Fréttablaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 22
18 28. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Ég hef alltaf haft gaman af heimsenda-kvikmyndum. Kannski eru það hinar mikilfenglegu tæknibrellur, þegar
Frelsisstyttan og Eiffelturninn eru jöfnuð
við jörðu, sem heilla svona. Ég veit það ekki.
Hugsanlega er það kannski þessi skelfilega
og hrikalega heillandi hugsun að þótt sólin
hafi sest í gærkvöldi þá er það engin áþreif-
anleg sönnun fyrir því að lífgjafi jarðarinn-
ar endurtaki leikinn á morgun.
Það er kannski engin furða að maður
skuli velta fyrir sér heimsendaspám
og endalokum þeirrar siðmenning-
ar sem við þekkjum. Efnahagshrun-
ið var eitt, svínaflensan er annað.
Stundum líður mér bara eins og í
Opinberunarbók Jóhannesar eða
þá í heimsendakvikmynd eftir
Michael Bay, þar sem maður er
í sífelldri baráttu fyrir eigin til-
veru eftir að loftsteinn eyðilagði
allar stórborgir heimsins og geimverur
ógna öllu lífríki jarðar.
Rómverjar trúðu því til að mynda aldrei
að veldi þeirra myndi hrynja til grunna á
örskammri stundu og að hlutskipti þeirra
yrði bara einn kafli í sögubókinni. Alexand-
er mikli reið ekki um héruð og hugsaði með
sér að hann myndi deyja ungur og að allur
stríðsreksturinn væri í raun til einskis. Og
Adolf Hitler taldi heilli þjóð trú um að hann
væri bjargvættur Evrópu og að Þýskaland
myndi brátt endurheimta stöðu sína sem
leiðtogi Evrópu. Austur-Þjóðverjar höfðu
flestir gefið upp þá von að Berlínar-
múrinn myndi hrynja. En þetta gerðist
allt. Ef til vill er það barnalegt af manni
sjálfum að halda að sú tilvera, sá hvers-
dagsleiki sem við lifum í dag, sé eilífur.
Hann mun kannski riða til falls fyrr en
okkur grunar. Eða er ég kannski verr
haldinn af heimsendafóbíunni en ég hélt?
Heimsendafóbían tekur yfir
NOKKUR ORÐ
Freyr Gígja
Gunnarsson
Heyrðu elsk-
an, þau eru
með hringi-
tóninn okkar.
Vænt-
anlegt
Gvuð!
Það kostar orðið nokkur
hundruð þúsund krónur
að kaupa sér lítinn hund
eftir að París og þær allar
hófu að mæta með þá í
veskjunum sínum! Bið-
listar til að eignast svona
chippa-
duppa hund!
Þarna náðum við
að spara!
Snilld! En ekki
grípa svona fast
um magann á
honum! Hann
verður svo
órólegur!
Úps,
sorrí!
Hnus!
Varstu að
þvo?
Gaman að
þú tókst
eftir því.
HÁDEGIS- -MATUR
Á! Á!
Á! Á!
Þetta er versta
tilfelli af „rólu-
olnboga“ sem
ég hef séð!
Gorenje ísskápur
RK60358DBK
Svört hönnun.
Nýtanlegt rými kælis 230 l.
Nýtanlegt rými frystihófs 86 l.
Hljóðstig 40 dB(A).
Hæð: 180 cm.
Tilboð 115.900
Gorenje
ísskápur
Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011
Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800
Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020
Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200
Dagskrá fundarins er
1. Sk‡rsla stjórnar.
2. Ger› grein fyrir ársreikningi.
3. Tryggingafræ›ileg úttekt.
4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt.
5. Samþykktir kynntar.
6. Önnur mál.
Ársfundur 2009
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda
Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur
haldinn a› Borgartúni 29, Reykjavík á 4. hæ›,
þriðjudaginn 28. apríl 2009 og hefst kl. 17.00.
Reykjavík 16. 03. 2009