Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 8
8 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR 1. Hvaða frægi leikstjóri ætlar að kenna Íslendingum íhugun? 2. Hvaða þjóð seldi Finnum loftvarnakerfi nýlega? 3. Hversu mikið styrktist krón- an á miðvikudag? SVÖR Á SÍÐU 34 ÍRAK, AP Fjögur þúsund manna herlið Breta í sunnanverðu Írak er á heimleið. Í gær afhentu Bret- ar Bandaríkjamönnum formlega yfirráð yfir herstöðinni við Basra og nánast allir breskir hermenn verða farnir heim í lok maí. Þegar innrásin í Írak stóð sem hæst, í mars árið 2003, voru bresk- ir hermenn í Írak 46 þúsund tals- ins. Bandaríkjamenn eru enn með 130 þúsund manna herlið þar. Síðan innrásin hófst hafa 179 breskir hermenn látið lífið í Írak. Hernaðurinn þar hefur frá upphafi verið afar óvinsæll meðal almenn- ings í Bretlandi. Minningarathöfn hina föllnu Breta var haldin í her- stöðinni við Basra í gær og sett var upp minnismerki, sem verð- ur þar áfram eftir að Bandaríkja- menn hafa tekið við. „Bretland á þeim mikla þakkar- skuld að gjalda,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, um hina föllnu Breta. Brown sagði þetta á fundi með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem var í heimsókn í Lond- on í gær í tilefni af þessum tíma- mótum í samskiptum ríkjanna. Um 400 Bretar verða þó áfram í Írak enn um stund samkvæmt samkomulagi við þarlend stjórn- völd. Meginverkefni þeirra verð- ur að þjálfa íraska hermenn til að standa vörð um olíupalla í Persa- flóa. Barack Obama hefur sagt að hernaðarstarfsemi Bandaríkjanna í Írak ljúki um mitt næsta ár, en eftir verði þó 50 þúsund banda- rískir hermenn sem fá það verk- efni að veita íröskum hermönnum þjálfun og ráðgjöf. Þeir verði síðan farnir í árslok 2011. Ofbeldisverkum í Írak hefur fækkað mjög í vetur, en undan- farnar vikur hefur þeim þó fjölg- að á ný. Það vekur spurningar um getu íraskra hermanna til að tak- ast á við ástandið. Nú síðast kostuðu tvær bíla- sprengjur í verslunarhverfi í Bagdad á miðvikudaginn 51 mann lífið, auk þess sem 76 manns særð- ust. Í gær tóku Írakar við stjórn öryggismála á olíustöðinni Khor al-Amaya, en breskir og banda- rískir hermenn hafa áfram öryggis- eftirlit með höndum í olíustöðinni al-Basra, sem er mun stærri og mikilvægari. Þaðan koma um átta- tíu prósent af öllum olíu útflutningi Íraks. gudsteinn@frettabladid.is Breskar hersveitir fara heim frá Írak Bretar afhentu í gær Bandaríkjamönnum yfirstjórn herstöðvarinnar í Basra. Fjögur þúsund breskir hermenn verða flestir farnir heim fyrir lok maí. Eftir verða þó um 400 breskir hermenn til að sjá um þjálfun íraskra hermanna. MINNINGARATHÖFN Breskir hermenn í Írak minntust í gær 179 fallinna félaga sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GLEÐILEGA HÁTÍÐ! Vinstri græn óska launafólki um allt land til hamingju með daginn! Verið velkomin í kaffi að Vesturgötu 7 í Reykjavík eftir kröfugöngu og útifund. EVRÓPUSAMBANDIÐ Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins yrði „reiðubúin að ræða með jákvæð- um huga (við Íslendinga) með það fyrir augum að finna lausn sem myndi tryggja íslenskum útgerðar- mönnum framtíð sem samræmd- ist því sem þeir hafa vanist til þessa, en sem yrði að forminu til að vera innan ramma sameigin- legrar stefnu (Evrópusambands- ins).“ Þetta sagði Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, í svari við spurningu erlends blaðamanns á blaðamanna- fundi í Brussel 22. apríl síð- astliðinn, sem haldinn var í til- efni af útkomu svonefndrar grænbókar framkvæmda- stjórnarinnar um endurskoð- un sameiginlegrar fiskveiðistefnu sambandsins. Í svari sínu sagði Borg ennfremur, að við endurskoðun sameiginlegu fiskveiðistefnunn- ar stæði til að taka mið af stefnu Noregs og Íslands, að minnsta kosti að því er varðar brottkast. Þá sagði Borg að tímasetn- ing upphafs aðildarviðræðna við Ísland fæli í sér „tækifæri með tilliti til framtíðar sameiginlegu fiskveiðistefnunnar, því Ísland mun án vafa geta lagt sitt af mörkum til að móta framtíðar- fyrirkomulag hinnar sameigin- legu stefnu.“ Upptöku af blaðamannafund- inum má sjá á netinu á slóðinni: http://ec.europa.eu/avservices/ - aa Sjávarútvegsmálastjóri ESB um horfurnar á aðildarviðræðum við Íslendinga: Eindreginn samningsvilji JOE BORG SJÁVARÚTVEGUR Íslendingum hefur verið boðið að taka þátt á fundi fulltrúa Evrópusambandsins, Fær- eyinga og Norðmanna um stjórn makrílveiða sem haldinn verður í London í júnílok í sumar. Boðið var þegið og segir á vef sjávarútvegsráðuneytisins að mikil- vægt skref hafi verið stigið í þá átt að koma viðræðum um stjórn makrílveiða í viðeigandi farveg. Það er forsenda þess að öll strand- ríkin geti unnið að viðunandi niður- stöðu. Ísland hefur lengi sótt um aðkomu að stjórn makrílveiða en án árangurs. Norðmenn gagnrýndu Íslendinga harðlega í vetur fyrir að úthluta sér einhliða 112.000 tonna makrílkvóta, þar af 20.000 lestum á alþjóðlegu hafsvæði. Helga Pedersen, sjávar- útvegsráðherra Noregs, sagði þetta ábyrgðarleysi af hálfu Íslendinga og íhugaði aðgerðir gegn íslensk- um útflutningsfyrirtækjum, en Samtök norskra útgerðarmanna hafa tvö undanfarin ár mælst til þess að innflutningsbann verði sett á fiskimjöl og lýsi frá Íslandi og að íslenskum skipum verði bannað að veiða, hvaða tegund sem er, í norskri lögsögu. Íslendingar höfðu boðið hinum strandríkjunum til fundar um þessa deilu 17. og 18. apríl síðast- liðinn en því var ekki svarað. - jse Íslendingar taka þátt á fundi um stjórn makrílveiða með hinum strandríkjunum: Sáttahönd í makríldeilunni NORSKT LOÐNUSKIP Í NÁMUNDA VIÐ TÝ Íslendingar og Norðmenn hafa oft eldað grátt silfur saman í fiskveiðistjórnun. En nú virðast menn ætla að bera klæði á vopnin. VINNUMARKAÐUR Styrkjum vegna heilsueflingar hefur fjölgað um rúmlega helming fyrstu þrjá mánuði ársins hjá Eflingu miðað við sama tíma í fyrra. Mest er aukningin á almennum markaði, þar er aukningin sextíu prósent milli ára. „Við höfum aldrei séð annað eins,“ segir Guðrún Óladóttir, sviðsstjóri sjúkrasjóða hjá Efl- ingu. „Þeir sem vinna hjá hinu opinbera hafa alltaf verið miklu duglegri að sækja þessa styrki en þeir sem eru á almennum mark- aði. Það hefur orðið umsnúning- ur hjá þeim. Við sláum hér met í hverjum mánuði í fjölda, upp- hæðum eða einhverju öðru.“ Styrkir vegna heilsueflingar eru veittir í forvarnaskyni og þá vegna íþróttaiðkunar og hreyf- ingar af ýmsu tagi. - ghs Efling stéttarfélag: Helmingi fleiri heilsustyrkir KÍNA, AP Hægt er að skoða kínverskar njósnagræjur sem minna á tæki úr James Bond- myndum í nýju kínversku njósna- safni. Meðal safnmuna er byssa sem lítur út eins og varalitur, og smámynt sem hefur verið holuð að innan til að geyma gögn. Þrátt fyrir að munirnir séu komnir til ára sinna hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að eingöngu kínverskir ríkisborgarar megi berja safngripina augum. Safn- verðir vísa því erlendum ferða- mönnum frá. Safnið opnaði í borg- inni Nanjing í Austur-Kína 13. apríl, og síðan hafa meira en 500 gestir heimsótt safnið daglega. - bj Njósnasafn opið útvöldum: Græjur minna á James Bond Grunnskólabörn á Álftanesi þurfa aðeins að greiða 180 krónur fyrir hverja máltíð í maí í stað 240 króna eins og venjulega. ÁLFTANES Ódýrari skólamatur í maí Frá og með 1. maí er gamla sund- laugin á Blönduósi lokuð fyrir fullt og allt. Í tilknningu frá bæjarstjóran- um segir að ekki sé ráðlegt að setja frekari fjármuni í viðhald laugarinnar og að opna eigi nýja sundlaug á næsta ári. BLÖNDUÓS Einu sundlauginni lokað Að minnsta kosti tveir létust þegar bíl var ekið inn í hóp fólks sem var að hylla hollensku konungsfjölskylduna í bænunum Apeldoorn í gær. Talið að ökumaðinn hafi ætlað sér að aka á vagninn. HOLLAND Ekið á fólk í skrúðgöngu VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.