Fréttablaðið - 01.05.2009, Page 42

Fréttablaðið - 01.05.2009, Page 42
30 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR > LYKILMAÐURINN Arnar Grétarsson hefur spilað stórt hlutverk með Breiðabliki undanfarin sumur. Arnar hefur verið kjölfestan á miðju liðsins og hefur miðlað af reynslu sinni til ungra og efnilegra leikmanna sem er nóg af í Blikaliðinu. Ábyrgðin verður enn meiri á Arnari í sumar því auk þess að bera fyrirliða- bandið áfram er hann orðinn aðstoðarþjálfari liðsins. Arnar nær því að öllum líkundum í sumar að verða leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR BREIÐABLIKI 8. SÆTINU Í PEPSI-DEILDINNI SUMARIÐ 2009 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2008 8. sæti í A-deild 2007 5. sæti í A-deild 2006 5. sæti í A-deild 2005 1. sæti í B-deild 2004 4. sæti í B-deild 2003 7. sæti í B-deild AÐRIR LYKILMENN GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON ARNÓR SVEINN AÐALSTEINS- SON FINNUR ORRI MARGEIRSSON GENGI Á VORMÓTUNUM Sigrar Jafntefl i Töp 2 5 > X-FAKTORINN Markaskorarar Blikaliðsins eru flestir farnir frá liðinu en liðið hefur misst leikmenn sem skoruðu tæplega áttatíu prósent marka liðsins í fyrrasumar. Það þarf því að finna einhverja til að skora mörkin fyrir Breiðablik í sumar. FÓTBOLTI Framtíð Vaduz-félaganna Gunnleifs Gunnleifssonar og Guðmundar Steinarssonar er í óvissu. Guðmundur verður ekki áfram í herbúðum liðsins en Gunnleifur gæti verið áfram þar sem Vaduz ætlar að bjóða honum nýjan samning. Gunnleifur er þó með fleiri járn í eldinum og lið af Bretlandseyjum hafa verið að bera víurnar í hann. „Þetta eru lið í skosku úrvalsdeildinni og ensku 1. deildinni. Ég veit lítið meira enda rétt farinn að spá í framhaldið hjá mér,“ sagði Gunnleifur en góð frammistaða hans í landsleiknum gegn Skotum vakti áhuga félaganna á honum. Gunnleifur segist vel geta hugsað sér að vera áfram hjá Vaduz. Þó með þeim formerkjum að hann verði markvörður númer eitt. Hann hefur mátt verma tréverkið hjá liðinu meira og minna en einn efnilegasti markvörður Þjóðverja hefur staðið á milli stanganna. Sá er þó væntanlega á förum til Þýskalands. „ É g e r opinn fyrir öllu og loka ekki á neitt. Svo gæti vel farið að ég spili heima í sumar þegar ég verð löglegur. Þetta á allt eftir að koma í ljós.“ Guðmundur segir það öruggt að hann verði ekki áfram í herbúðum Vaduz. „Ég held að það sé alveg ljóst að ég muni ekki framlengja samning minn hér,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „Það er enn mánuður eftir af tímabilinu og þá mun ég skoða hvaða möguleikar standa mér til boða.“ Félagaskiptaglugginn hér á Íslandi er lokaður frá 15. maí til 15. júlí og því hverfandi líkur á því að hann geti samið við íslenskt lið áður en tímabilinu í Sviss lýkur. Sama staða er hjá Gunnleifi. „Ég hef svo sem ekkert verið að skoða þann möguleika að fá mig lausan hér fyrir 15. maí enda hefur ekkert lið á Íslandi verið að bera víurnar í mig. Þar fyrir utan er mér aðeins heimilt að framkvæma tvö félagaskipti á milli landa á einu ári og því verð ég að vanda valið vel.“ Hann segist þó opinn fyrir því að koma aftur til Íslands í sumar, þó svo að hann missi af fyrri hluta tímabilsins. „Ég er nú ekki að yngjast og þætti allt í góðu að koma heim aftur nú.“ Vaduz er sem stendur í neðsta sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar en eitt lið fellur úr deildinni. Það eru fimm stig í næsta lið en Guðmundur segir það enn mögulegt að halda sætinu. - hbg / - esá Ekki löglegir fyrr en í júlí Fari svo að Gunnleifur Gunnleifsson og Guðmundur Steinarsson spili hér heima í sumar verða þeir ekki löglegir fyrr en 15. júlí. Guðmundur fer frá Vaduz en félagið vill halda Gunnleifi, sem er í skoðun hjá liðum á Bretlandseyjum. VADUZ-VINIR Framtíð þeirra Guðmundar Steinarssonar og Gunnleifs Gunnleifssonar er óljós. Þó er ljóst að þeir gætu aldrei spilað á Íslandi fyrr en 15. júlí ef þeir ákveða að koma aftur heim. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR & VILHELM Breiðablik endaði í 8. sæti í efstu deild í fyrra eftir að hafa gefið eftir á lokasprettinum. „Miðað við breytingar á mannskap er kannski ekki skrítið að okkur sé spáð 8. sætinu. Það eru tíu leikmenn farnir af þeim sem voru í kringum liðið á síðasta tímabili,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. „Við spiluðum á mörgum ungum leikmönnum í fyrra og það gæti komið sér vel núna. Það er bara ekkert bolmagn í félaginu til þess að fara í einhverja liðssöfnun. Við byggjum þetta innan frá,” segir Ólafur en hann viðurkennir að brottfallið hafi verið mikið í sóknarhugsandi leikmönnum. „Við erum ekki með augljósan mann sem á að skora öll mörkin. Menn verða bara að sýna það að þeir geta skorað,“ segir Ólafur. Breiðablik hefur misst alla fimm útlendingana sem og þá Jóhann Berg Guðmundsson, Marel Baldvinsson, Steinþór Frey Þorsteinsson og Magnús Pál Gunnarsson. „Við lentum í áttunda sæti í fyrra sem ég vil nú meina að hafi verið mun neðar en spila- mennskan og efni stóðu til. Við viljum gera betur en í fyrra þó svo að við höfum misst marga leikmenn,“ segir Ólafur. „Í fyrra sagði ég að þetta lið hefði burði til að vera í toppbaráttu sem við vorum lengi vel. Þá fannst mönnum það sérstaklega gaman þegar það tókst ekki. Ég veit alveg hvað þessir strákar geta og hvað þetta lið getur. Ég ætla ekki á neinum tímapunkti nota það sem afsökun að níu leikmenn hafi farið. Það verður byggt á því sem er og unnið með það sem við höfum. Ég get staðfest það að stefnan er sett á mun hærra sæti en áttunda sætið án þess að gefa það sæti nánar upp,“ segir Ólafur að lokum. Stefnan er sett á mun hærra sæti FÓTBOLTI Jóhann Þórhallsson mun missa af fyrstu umferðum Pepsi- deildarinnar í sumar þar sem hann er nú í námi í Bretlandi. Hann kemur heim um miðjan júní en þá í engu leikformi þar sem hann hefur lítið sem ekkert æft fótbolta síðan síð- asta tímabili lauk. „Ég ákvað að fara í masters-nám í Brighton í Englandi og því lýkur ekki fyrr en um miðj- an júní,“ sagði Jóhann. Hann er enn samn- ingsbundinn Fylki og sagði að það hefði verið ljóst þegar hann samdi við félagið á sínum tíma að hann færi utan í námið. „Ég hef verið duglegur að æfa sjálfur í ræktinni en lítið komið við bolta,“ bætti hann við. „Fótboltinn hefur alla tíð verið í fyrsta sæti hjá mér og ég ákvað að nú mætti hann stíga aðeins til hliðar vegna námsins. Ég er þó alls ekki hættur og ætla að virða minn samning við Fylki.“ - esá Jóhann Þórhallsson verður með Fylki í sumar: Kemur um miðjan júní Umspil um N1-deild karla Afturelding - Stjarnan 32-22 Markahæstir hjá A.: Hilmar Stefánsson 7/2, Jóhann Jóhannson 7/1, Bjarni Þórðarson 5. Varin skot: Smári Guðfinsson 15, Kristófer Guðmundsson 1/1. Markahæstir hjá S.: Björgvin Hólmgeirsson 10, Daníel Einarsson 5. Varin skot: Þorgils Jónsson 6, Roland Eradze 2. UEFA-bikarinn Dynamo Kiev - Shakhtar Donetsk 1-1 Werder Bremen - Hamburger SV 0-1 Norska úrvalsdeildin Brann - Lilleström 3-1 Birki Már Sævarsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason voru allir í byrjunarliði Brann. Gylfi Einarsson kom inn á sem varamaður en Ármann Smári Björnsson var á bekknum. Meistaradeild Evrópu Rhein-Neckar Löwen - Kiel 31-30 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir Löwen, þar af tvö úr víti. ÚRSLIT Síðasta sýningarhelgi Gerðarsafn, Kópavogi. Aðgangur ókeypis. Notið Þjóðargjöfina 2009 og fáið bókina á aðeins 2000 kr. –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | Sími 899 7839 | crymogea@crymogea.is Þessi ávísun er 1.000 króna gjöf frá bókaútgefendum o g bóksölum. Ávísunin veitir þér 1.000 kr. afslátt af bókakaupum. H ún gildir í bókabúðum þegar keyptar eru bækur útgefnar á Íslandi fyrir 3.000 kr. að lágmarki.   Gildir til 4. maí 2009 jóðargjöf til þín Kr. 1.000 HANDBOLTI Afturelding tryggði sér í gær oddaleik í rimmu liðsins við Stjörnuna um sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð. Liðin áttust við í Mosfellsbæ þar sem heima- menn unnu tíu marka sigur, 32-22, en þetta var annar leikur liðanna. Stjarnan vann fyrsta leikinn og mætast liðin því í hreinum úrslita- leik um hvort liðið leikur í efstu deild karla á næstu leiktíð í Garða- bænum á mánudaginn. Það voru gríðarleg læti á áhorf- endapöllunum í gamla íþróttahús- inu að Varmá og stemningin mikil hjá stuðningsmönnum Afturelding- ar. Það virtist slá gestina út af lag- inu í upphafi leiks en þeir jöfnuðu sig fljótlega og komust yfir, 6-5. En þá skoruðu Mosfellingar fimm mörk í röð náðu fimm marka forystu fyrir leikhlé, 15-9. Þeir voru svo ekki nema fimm mínútur í síðari hálfleik að auka þann mun í tíu mörk og þar með var sigurinn í raun tryggður. Smári Guðfinnsson átti góðan leik í marki Aftureldingar, sem var í raun betri aðilinn á öllum svið- um handboltans í gær.„Það skipt- ir gríðarlega miklu máli að vera með svona góðan stuðning,“ sagði Hilmar Stefánsson, fyrirliði Aftur- eldingar. „Nú fáum við stuðnings- mennina með okkur í oddaleikinn og þá förum við alla leið.“ - esá Afturelding tryggði sér oddaleik gegn Stjörnunni: Yfirburðir Mosfellinga ODDALEIKUR Ásgeir Jónsson og félagar í Aftureldingu unnu Stjörnuna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.