Fréttablaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 30
26 28. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. grastegund, 6. guð, 8. vafi, 9. strá, 11. ryk, 12. einskær, 14. dans, 16. pot, 17. eldsneyti, 18. röð, 20. tveir eins, 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. fugl, 3. tveir eins, 4. betrun, 5. pili, 7. dávænn, 10. siða, 13. bókstafur, 15. arða, 16. heyskaparamboð, 19. hljóta. LAUSN LÁRÉTT: 2. reyr, 6. ra, 8. efi, 9. íla, 11. im, 12. alger, 14. samba, 16. ot, 17. mór, 18. róf, 20. tt, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. kría, 3. ee, 4. yfirbót, 5. rim, 7. allstór, 10. aga, 13. emm, 15. arta, 16. orf, 19. fá. Sjálfstæðisflokkurinn keyrði á nokk- uð aggresívum útvarpsauglýsingum skömmu fyrir kosningar og þar var ekki betur að heyra en hinn snjalli leikari Hjálmar Hjálmarsson væri í lykilhlutverki. Lyftu margir brúnum því Hjálmar var í þriðja sæti fram- boðslista Borgarahreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þarna var Hjálmar ekki að svíkja lit og mun leikarinn ósáttur við það ef menn eru að herma eftir honum í auglýsingum. Sjálfur heyrir Hjálmar ekki betur en þarna séu þeir Magnús Ragnarsson og Gói að lesa en það er Íslenska auglýsingastofan sem annaðist framleiðslu auglýsinganna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Auglýsingastofur komu vitaskuld að kosningabar- áttunni. Má það vera til marks um hversu lítið Ísland er að Þormóður Jónsson, bróðir Baldvins tengdaföð- ur Bjarna Benediktssonar, og Fíton voru með stærsta flokkinn, Samfylkinguna, á sínum snærum. Jónsson & Le´macks störfuðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Dínamó Reykjavík var með Vinstri græna á sinni könnu en Gott fólk með Framsóknar- flokkinn. Manúela Ósk Steinsson, eiginkona Grétars Rafns Steinssonar, er nú í óða önn að undirbúa annað brúð- kaup þeirra hér á Íslandi. Manúela og Grétar gengu í það heilaga, öllum að óvörum, í Hollandi, fjarri vinum og ættingjum. Þau vildu endurtaka leikinn þannig að sem flestir gætu samglaðst þeim. Manúela hefur einnig öðrum hnöppum að hneppa því hún er að fá nýjan bíl. Sá gamli, Porche Cayenne, vakti mikla athygli á sínum tíma því hann var sérstaklega merktur fyrrverandi feg- urðardrottningu Íslands. -jbg, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ágæti Mummi (sem ég reyndar var svo óheppinn að sjá aldrei í kosningabarátt- unni), Heiða og þið öll. Við skulum sameigin- lega hafa eitt á hreinu. Hvort sem ég kemst á þing (vegna útstrikana) eða ekki mun ég ALDREI AFSALA mér heiðurslaunum Alþingis, alveg sama hversu mikil fáfræði ríkir um tilkomu þeirra og eðli (þau eiga ekkert skylt við kúlulán eða prófkjörsstyrki og eru ekki óheiðar-lega fengin),“ skrif- ar Þráinn Bertelsson á póstlista Borgara- hreyfingarinnar (xO). Þegar kosningaúrslit lágu fyrir tóku stuðningsmenn xO að rita hamingjóskir á póstlista samtakanna, eink- um til þeirra sem hrepptu þingsæti, þeirra Þórs Saari, Birgittu Jónsdóttur, Margrét- ar Tryggvadóttur og Þráins Bertelssonar. Hins vegar tóku menn fljótlega að ræða hversu óþægilegt væri fyrir hreyfinguna að eiga þá umræðu yfir höfði sér að Þráinn þægi hátt í 200 þúsund krón- ur á mánuði fyrir það eitt að vera á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. „Tek undir með Heiðu „practiser- um það sem við predikerum“ var stöðugt í umræðutorfi um laun Þráins síðustu dagana fyrir kostningar, hvar sem ég var að halda merkjum okkar á lofti og var sammála fólki um trú- verðugleika okkar þegar þessi laun voru rædd,“ ritar Mummi í Götu- smiðjunni. En Þráinn tekur öllum slíkum hugmyndum afar illa. Fréttablaðið hafði áður greint frá þessu en þá líkti Þráinn heiðurslaununum við Ólympíu- gull og hefur einnig sagt að þau séu nokkuð sem hann er fyrir löngu búinn að vinna sér inn fyrir. Þessi afgerandi ummæli Þrá- ins eru í nokkurri mótsögn við það sem hann sagði í kosningasjónvarpi RÚV, hjá Agli Helgasyni, að hann ætlaði að leita upplýsinga um fordæmi hjá starfsmönn- um Alþingis. Eftir því sem næst verð- ur komist eru engin fordæmi um að heiðurslaunaþegi hafi tekið sæti á þingi. - jbg ÞRÁINN BERTELSSON Er mjög afdráttarlaus á póstlista Borgarahreyfingarinnar og segist aldrei ætla að afsala sér heiðurslaunum. Sannkölluð kvikmyndamiðstöð hefur orðið til í Héðinshúsinu úti á Granda. Fyrir er kvikmyndafyrir- tækið Republika og nú stefnir allt í að þrír aðilar í sama geira flytj- ist þarna inn. Fyrst ber að nefna framleiðslu- og þjónustufyrirtækið True North, eftirvinnslufyrirtæk- ið Postmenn og svo framleiðslufyr- irtæki Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur, Blue Eyes. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að True North og Blue Eyes væru að samein- ast en Agnes Johansen, framleið- andi hjá Blue Eyes vísar því á bug. „Nei, alls ekki, við munum hins vegar vinna ansi náið saman á næsta ári í tengslum við víkingamynd Balt- asars og þess vegna er það nátt- úrulega mjög hentugt að við skul- um vera í næsta nágrenni,“ segir Agnes. Fyrirtækið Bluee Eyes hefur sagt upp leigusamningi sínum við Guðjón Má Guðjónsson en fyrir- tækið hefur leigt skrifstofuhúns- æði í hinni sögu- frægu Næpu. Agnes viður- kennir að það verði ákveð- inn söknuður að því vinalega umhverfi. „Hins vegar var þetta húsnæði ekkert sérstaklega hentugt, þegar við vorum ekki í framleiðslu var það of stórt og svo öfugt, var alltof lítið þegar allt var á fullu hjá okkur.“ - fgg Kvikmyndaþorp úti á Granda SÉR EFTIR NÆPUNNI Agnes Johansen viðurkennir að hún eigi eftir að sakna Næpunnar, húsnæðið hafi hins vegar verið óheppilegt. „Þetta stóð tæpt. Spurning hvort maður kæmist út af prófunum. En ég næ því alveg,“ segir Ólaf- ur Ólafsson – kærasti Eurovision- stjörnunnar Jóhönnu Guðrún- ar sem nú undirbýr sig sem sem mest hún má undir Eurovision- keppnina sem fram fer í Moskvu 12. maí. Þjóðinni brá í brún þegar kom í ljós að vegna sparnaðaraðgerða kæmist helsta fylgdarlið ekki með Eurovision-hópnum til Moskvu. Ekki einu sinni var gert ráð fyrir kærasta Jóhönnu Guðrún- ar. En nú hefur ræst úr því sem betur fer. Ólafur fer út og það í boði föður síns, Ólafs Björnsson- ar forstjóra. Hann býður strákn- um sínum og fara þeir feðgar út 10. maí, dvelja eina nótt á hóteli í Kaupmannahöfn og fara svo til Moskvu þar sem þeir verða í rúma viku. Jóhanna og hópurinn leggja hins vegar af stað 3. maí. „Við pabbi ákváðum að kíkja og förum á eigin vegum. Já, þetta verður skemmtilegt,“ segir Ólaf- ur sem nú getur stutt við bakið á sinni heittelskuðu. „Já, já, ég mun gera það. Og spái henni tví- mælalaust sigri í undanúrslit- unum. Ég er viss um að hún kemst upp úr þeim. Hún hefur verið að fá svo góða dóma.“ Þeir feðgar verða ekki á sama hóteli og Jóhanna Guðrún heldur á Metr- ópól-hótelinu sem er í hjarta Moskvuborgar – fimm stjörnu hótel- sem stendur andspæn- is Bolsoj-óperunni og aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Kreml. Sögufrægt hótel og reglu- legur gestur í rússneskum bók- menntum. Eurovision-hópurinn dvelst hins vegar í úthverfi í sparnaðar- skyni; á hóteli sem heitir Cosmos. Það er fjögurra stjörnu hótel sem byggt var í tengslum við Ólympíu- leikana árið 1980. Þetta þýðir að Ólafur gistir á umtalsvert betra hóteli en sjálf Eurovision-stjarn- an, kærasta hans, Jóhanna Guð- rún. Ólafur er á lokasprettinum með að ljúka stúdentsprófi og útskrifast eftir rúmt hálft ár frá Flensborg þar sem hann leggur stund á viðskipta- fræði. Hann hyggst fara í sumarskóla og leggja stund á ensku til und- irbúnings fyrir háskólanám þar sem Ólafur stefnir á viðskipta- fræðina. Ólafur spilar á gítar auk þess sem hann stundar lyftingar sér til heilsubótar. Hann lætur sér fátt finnast um fjölmiðlafárið sem nú er um Jóhönnu Guðrúnu. Til dæmis var því var slegið upp í Monitor að Eurovision-stjarn- an væri hrein mey. Þetta má sjá á síðu þar sem Jóhanna svaraði mjög nærgöngulum spurningum lesenda. „Já, ég held nú að það hafi verið talsverð kaldhæðni í því svari hennar. Alveg örugg- lega því hún er búin að vera í föstu sambandi í tvö ár,“ segir Ólafur sem hefur engar áhyggj- ur af því að kærastan klári sig ekki af spurningum fjölmiðla- manna úti í Moskvu. jakob@frettabladid.is ÓLAFUR ÓLAFSSON: VERÐUR Á FLOTTARA HÓTELI EN JÓHANNA GUÐRÚN Kærastinn með til Moskvu EUROVISION- KÆRUSTUPARIÐ Ólafur mun nú geta stað- ið þétt við bak Jóhönnu Guðrúnar í Moskvu og er það fagnaðarefni. „Í bílnum hlusta ég alltaf á útvarp og þá er það Bylgj- an, sérstak- lega Kolla og Heimir á morgnana. Annars er ég algjör alæta á tónlist, en þeir diskar sem eru yfirleitt í tækinu hjá mér heima eru Cafe del mar, Budda bar og Maxwell sem er í miklu uppáhaldi.“ Anna María Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Signatures of nature. NÁIÐ SAMSTARF Blue Eyes Baltasars Kormáks og Leifur Dagfinsson og félagar hjá True North vinna náið saman að víkingamynd þess fyrrnefnda. Heiðurslaun Þráins vefjast fyrir Borgurum Skipholti 50b • 105 Reykjavík VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Fjóra menn. 2 Leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1. 3 Haraldur Briem.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.