Fréttablaðið - 01.05.2009, Side 34

Fréttablaðið - 01.05.2009, Side 34
22 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Stelpurnar eiga svo eftir að elska þetta tattú af skötu! HEIMUR Vertu harður Maggi! Kremdu þennan litla djöful! Ég finn ekki skóna mína! Kíktu útfyrir. Ég henti einhverju út í gær. Útskýringar með Mjása og Lalla Sjáðu! Það er komið nýtt tungl! Hvað var að því gamla? Mamma! Góðar fréttir! Má ég segja henni! Ég er búinn að stækka upp í næsta glugga! Frábært! Þá þarf ég að þrífa kám af þremur gluggum! Ég sagði að þetta væru góðar fréttir! Vorboðarnir eru margir „hér á landi á“, eins og meistari Hallbjörn Hjartarson myndi líklega orða það. Flestir þeirra eru þó sannkallaðir úlfar í sauðagærum, að minnsta kosti hvað sjálfan mig varðar. Lóan sem kveður burt snjóinn og leið- indin og ég veit ekki hvað og hvað er ágæt. En systir lóunnar, krían, er hins vegar óþolandi. Hávaðinn sem þessi skaðræðis- skepna gefur frá sér særir viðkvæmar hljóðhimnur verr en Coldplay-lög á hæsta styrk, auk þess sem hún er sýknt og heilagt að böggast í sára- saklausu mannfólkinu. Sú leið- indatilhneiging kríunnar að ráðast á hæsta punkt var mér endalaus uppspretta leiðinda þegar ég starfaði sem leiðbein- andi á sumarnámskeiði fyrir börn eitt sumarið. Í göngu- túrum úti á Gróttu var ég óhjákvæmilega hæstur viðstaddra, og varð því fyrir tíðum morðtilraunum af goggi vorboðans ljúfa. Guð forði Mjallhvíti frá því að fá sér skreppitúr með vinum sínum dvergunum sjö á fögru landi ísa. Annar þekktur vorboði er nýslegið gras. Ilmurinn af því er raunar ansi góður og hressandi, en gamanið kárnar fljótt þegar bölvuð heymæðin lætur á sér kræla. Augun fyllast af tárum, nefið af hori og hugurinn af myrkri. Skemmtilegt eða hitt þó heldur. Hress ungmenni í grímubúningum að dimmitera í miðbænum tengjast svo komu vorsins órjúfanlegum böndum, og fyrri hluta dags getur verið gaman að fylgjast með slíkum gjörningi. Þegar kvölda tekur víkur hressleikinn þó oftar en ekki fyrir óminnishegranum illræmda, fyllerísrugli, slagsmálum og ælu. Fátt er svo með öllu gott að ekki (vor)boði nokkuð illt. Vorboðar og váboðar NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.