Morgunblaðið - 07.11.2008, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.11.2008, Qupperneq 48
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2008 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 8 5 ostur.is Borgarleikhúsinu Fólkið í blokkinni »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Æ fleiri leita aðstoðar  Sífellt fleiri leita félagslegrar að- stoðar vegna fjárhagsþrenginga og hafa nýir þjóðfélagshópar bæst við þá sem leita sér hjálpar. Hjá mörg- um fjölskyldum hefur staðan breyst verulega enda nær fólk ekki endum saman eftir hækkanir á nauðsynja- vörum og afborgunum lána á sama tíma og tekjumöguleikar eru færri. » Forsíða Gjaldeyrisflæði enn stirt  Enn gengur þeim sem flytja inn vörur illa að afla gjaldeyris til inn- flutningsins. Fyrirtæki sem ekki eru í forgangi, s.s. með mat, lyf og elds- neyti hafa beðið í á aðra viku eftir af- greiðslu og sum smærri fyrirtæki hafa engan gjaldeyri fengið. » Forsíða EFTA spyr um neyðarlög  Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrir- spurnir varðandi neyðarlögin sem Alþingi setti í október. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Það sem fer upp … Forystugreinar: Fyrir luktum dyrum | Sértæk björgun Ljósvaki: Barack getur bætt heiminn UMRÆÐAN» »MEST LESIÐ Á mbl.is Jafnréttisþing 16. janúar Ég er bjartsýn Tækifæri í kreppunni Ný réttarhöld að hætti Kafka í Prag Bíll ársins 2009 er VW Tiguan Hallar undan hjá Harley Getur dísilolía vaxið á trjám? GPS er ó́skatæki kvenna BÍLAR » #4( 4 4# 4 (4( 5 6%* 0! %- ! 7!  !! %%'%!0 % 4) (4 #4 4 #4 4( / 8 2 * #4 (4 4 #4(# 4(( 4) #4) 9:;;<=> *?@=;>A7*BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA*8%8=EA< A:=*8%8=EA< *FA*8%8=EA< *3>**A'%G=<A8> H<B<A*8?%H@A *9= @3=< 7@A7>*3-*>?<;< Heitast 9°C | Kaldast 4°C  Austan 5-10 metrar á sekúndu og víða dá- lítil rigning eða súld, en úrkomulítið á Norð- urlandi. » 10 Hilmar Veigar, for- stjóri CCP, segir krónuna lúta sömu lögmálum og sýnd- argjaldmiðillinn í Eve-online. » 40 FÓLK» Fjármála- kerfi CCP KVIKMYNDIR» Nýr Bond fyrir nýja tíma. » 43 Halldór Gunnar Pálsson er versl- unarstjóri nýrrar Skífubúðar sem verður athvarf grúskara. » 45 TÓNLIST» Athvarf grúskara FÉLAGSLÍF» Eplasafi, epli og eplatölv- ur á epladögum. » 43 VERSLUN » Engin kreppa hjá Kettinum. » 40 Menning VEÐUR» 1. IMF-beiðni frestað 2. Samskipti við IMF í hnút 3. Bretar lána 800 milljónir punda … 4. Hættum frekar við lánið frá IMF Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is Í FYRSTU leiksýningunni sem Jafet Máni Magnúsarson tók þátt í, Híbýl- um vindanna, var fjallað um kreppu og flutning Íslendinga af landi brott. „Ég var að hugsa um að tímarnir núna væru líkir og þá. Fólk var að pakka saman og flytja til Kanada og Nýja Íslands þar,“ segir Jafet sem var sjö ára þegar hann lék lítinn vinnumann í Híbýlum vindanna. Það var í Borgarleikhúsinu og í fyrsta sinn sem Jafet steig á svið. Í leiksýningunni sem hann er að æfa fyrir núna er bæjarbragurinn léttari þótt ræningjar séu á ferð. Ja- fet, sem er orðinn 11 ára, leikur nefni- lega einn af íbúum Kardimommubæj- arins sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í febrúar. Jafet er annar drengjanna sem verða í hlutverki Tomma og gerir ráð fyrir því að þurfa að fá frí úr skól- anum þegar æfingar hefjast á fullu í leikhúsinu í desember. Jafet hefur haft áhuga á leik og söng frá því að hann man eftir sér. Hann fór oft með móður sinni, Þóru Ólafsdóttur, sem er listförðunarfræð- ingur, í leikhúsin auk þess sem nokkrir söngvarar eru í fjölskyld- unni. Hann efast ekki um að íbúar Kardi- mommubæjarins eigi eftir að skemmta áhorfendum. Spurður um hvort hann finni hvernig áhorfendum líkar leikhússýning svarar hann: „Þegar ég lék í Híbýlum vindanna, sem var löng sýning, voru sumir leik- húsgestanna komnir með lappirnar upp á sætin. Vinkona mín sofnaði líka á sýningunni. Kardimommubærinn verður skemmtilegri.“ Tommi í Kardimommubæ Jafet Máni ætlar að skemmta leik- húsgestum í vetur Morgunblaðið/Árni Sæberg Með leikhúsbakteríu Jafet Máni Magnúsarson steig fyrst á svið alvöruleikhúss þegar hann var sjö ára. Nú er hann 11 ára og er annar drengjanna sem leika Tomma í Kardimommubænum sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í febrúar. „ÞAÐ hefur enginn haft sam- band við mig þannig að ég er nú ekki vongóður,“ segir Bubbi Morthens um styrk- umsókn sína til borgarráðs vegna samstöðutónleika í Laugardalshöll undir yf- irskriftinni „Lífið heldur áfram“ eftir rúma viku. Ráðið fundaði í gær. „En tónleikarnir verða,“ segir Bubbi ákveðinn og segir þetta mikla skömm fyrir borgarráð. Um 1,5 milljónir vantar upp á til þess að greiða fyrir ýmis viðvik í kring- um tónleikana, en listamenn gefa vinnu sína. Þá vill Bubbi að frítt verði á tómstundasvæði í Laugardalnum þennan dag. Bubbi ákveðinn í að halda tónleika Bubbi Morthens Á SELJAVEGI 32 í Reykjavík leigja um 50 myndlistarmenn vinnustofur. Þeir bjóða gestum og gangandi að heimsækja sig á morgun og standa um leið fyrir uppákomu sem þeir kalla A-5000. Þar sýna listamennirnir og selja verk í stærðinni A-5 og kostar hvert þeirra 5.000 kr. Verkin eru merkt á bakhliðinni og vita kaupendur því ekki eftir hverja þau eru fyrr en þeir fá þau í hendurnar. Andvirði seldra myndverka fer í að greiða niður leiguna á húsinu. „Nú höfum við misst eina styrktaraðilann sem við höfðum, Landsbankann,“ segir Áslaug Thorla- cius, formaður SÍM. „Svo er leigan tengd vísitöl- unni þannig að við finnum vel fyrir verðbólgunni. Þetta er aðstaða fyrir mjög stóran hóp og hún er góð. En þetta er dýrt,“ segir hún. | 38 Selja verkin á 5.000 krónur Listamennirnir nafnlausir fram að kaupum Morgunblaðið/Einar Falur Dulbúin list Listaverk eftir huldulistamenn fást í vinnustofum SÍM á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.