Fréttablaðið - 01.05.2009, Page 24

Fréttablaðið - 01.05.2009, Page 24
4 föstudagur 1. maí Steinunn Sigurðar- dóttir á langan feril að baki við tísku- og fata- hönnun og er margverð- launuð fyrir störf sín. Hún var yfirhönnuður hjá Gucci, Calvin Klein og La Perla, en stofnaði eigið fyrirtæki, STEiN- UNN, fyrir sjö árum og opnaði samnefnda versl- un við Bankastræti 9 í Reykjavík. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir og Indíana Ása Hreinsdóttir Ljósmyndir: Anton Brink É g var voðalega þakk- lát að fá svona góðar fréttir,“ segir Stein- unn Sigurðardóttir en hún var valin besti ís- lenski hönnuðurinn af málsmet- andi álitsgjöfum sem Föstudagur leitaði til. Margir komust á blað, en afgerandi fjöldi sagði hönnun Steinunnar standa upp úr. Fáir vita eflaust að íslensk fata- hönnun veltir um fimm milljörð- um króna á ári og innlend sala er áætluð um tveir milljarðar króna. Þetta kom meðal annars fram á fyrirlestri sem Steinunn hélt á síðasta degi vetrar um sóknar- færi á sviði íslenskrar hönnun- ar á aðalfundi Samtaka atvinnu- lífsins. „Ég tók saman að það eru 28 verslanir í miðbæ Reykjavíkur, frá Garðastræti að Snorrabraut, sem selja íslenska hönnun. Þar fyrir utan eru allar þær verslanir sem selja íslenska vöru, listasöfn- in og galleríin svo ég vil meina að svona í skjóli nætur sé miðbær- inn að verða hönnunar- og lista- hverfi Íslands. Það eru ekki allir drukknir í miðbænum,“ útskýrir Steinunn brosandi og segir mikla grósku vera í íslenskri hönnun og HönnunarMars vera eitt það sterkasta sem hefur gerst á því sviði á árinu. Til marks um vel unnin störf hlaut Steinunn aðalverðlaun Fé- lags kvenna í atvinnurekstri í fyrra og var fyrsti fatahönnuður- inn til að hljóta hin virtu Torsten and Wanja Söderberg-verðlaun, en það er aðeins brot af þeim viður- kenningum sem hún hefur hlot- ið um árin. Steinunn er nú byrjuð að hanna næstu línu fyrir vorið 2010 og er að klára framleiðslu á haustlínunni 2009 sem hún segir að vissu leyti endurspegla ástandið í þjóðfélaginu í dag. „Það áhugaverðasta við þá línu er hvað hún er einföld. Í augnablik- inu er flækingur ekki málið, bara einfaldleiki,“ segir Steinunn um haustlínuna. „Ég vann mikið með myrkrið, snjóinn og norðurljós- in sem eru venjulegir hlutir fyrir okkur Íslendinga, en við upplifum þá öll,“ bætir hún við. Aðspurð segist hún vissu- lega hafa fundið fyrir efna- hagsástandinu, en er full bjart- sýni. „Það er allt þyngra í vöfum og tekur lengri tíma, eins og til dæmis að panta efni. Mér finnst samt gott að fólk kaupir ekki af hvatvísi lengur, heldur hugsar hvort það þurfi flíkina og muni nota hana. Ég hef alltaf talað um að klassík sé lykilatriði í hönn- un því þú vilt geta tekið jakka út úr skápnum eftir tíu ár og verið VINSÆLASTI HÖNNUÐURINN Vor 2009 Vorlína Steinunnar var glæsileg, en hún er nú byrjuð að hanna næstu línu fyrir vorið 2010 og er að klára framleiðslu á haustlínunni 2009. Klassískt Steinunn fær gjarn- an innblástur frá náttúr- unni sem endurspegl- ast í hönnun hennar. í honum þá jafnt og í dag,“ segir Steinunn. SAGT VAR UM STEINUNNI „Á heimsmælikvarða, líka hvað varðar efnisvalið. Flíkurnar henn- ar endast og eru klassík.“ „Frumleg, fáguð og kann þetta „international look“.“ „Klassísk og stórglæsileg hönn- un. Steinunn hefur dregið vagn- inn í þessum bransa lengi.“ „Steinunn situr á toppnum með ótrúlega „details“, mjög fín efni og klassí flíkur. Líka á toppnum hvað verðmiðann varðar. Ótrúlega falleg og stílhrein hönnun.“ „Án efa einn af okkar hæfustu fatahönnuðum. Kann að fara með efnasamsetningar og nýta nátt- úruna í sköpun sinni. Með auð- þekkjanlegan stíl: kvenlegur en orka í fötunum hennar.“ „Hannar ótrúlega fallegar vörur. Hannar til að selja. Stendur al- gjörlega undir væntingum, búin að byggja upp flott vörumerki.“ „Fyrst og fremst. Allt tipptopp og til fyrirmyndar, efni, efnisval og frágangur, enda margverðlaunuð. Vinnur út frá íslenskri náttúru þótt það sé varla fyrir nokk- urn manna að kaupa vöruna vegna verðlagsins.“ „Elegant og smart, eng- inn heimasaums-amat- örabragur á henni.“ „ H u g v i t s a m l eg o g fáguð hönnun byggð á ígrundaðri hugmynda- fræði hvað varðar form, liti og kvenlíkamann.“ „Hefur fengið viðurkenn- ingu víða, dugleg við að kortleggja Ísland og held- ur fast í rætur sínar. Spennandi, ekki b a r a s e m hönnuð- ur heldur l íka sem persóna. Sumar- l ínan er meirihátt- ar! Algjör- lega í sér- klassa.” Eftirsótt Hönnun Steinunnar þykir klassík og hefur vakið at- hygli úti um allan heim.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.