Morgunblaðið - 07.11.2008, Page 38
Bókajól Forleggjarar vonast til að
sem flestir kaupi bækur fyrir jólin.
VERÐ á bókum frá Forlaginu helst
nær óbreytt frá því í fyrra þrátt fyr-
ir verðbólgu.
„Við tókum bara pólitíska ákvörð-
un um það að taka á okkur þær
kostnaðarhækkanir sem hafa orðið á
árinu að langmestu leyti,“ segir Eg-
ill Örn Jóhannsson, forstjóri For-
lagsins. „Verð bóka fyrir þessi jól
verður það sama eða nánast það
sama og í fyrra. Það mætti því segja
að það sé raunlækkun milli ára. Við
höfum tröllatrú á bókinni og vonum
að Íslendingar muni eftir sem áður
kaupa bækur til gjafa um jólin.“
Arnaldur hækkar örlítið
Miðað er við að engin skáldsaga
muni kosta meira en 5000 krónur út
úr búð. „Í mörgum tilfellum stendur
verð bóka í stað á milli ára. Á þeim
bókum sem hækka munar ekki
meira en fimm til tíu prósentum á
milli ára. Sem dæmi má nefna að
Arnaldur Indriðason hækkar um á
milli tvö og þrjú prósent frá því í
fyrra.“ Egill segir að ef öllum kostn-
aðarhækkunum hefði verið velt
áfram út í verðlagið, þá hefði þurft
að hækka verð um að minnsta kosti
fjórðung milli ára. Ný íslensk skáld-
saga hefði þá kostað ríflega 6000
krónur.
Bækurnar
hækka lítið
38 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
VÍKINGUR
Heiðar Ólafsson
leikur píanókons-
ert nr. 3 eftir
Bartók á tón-
leikum Sinfón-
íuhljómsveitar Ís-
lands 5.
desember. Fyrr á
árinu vann Vík-
ingur ein-
leikarakeppni pí-
anónemenda við Juilliard
tónlistarháskólann þar sem hann lék
sama konsert.
Upphaflega áttu Inessa Galante
og Juha Uusitalo að koma fram á
tónleikunum í boði Stoða, en vegna
breyttra aðstæðna þar og geng-
isbreytinga þurfti að breyta efnis-
skrá og flytjendum á síðustu stundu.
Vonast er til þess að söngvararnir
komi fram með hljómsveitinni á
næsta eða þar næsta starfsári.
„Stoðir hafa kostað listamennina
og við höfum valið listamenn í dýrari
kantinum, Kiri Te Kanawa kom til
dæmis í fyrra,“ segir Árni Heimir
Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfón-
íuhljómsveitarinnar. „Nú eru Stoðir
í greiðslustöðvun og treysta sér ekki
til þess að vera með.“ Hann segist þó
mjög ánægður með að fá Víking í
staðinn. „Þetta er eiginlega dæmi
um það hvað við höfum verið heppin
í þessum þrengingum, þótt þær hafi
komið illa við okkur. Okkur hefur
tekist að snúa því sem hefur dunið á
okkur upp í eitthvað jákvætt.“
Þeir sem höfðu þegar keypt miða
á áður auglýsta dagskrá geta fengið
þá endurgreidda í miðasölu.
Galante og
Uusitalo
koma ekki
Árni Heimir
Ingólfsson
SAFNAHELGI á Suðurlandi
hefst í dag og stendur fram á
sunnudag. Þá munu söfn um
allt Suðurland og í Vest-
mannaeyjum bjóða upp á fjöl-
breytta dagskrá. En auk hins
sögulega og menningarlega
hluta verður minnt á gamlar og
nýjar hefðir í matargerðarlist í
héraðinu. Það eru Safnaklasi
Suðurlands og Matarkista Suð-
urlands sem standa að
helginni. Meðal fjölmargra dagskráratriða má
nefna sýningar, tónleika, fyrirlestra, upplestra og
leiðsagnir. Svo verður víða hægt að smakka á
gömlum og nýjum réttum. Dagskráin er birt í
heild á vefnum www.sofnasudurlandi.is.
Fræði
Söfn og hefðir í
matargerðarlist
Húsið á
Eyrarbakka.
TÓNLISTARFÉLAG Ak-
ureyrar efnir til hádegistón-
leika í dag í Ketilhúsinu.
Tónleikarnir eru í hádeg-
istónleikaröð félagsins sem
kölluð er Föstudagsfreistingar.
Að þessu sinni koma fram þau
Eydís Úlfarsdóttir sópran,
Helga Ágústsdóttir sellóleikari
og Aladár Rácz píanóleikari.
Þau flytja verkið Zwei Ge-
sänge op. 91 eftir Johannes
Brahms. Verkið samdi Brahms um miðja 19. öld
og færði vinahjónum sínum handrit að því að gjöf
þegar þau höfðu eignast sitt fyrsta barn.
Tónleikarnir hefjast kl. 12:15 og aðgangseyrir
er 2000 kr., eldri borgarar borga 1500 kr.
Tónlist
Brahms fluttur á
hádegistónleikum
Eydís Úlfarsdóttir
sópran.
ÞAÐ verður vegleg opnun í
Galleríi Ormi í Sögusetrinu á
Hvolsvelli á morgun kl.14. Þar
verður opnuð sýning með
átján vatnslitamyndum sem
Sigurjón Jóhannsson, listmál-
ari og leikmyndahönnuður,
hefur unnið fyrir Sögusetrið
af helstu atburðum og per-
sónum Njáls sögu. Jafnframt
kemur út vegleg syrpa af póst-
kortum með myndum Sig-
urjóns. Einnig verða endurbætur á Kaupfélags-
safninu kynntar en það hefur nú verið lagfært
nokkuð, m.a. komið fyrir hljóðleiðsögn.
Sögusetrið er á Hlíðarvegi 14 og er heimasíða
þess: www.njala.is.
Myndlist
Vatnslitamyndir
úr Njáls sögu
Sigurjón
Jóhannsson
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Í HÚSINU á Seljavegi 32 vestur í
bæ, sem áður hýsti Landhelgisgæsl-
una, eru vinnustofur um 50 myndlist-
armanna. Á morgun, laugardag,
standa listamennirnir fyrir opnu húsi
frá klukkan 13 til 15. Gestum gefst þá
kostur á að skoða vinnustofurnar en
einnig að taka þátt í því sem þeir
kalla A-5000 - og eignast myndverk
fyrir lítið fé.
A-5000 er sameiginlegt verkefni
allra þeirra listamanna sem leigja
vinnustofur í húsinu. Hver leggur til
að minnsta kosti eitt verk í hinni
stöðluðu stærð A-5; sum eru unnin
sem fjölfeldi í allt að fimm eintökum.
Verkin verða sýnd í sameiginlegu
rými á jarðhæðinni, en gestum býðst
að kaupa verkin á verði sem þau
segja „sannkallað kreppuverð“ eða
5.000 krónur. Myndverkin eru ein-
göngu merkt á bakhliðinni þannig að
kaupendur vita ekki eftir hvern þau
eru fyrr en þeir fá verkin í hend-
urnar.
„Hér í húsinu er fólk sem vinnur í
alla mögulega miðla,“ segir einn lista-
mannanna sem leigja vinnustofu í
húsinu, Þórunn Hjartardóttir. „Hér
eru málarar, grafíklistamenn, leik-
mynda- og fatahönnuðir, perform-
anslistamenn, vídeólistamenn, leir-
listamenn. Þetta er fjölbreytilegur
hópur á fjölbreytilegum aldri.“
Þórunn segir A-5000 gefa gestum
tækifæri til að eignast ódýr en vönd-
uð myndverk – sem geta verið kjörin
til jólagjafa – og kynnast um leið því
sem verið er að gera í húsinu.
Fer í að lækka leiguna
„Við verðum með opið hús en
stöndum um leið í þessari óvenjulegu
fjáröflun. Okkur þótt hugmyndin
góð, að verkin væru í ákveðinni stærð
og að fólk vissi ekkert eftir hvern þau
eru. Andvirði þeirra fer síðan beint í
að lækka leiguna á húsinu.“
Myndlistarmennirnir hafa greini-
lega áhyggjur af ástandinu og eins og
aðrir sem þurfa að standa skil á vísi-
tölutengdum greiðslum, finna þeir
vel fyrir hækkunum, að viðbættu því
að Landsbankinn greiðir leiguna ekki
lengur niður. „Uppsagnir á vinnu-
stofum byrjuðu strax um síðustu
mánaðamót,“ segir einn listamann-
anna.
Meðal leigjendanna eru Finnur
Arnar Arnarson, Katrín Elvars-
dóttir, Steingrímur Eyfjörð, Þór Vig-
fússon, Hulda Stefánsdóttir, Ragnar
Kjartansson, Harpa Árnadóttir og
Sigurjón Jóhannsson.
Myndlistarmenn sem leigja á Seljavegi 32 opna húsið og selja verk á 5.000 krónur
Listaverkin á kreppuverði
Morgunblaðið/Einar Falur
Eftir hvern? Nokkrir listamannanna með verk í A-5 stærð sem verða til sölu á 5000 kr. Enginn með verk eftir sig.
SIGURÐUR Pálsson ljóð- og leikskáld var í gær
sæmdur heiðursorðu franska ríkisins, Chevalier
de l’Orde du Mérite, við athöfn í franska sendi-
ráðinu. Sigurður veitti orðunni viðtöku úr hendi
franska sendiherrans, Oliviers Mauvisseau.
Með þessum hætti vildi franska ríkið þakka
Sigurði ríkulegt og mikilvægt framlag hans til
kynningar franskrar menningar á Íslandi. Hann
hefur þýtt yfir tuttugu verk úr frönsku: skáldsög-
ur, leikrit, ljóð og ritgerðir. Þá hefur úrval ljóða
Sigurðar verið gefið út í franskri þýðingu. Á liðnu
ári hlaut Sigurður Íslensku bókmenntaverðlaunin
fyrir Minnisbók, þar sem hann minnist Frakk-
landsára sinna.
„Sigurður hefur gegnt mikilvægu hlutverki í
sambandi Frakklands og Íslands á liðnum árum,“
sagði Mauvisseau sendiherra. Sendiherrann talar
fyrirtaks íslensku og segist hafa kynnst Sigurði í
Frakklandi áður en hann kom til starfa hér, en þá
hafði hann þegar kynnst ljóðum hans, í tvítyngdri
útgáfu með þýðingum Régis Boyer.
„Sigurður þekkir Frakkland og hefur skrifað
mikið um það og hefur líka fært franskar bók-
menntir til Íslands. Frakkland vill heiðra hann
fyrir það starf. Sigurður birtir afar áhugaverða
mynd af Frakklandi í skrifum sínum og þýðingar
hans eru mjög vandaðar.“
Sendiherrann segir að með orðunni sé Sigurði
þakkað fyrir þetta mikla og vandaða starf, sem
einskonar menningarlegur sendiherra.
Sigurður hefur áður verið heiðraður af franska
ríkinu, þegar Jack Lang, menntamálaráðherra
Frakka, sæmdi hann riddaraorðu lista og bók-
mennta, árið 1990. efi@mbl.is
Sigurði Pálssyni veitt heiðursorða
Morgunblaðið/Ómar
Heiður Sigurður þáði faðmlag frá Mauvisseau
þegar hann var kominn með orðuna í barminn.
Heiðraður fyrir kynningu
á franskri menningu
Quantum of Solace er
stanslaus keyrsla frá
upphafi til enda, spennufíkl-
ar þurfa ekki að kvarta 38
»
Rekstur hússins við Seljaveg er
erfiður um þessar mundir. SÍM,
Samband íslenskra myndlist-
armanna, leigir húsið af ríkinu fyrir
listamennina sem greiða leiguna.
„Nú höfum við misst eina styrkt-
araðilann sem við höfðum, Lands-
bankann,“ segir Áslaug Thorlacius,
formaður SÍM en þaðan fékk félag-
ið um 1,6 milljónir á ári. „Svo er
leigan tengd vísitölunni þannig
að við finnum vel fyrir verðbólg-
unni.
Ég vona að aðrir komi til og
styðji okkur, til dæmis húseig-
andinn, ríkið. Á opna húsinu vilj-
um við sýna fólki hvað fer fram í
húsinu. Þetta er aðstaða fyrir
mjög stóran hóp og hún er góð.
En þetta er dýrt,“ segir Áslaug.
Góð aðstaða en leigan dýr