynhildur Ýr, Óttar Atli, Hildur Hlín, Breki Hrafn og Haraldur Kári. 5) Svavar Jóhann Eiríksson f. 4.10. 1969, maki Vigdís Mar- teinsdóttir. Börn þeirra eru Mar- teinn Sindri, Aron Gylfi, Ágúst Ármann, Sif, Ísabella og Benja- mín. Margrét og Eiríkur Garðar byrjuðu búskap sinn á Marargötu 2 í kjallaranum hjá fósturfor- eldrum Garðars, Oktavíu og Ein- ari. Margrét og Eiríkur Garðar bjuggu lengst af á Hraunteigi og svo Kleppsveginum í Reykjavík. Eftir að Garðar lést bjó Margrét með sonum sínum þeim Ottó og Svavari á Kleppsveginum. Síð- ustu 22 árin bjó hún með Hlöð- veri Kristinssyni og bjuggu þau að Kríuhólum 2. Útför Margrétar fer fram frá Laugarneskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. ríks Garðars voru Guðríður Gísladóttir og Gísli Eiríksson. Hann ólst upp hjá föðurbróður sínum, Einari Eiríkssyni og konu hans Oktavíu S. Jónsdóttur. Börn Margrétar eru 1) Ingibjörg Ármann Hjálmarsdóttir, f. 19.8. 1954. Maki Jón S. Árnason, börn þeirra eru Árni Þór, Eiríkur og Bryndís. Maki Eiríks er Kristín Amelía og börn þeirra Bergur, Arnar og Hanna. 2) Ein- ar Eiríksson f. 3.8. 1958, maki Sigurveig Ingibergsdóttir. Börn þeirra eru Eiríkur Garðar, Vík- ingur Ívar og Rakel Ósk. 3) Ey- þór Ármann Eiríksson f. 19.5. 1961, maki Kristrún Sigursteins- dóttir. Synir þeirra eru Hermann Litla systir mín, Magga, er látin. Hún var yngst okkar sex systkina, tíu árum yngri en ég. Það kom í minn hlut að passa og gæta litlu systur, eins og ég reyndar hafði að- stoðað öll mín systkini í bernsku. Við fæddumst í litla timburhúsinu okkar á Spítalastíg 4. Nú hefur þetta litla æskuheimili okkar verið flutt á Árbæjarsafn þar sem það ber ungum kynslóðum vitni um húsa- kost og daglegt heimilislíf kynslóðar sem nú er á förum. Eins og gerist í lífinu leysast systkinahópar upp og liggja leiðir í ýmsar áttir. Við Magga eyddum alltof fáum stundum saman þegar við urðum fullorðnar konur, en í huganum vorum við oft hvor hjá annarri. Ég votta hennar góðu börnum og barnabörnum samhug og hluttekn- ingu. Ingibjörg systir. Margrét er fædd og uppalin á Spítalastíg 4 í Reykjavík. Húsið hét Efstibær og stendur í dag á Árbæj- arsafninu. Margrét var yngst 6 systkina. Yngri bróðir hennar, Sigurður, lést aðeins nokkurra daga gamall og ein systirin, Þuríður, var gefin föður- bróður sínum til Skotlands. Eflaust hefur fátækt ráðið þessari ákvörðun sem var Jóhönnu móður þeirra mjög þungbær. Þuríður hefur að- eins einu sinni komið aftur til Ís- lands og urðu þá miklir fagnaðar- fundir með þeim systrum, en Eiríkur bróðir þeirra lést árið 1972. Samband systkinanna var einstakt og þá sérstaklega milli Margrétar og Svövu þar sem aldrei leið dagur án þess að þær hittust eða töluðu saman og hélst það þar til Svava féll frá árið 1999. Margrét ólst upp á Spítalastígn- um. Á þessum tíma voru börn í hverju húsi. Leikvöllurinn var gatan og leikir eins og teygjutvist, snú snú og stórfiskaleikur algengir enda leikföng ekki mörg á þessum tíma. Margrét gekk í Miðbæjarskólann og hafði það eflaust áhrif á skólagöngu hennar að vera örvhent en í þá daga var slegið á fingurna með reglustiku ef vinstri höndin var notuð. Margrét hafði skerta heyrn sem versnaði með árunum. Vinkonurnar Kiddý og Írisi eignaðist hún í Miðbæjarskól- anum, og voru þær óaðskiljanlegar í uppvextinum en vinskapur þeirra hélst alla tíð. Margrét eignaðist Ingibjörgu 18 ára gömul og bjuggu þær á Spít- alastígnum. Margrét giftist Eiríki Garðari Gíslasyni 26. mars 1959 og gekk hann Ingibjörgu í föðurstað. Þau fluttu að Marargötu 2 og hófu bú- skap í kjallaranum hjá fósturfor- eldrum Eiríks Garðars sem alltaf var kallaður Gæi. Saman eignuðust þau synina Einar, Eyþór, Ottó og Svavar. Margrét vann við ýmis störf áður en hún giftist, s.s. þrif, barnapössun og afgreiðslu. Hún kynntist Gæa um tvítugt er hún vann á kaffistofunni Hvoli í Hafnarstræti, sem fósturfað- ir hans átti. Lengst af bjuggu þau hjónin að Hraunteigi 18 en síðustu árin á Kleppsvegi 140 en Gæi lést eftir stutt veikindi árið 1983. Það reynd- ist Margréti erfitt, en hún hélt áfram heimili með sonum sínum, þeim Ottó og Svavari. Frá árinu 1986 hefur Margrét búið með Hlöð- veri Kristinsyni. Einstök húsmóðir er það sem kemur fyrst upp í hugann þegar tal- að er um tengdamóður okkar, hana Möggu. Margrét var einstök þegar kom að veislum og brúntertur henn- ar ómissandi hluti af öllum samkom- um í fjöskyldunni. Tveggja hæða brúnterta skipaði jafnan heiðurs- sæti í hverju barnaafmæli. Brauðterturnar voru líka frægar og varla haldin veisla í fjölskyldum sem tengdust Margréti öðruvísi en brauðtertur hennar væru þar born- ar fram. Margir minnast hennar fyrir frábærar veitingar og hve allt var hrein og fínt í kringum hana. Sagan segir að gluggarnir hafi alltaf verið þvegnir að utan á fimmtudög- um á Hraunteignum. Síðustu árin dró Margrét sig nokkuð til hlés og sjálfsagt hafa veikindi hennar átt mikinn þátt í því. En þá hafði hún Hlöðver sér til halds og trausts, sem nú þarf að sjá á bak kærum ástvini. Við kveðjum Möggu okkar með hlýhug og virðingu. Jón, Sigurveig, Kristrún, Hugrún og Vigdís. Margrét Eyþórsdóttir ✝ Henný ÓskGunnarsdóttir fæddist 2. september 1955 í Reykjavík. Hún lést hinn 25. október sl. á Kar- möy í Noregi úr krabbameini eftir langvarandi veik- indi. Henný starfaði lengst af sem inn- heimtumaður hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Hún fluttist til Noregs ár- ið 2004 og bjó þar til dánardags. Faðir Hennýjar var Gunnar Óskarsson, f. 15.6. 1933 í Búð- ardal, d. 6.10. 2000. Móðir hennar var Jakobína Þóra Kristjánsdóttir, f. 31.1. 1933 á Ísafirði, d. 27.11. 2000. Dóttir Hennýjar og Reynis Valtýsson- ar, f. 14. 2. 1946, en þau slitu samvistum, er Vala Kolbrún Reynisdóttir, f. 16.7. 1975. Unnusti henn- ar er Jón Trausti Lúthersson, f. 28.4. 1976, og eru synir þeirra Gunnar Þór Berg Traustason, f. 31.3. 1998 og Michael Berg Traustason, f. 19.9. 2000. Útför Hennýjar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag kl. 15. Það hafa fáir reynst mér og fjöl- skyldu minni eins vel og Henný. Við kynntumst í Rifi á Snæfellsnesi þar sem Henný passaði mig. Mér er sagt að ég hafi verið gjörn á að bíta en Henný fann fljótt lausn á því: Hún beit mig til baka! Síðan hef ég verið til friðs. Seinna bjuggum við í Breiðholti þar sem dæmið snerist við og ég passaði Völu fyrir Henný. Sumarið 1980 eyddum við annarri hverri helgi saman. Við fórum alltaf að veiða í Kleifarvatni, en komum fyrst við í sjoppu í Hafnarfirði til að kaupa kók og Salem handa Henný en 7up og Prins handa okkur Völu því kók skemmdi víst tennurnar í okkur. En af einhverjum ástæðum hafði Henný alltaf svo mikla trú á mér. Ég væri svo dugleg. Það er bara gott innræti í fólki sem lætur manni líða þannig. Í Suðurhólum fékk ég síðan að búa hjá Henný milli skólastiga. Og auðvitað reddaði hún mér vinnu – hún virtist þekkja alla. Svo fór ég að læra hárgreiðslu og ekki minnkaði trú Hennýjar á mér við það. Hún kom með viðskiptavini til mín alla leið til Keflavíkur frá Reykjavík. Og hún gerði tvítugsafmælið mitt eft- irminnilegt með því að sjá um allar veitingar. Þegar ég opnaði fyrstu hárstofuna mína saumaði Henný allar gardínur og var ekki lengi að því. Síðan var gott að eiga Henný að þegar ég fann draumaprinsinn minn því hún vissi ýmislegt um strákhvolpa! Þegar við fórum að eiga börn kallaði Henný sig ömmu þeirra á ská og færði þeim t.d. fal- leg bútasaumsteppi sem hún hafði sjálf gert. Henný var ekki fisjað saman. Hún vann m.a. sem örygg- isvörður hjá Securitas og þegar ég spurði hana hvort hún væri ekki stundum hrædd á vaktinni svaraði hún: „Nei, ég er með batterí í „sposssokk“ og hika ekki við að nota hann“ Það er endalaust hægt að telja upp gæði Hennýjar og hjálpsemi en þegar kom að henni sjálfri mátti helst enginn gera neitt fyrir hana. Hún vildi gera allt sjálf og ein. Takk, Henný mín, fyrir að fá að vera vinkona þín. Ég veit að þér var tekið fagnandi þar sem þú ert nú. Elsku Vala, Trausti, Gunnar og Mikael. Við fjölskylda mín hugsum hlýlega til ykkar og vitum að minn- ingin um góða mömmu og ömmu mun fylgja ykkur og styrkja alla tíð. Elínborg Benediktsdóttir (Ellý.) Henný Ósk Gunnarsdóttir✝Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS KR. BERGSTEINSSONAR fyrrverandi forstjóra, Skúlagötu 20. Brynja Þórarinsdóttir, Þórarinn Gunnarsson, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Guðmundur Magnússon, Bergsteinn Gunnarsson, Anna S. Björnsdóttir, Theódóra Gunnarsdóttir, Garðar Þ. Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær dóttir mín, móðir, amma, systir, móðursystir, mágkona og frænka, KATLA SIGURGEIRSDÓTTIR, Þórsgötu 22, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans föstudaginn 31. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Anna G. Kristgeirsdóttir, Elva Rakel Sævarsdóttir, Aron Kristinn Haraldsson, Stella Sigurgeirsdóttir, Jóhann Bjarni Pálmason, Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir, Daði Sigurgeirsson, Kristgeir Sigurgeirsson og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGYN FRÍMANN, sem lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri laugardaginn 1. nóvember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Jóhann Gunnar Frímann Gunnarsson, Hjördís Bech, Randver Páll Gunnarsson, Gyða Jóna Gunnarsdóttir, Júlíus Tryggvason, Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir, Rúnar Antonsson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HELGI MAGNÚSSON, Hjöllum 13, Patreksfirði, lést þriðjudaginn 4. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bára M. Pálsdóttir, Sigurrós H. Ólafsdóttir, Bjarki Pálsson, Þórdís S. Ólafsdóttir, Ralf Sommer, Ólafur K. Ólafsson, Ingunn Ó. Ólafsdóttir, Ulrik Overgaard, Kári Ólafsson, Halldóra Þorsteinsdóttir, Auður A. Ólafsdóttir, Davíð P. Bredesen, Gerður B. Sveinsdóttir, Gunnar S. Eggertsson, Lilja Sigurðardóttir, afabörn og langafabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Við hönnum legsteininn að þínum óskum. Komdu við eða kíktu á heima- síðuna og skoðaðu úrvalið. 15% lækkun á innfluttum legsteinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.