Fréttablaðið - 01.05.2009, Síða 22

Fréttablaðið - 01.05.2009, Síða 22
2 föstudagur 1. maí núna ✽ blátt er málið augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 KÓNGABLÁ Ofurfyrirsætan Elle McPherson var glæsileg að vanda þegar hún mætti á Marie Claire-verð- launahátíðina í Sidney í Ástralíu á dögunum. Hún klæddist skósíðum kóngabláum Gucci-kjól og þótti litur- inn fara sérstaklega vel við ljóst hár fyrirsætunnar. Þetta var nú bara þannig að ég heyrði í útvarpinu að Seyma væri að hætta og hringdi til að at- huga með efni, en endaði svo nátt- úrulega bara með því að kaupa búðina,“ segir Guðrún Gerður Guð- rúnardóttir fatahönnuður, betur þekkt sem Gaga Skorrdal. Gaga er eigandi Blómálfsins á Vesturgötu 4 þar sem hún selur blóm, Trippen- skó og sína eigin hönnun úr ull, hör og silki. „Þetta er náttúrulega algjör bjartsýni, en ég hef alltaf verið bjartsýn og tek svo afleiðing- um gjörða minna seinna,“ segir Gaga brosandi og virðist ekki láta kreppuna hafa áhrif á sig. „Ég er mjög ánægð með hvað fólk tekur þessu vel. Það er góð aukning í blómunum, skórnir selja sig sjálf- ir og hönnunin mín gengur enn þá,“ bætir hún við. Í tilefni af opnun Seymu í Blóm- álfinum verður opnunarhátíð í dag frá klukkan 10 til 19 og heitt á könnunni. „Mér finnst skemmti- legt að halda þetta á verkalýðs- deginum því ég hef alltaf litið á mig sem verkamann og er stolt af því,“ segir Gaga. - ag Gaga Skorrdal keypti vefnaðarvöruverslun: Stækkar fyrirtækið í kreppunni Blómleg Gaga Skorrdal festi nýverið kaup á vefnaðarvöruversluninni Seymu, sem verður nú opnuð í Blómálfinum, Vesturgötu 4. MAGDALENA DUBIK, UNGFRÚ REYKJAVÍK „Í dag verður bara próflestur, en í kvöld æfi ég með píanista fyrir tónleika sem verða haldnir á Grand hóteli Reykjavík á sunnudaginn í tilefni af pólskum dögum á Grandinu. Á morgun ætla ég að leyfa mér að sofa aðeins út og fara í góðan göngutúr eða sund- ferð ef það verður gott veður, hitta svo vinkonurnar um kvöldið á kaffihúsi og slúðra smá.“ helgin MÍN Eftirsóttur ljósmyndari Tískuljósmyndarinn Saga Sigurðar- dóttir nýtur sívaxandi vinsælda er- lendis. Saga, sem er á sínu fyrsta ári í ljósmyndanámi í London, er ein af stúlkunum bak við reykjavik- looks.blogspot.com, en hún heldur einnig út eigin bloggsíðu á sagan- endalausa.blogspot.com og flickr- síðu með eigin myndum sem hafa vakið mikla athygli erlendis. Myndir Sögu hafa meðal ann- ars birst í norska Elle tíma- ritinu, spænsku útgáfunni af Glamour og Saga var nýver- ið í viðtali við litháíska tímarit- ið Pravda. Auk þess tók hún ný- verið myndir fyrir auglýsingaher- ferð spænska fatamerkisins Adolfo Dominguez sem er með rúmlega 200 verslanir úti um allan heim. Sushi-æði Það virðist ekkert lát vera á vin- sældum sushi hjá landsmönnum og stöðum sem bjóða upp á þenn- an japanska þjóðarrétt fer sífellt fjölgandi. Veitingastaðurinn Fisk- markaðurinn hefur ekki beint verið þekktur sem sushi-staður, en hefur nú hannað nýjan matseðil og býður upp á sér- stök sushi-hádegi á virkum dögum milli klukkan 11.30 og 14. Á staðnum er fiskurinn unninn eftir aldagamalli aðferð og mikið lagt upp úr gæðum svo þar ætti enginn að verða svikinn af nýjum sushi- matseðli. É g hef verið að þjálfa Jóhönnu síðustu tvo mánuði, þrisvar sinnum í viku í World Class Laugum og þrisvar í æfingastúdíói Sýr- lands í Vatnagörðum,“ segir Yesmine Ols- son einkaþjálfari, sem sér um sviðsetningu á framlagi Íslendinga til Eurovision-keppninnar í ár, sem haldin verður 12. maí í Moskvu. Eins og flestum er orðið kunnugt syngur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir lagið Is it true? með dygg- um stuðningi Heru Bjarkar, Friðriks Ómars og Ernu Hrannar í bakröddum, en með þeim spil- ar Börkur Birgisson á gítar og Hallgrímur Jens- son á selló. Aðspurð segir Yesmine Jóhönnu hafa staðið sig vel í undirbúningnum. „Það kom mér á óvart hvað Jóhanna er öflug og með sterka upphandleggs- vöðva. Hún var að lyfta lóðum langt yfir meðallagi svo ég minnkaði þyngdirnar hjá henni, en hún var í frjálsum íþróttum svo hún hefur mikið keppnisskap,“ útskýrir Yesmine, sem hefur unnið mikið með túlkun Jóhönnu á laginu og samspili hennar við sjónvarps vélar. „Aðaláherslan er lögð á að Jóhanna sé mið- punkturinn í stað þess að búa til mikið atriði í kringum hana. Ég held að það muni kom vel út fyrir Ísland í keppninni,“ segir Yesmine. Sviðsfötin í Eurovision skipta miklu máli og undanfarnar vikur hefur Margrét Einarsdóttir búningahönnuður unnið að glæsilegum kjól fyrir Jóhönnu í samstarfi við Kolbrúnu og Gunna í Anderson & Lauth og Berglindi í Klæð- skerahöllinni. „Þegar maður hlustar á lagið fær maður strax mjög sterka tilfinningu fyrir litum og formi. Þemað er ísinn og snjórinn með æv- intýralegum blæ. Þetta er mikill kjóll og fallega uppbyggður. Kjóllinn er blátóna og allur klæðn- aðurinn á sviðinu verður í svipuðum tónum allt frekar rómantískt, en samt „cool“,“ útskýr- ir Margrét sem sér einnig um annan klæðnað Jóhönnu í ferðinni. „Við erum búin að klæða Jóhönnu upp fyrir blaðamannafundi, partí og aðrar uppákomur því hún þarf alltaf að líta vel út. Þetta eru allt föt frá Andersen & Lauth, sem hafa verið alveg frábærir samstarfsað- ilar. Þetta er mikill klassi og Jóhanna á eftir að skína eins og stjarnan sem hún er,“ segir Margrét og Elín Reynisdóttir förðunarmeistari tekur í sama streng, en hún mun sjá um að farða Jóhönnu í Moskvu. „Karl Berndsen ætlar að þykkja og síkka á henni hárið með leng- ingum og lýsa það aðeins áður en við förum. Ég mun svo hugsa um að hafa hana ferska og stelpulega úti og ekki mála hana of mikið, eða mála hana mikið án þess að það sjáist, það er trixið,“ útskýrir Elín og brosir. - ag Yesmine Olsson, Elín Reynisdóttir og Margrét Einarsdóttir: ÚTLITIÐ Í EUROVISION Flottar Yesmine, Margrét og Elín fara til Moskvu og munu sjá um útlit Jóhönnu Guðrúnar yst sem innst. þetta HELST

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.