Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2009, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 01.05.2009, Qupperneq 46
34 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR Jóhanna keppir við strippara Jóhanna Guðrún hefur fengið óvæntan keppinaut, komist hún og lagið Is It True á annað borð í úrslitakeppnina. Þjóðverjar til- kynntu nýlega að bandaríska undir- fatafyrirsætan Dita Von Teese myndi taka þátt í þýska atriðinu. Það eru tónlistarmennirnir Alex Christensen og Oscar Loya sem flytja lagið Mrs. Kiss Kiss Bang. Þjóðverjar hafa ekki riðið feit- um hesti frá Eurovision undan- farin ár þrátt fyrir mikinn metn- að. Þeir hafa þó ekki þurft að hafa áhyggjur af því að þurfa taka þátt í undan keppninni því Þýskaland er með sjálfkrafa þátttökurétt ásamt Bretum, Frökkum og Spán- verjum. Dita Von Teese heitir réttu nafni Heather Sweet og er hvað þekktust fyrir burlesque-sýning- ar sínar sem ganga út á ögrandi og fáklædda dansara. Nafn Ditu hefur þó lengst af verið tengt við goth-rokkarann Marilyn Manson en þau voru gift í heilt ár. Þetta vakti eðlilega mikla athygli enda Manson frekar ófrýni- legur náungi og voru þau yfirleitt kölluð Fríða og dýrið. - fgg 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. svari, 6. sjúkdómur, 8. kjökur, 9. sigað, 11. 950, 12. töng, 14. einkenn- is, 16. skammstöfun, 17. ringulreið, 18. ennþá, 20. ólæti, 21. kropp. LÓÐRÉTT 1. umstang, 3. átt, 4. skrápdýr, 5. angan, 7. hnöttur, 10. skítur, 13. flík, 15. sáttargerð, 16. kviksyndi, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. ansi, 6. ms, 8. væl, 9. att, 11. lm, 12. kjafi, 14. aðals, 16. fr, 17. tjá, 18. enn, 20. at, 21. nart. LÓÐRÉTT: 1. ómak, 3. nv, 4. sælilja, 5. ilm, 7. stjarna, 10. tað, 13. fat, 15. sátt, 16. fen, 19. nr. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 David Lynch. 2 Norðmenn. 3 1,33 prósent. „Já, ég get staðfest það að lögreglan hafði samband við mig og vildi gera rafbyssuna upptæka. Við munum að sjálfsögðu verða við þeirri beiðni enda viljum við engin eftirmál vegna þessa uppátækis,“ segir Pálmi Guðmunds- son sjónvarpsstjóri á Stöð 2. Sérkennilegt mál er upp komið í kjölfar þeirrar fréttar Fréttablaðsins að þeir léku lausum hala Sveppi og Auddi með rafbyssu. Byssuna notuðu þeir til að stuða samstarfs- menn sína á Stöð 2 og kunnu flestir þeim litlar þakkir. En megintilgangurinn, ástæða þess að þeir voru með byssuna uppi við, var að nota byssuna sem tæki í þátt sinn og í atriði sem tekin voru upp fyrir árshátíð 365. Meðal þeirra sem fengu að kenna á byss- unni voru Ari Edwald forstjóri fyrirtækis- ins og svo í eftirleiknum, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsstjarna. Blaðamaður Fréttablaðsins varð vitni að því, en í síma- viðtali rak Logi óvænt upp skaðræðis vein. Að sögn Sveppa kjökraði þessi stóri maður eins og lítil stelpa en reiddist svo ofboðs- lega. „Alveg þess virði að sjá það,“ sagði Sveppi kátur við það tækifæri. Að sögn Pálma þá var ekki um það að ræða að þáttur Sveppa og Audda þar sem rafbyssan kemur við sögu yrði sendur út nema að henni væri skilað. Hann leggur á það áherslu að rafbyssan sé skaðlaus í sjálfu sér þó mönnum sem fyrir stuðinu verða geti brugðið í brún. Hún gengur fyrir venjuleg- um rafhlöðum. Ekki náðist í þá Sveppa og Audda vegna málsins en byssuna munu þeir vera með í láni hjá vini Audda sem mun víst ekkert tiltakanlega ánægður með þróun mála. - jbg Rafbyssa Sveppa og Audda gerð upptæk SVEPPI OG AUDDI Lögreglan hafði engan húmor fyrir því að þeir þessir væru að valsa um með rafbyssu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VERÐUGUR KEPPINAUTUR Eurovision-sérfræðingar segja ákveðið sakleysi svífa yfir vötnum hjá Jóhönnu, sem ætti að vera gott mótvægi við Ditu strippara. „Það kom aldrei nein önnur til greina,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri. Gengið hefur verið frá samningum við Ágústu Evu Erlendsdóttur um að hún taki að sér hlutverk Bjarnfreðar, móður Georgs Bjarnfreðarsonar, í kvik- myndinni Bjarnfreðarson. Myndin er byggð á persónum úr sjónvarpsþáttunum vinsælu, Næturvaktinni og Dagvaktinni, en hún mun fara fram og aftur í tíma. „Í fortíðinni nær hún yfir tólf ára tímabil í lífi Georgs, frá því að hann fæðist og þar til hann verður tólf,“ útskýrir Ragnar en sá tími mun ná frá árunum 1964 til 1978. Nútímahlutinn gerist hins vegar nokkrum árum eftir að þeir félagar losna út af Litla-Hrauni og lýsir því hvernig þeim gengur að takast á við lífið utan fangelsis- múranna. Ragnar telur Bjarnfreðarson vera fjölskyldusögu. „Við erum búnir að vera á bensínstöð, hót- eli og fangelsi en núna má eigin- lega segja að við hertökum íslensk heimili,“ segir Ragnar en reiknað er með að tökur hefjist nánast um leið og tökum á Fangavaktinni lýkur, um miðjan júní. „Já, menn hafa þurft að leggja ýmislegt á sig útlitslega fyrir hlutverk sín og því þótti okkur bara best að klára þetta sem fyrst.“ Jón Gnarr, Jörundur Ragn- arsson og Pétur Jóhann Sigfús- son endurtaka hlutverk sín sem Georg, Daníel og Ólafur Ragnar og þau Arnar Jónsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir verða í hlutverkum föður og móður Daní- els. Svo bætast við hópinn tengda- fjölskylda Daníels en það verða þau Örn Árnason og Helga Braga sem leika tengdaforeldrana og Jóhannes Haukur Jóhannesson verður í hlutverki mágs Daníels. Sara Margrét verður síðan auðvit- að í hlutverki sínu sem barnsmóð- ir Daníels. Þrátt fyrir að húmorinn svífi yfir vötnum í þáttunum og vænt- anlega einnig í kvikmyndinni er aldrei langt í tragedíuna og Bjarn- freðarson kafar nokkuð djúpt ofan í sálarfylgsni Georgs. „Myndin fjallar eiginlega um það hvernig maður eins og Georg verður að skrímsli og hvernig honum tekst að verða maður á ný,“ segir Ragn- ar. „Hún fjallar um uppeldið og afleiðingar af því, eiginlega synd- ir feðranna.“ freyrgigja@frettabladid.is RAGNAR BRAGASON: STÓRLEIKARAR Í HVERRI RULLU Í BJARNFREÐARSON Ágústa Eva leikur mömmu Georgs Bjarnfreðarsonar „Það er Eldsmiðjan. Ég elska að fá mér stóra pizzu með rjóma- osti, jalapenos, grænum ólífum, hvítlauk og pepperoni. Það er langbesta pizzan.“ Roland Hartwell tónlistarmaður. ÞEKKTIR LEIKARAR Í BJARNFREÐARSON Ágústa Eva Erlendsdóttir stekkur aftur fram sjónarsviðið eftir nokkurt hlé og leikur mömmu Georgs Bjarnfreðar- sonar. Örn Árnason og Helga Braga Jónsdóttir leika tengdaforeldra Daníels í kvikmyndinni Bjarnfreðarson en tökur á henni hefjast væntanlega um miðjan júní. Hún er byggð á sjónvarps- þáttunum vinsælu um þá Ólaf Ragnar, Daníel og Georg Bjarnfreðarson. Leikstjóri verður sem fyrr Ragnar Bragason. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, gerir fleira en að láta hirða af sér peninga í póker. Því hann er jú einkaþjálfari í Sporthúsinu. Hans nýjasti skjólstæðingur hyggst koma sér í gott form fyrir annasama dagskrá framundan en það er sjálf Sandy úr Grease eða Ólöf Jara Skagfjörð. Gillz hyggst ekki taka hana neinum vett- lingatökum enda krefst hlutverkið mikils líkamlegs úthalds, byggist á dansi og söng. Fyrsti tíminn ku því vera strax á mánudag- inn. Ari Kristinsson, formaður samtaka íslenskra kvikmyndafram- leiðenda, er strax farinn að láta til sín taka í nýju starfi. Hann hefur nú falið lögfræðingi samtakanna að segja upp samningi við félag íslenskra leikara. Síðasti samn- ingur var gerður 2003 og átti að standa til 2005. Lítið hefur verið gert í samningsmálum þar til nú en framleiðendur kvikmynda og sjónvarps- þátta horfa nú í hverja krónu og þótti taxti leikara vera orð- inn helst til of hár. Formað- ur félags íslenskra leikara er Randver Þorláks- son. Heldur hefur fjarað undan góðu áhorfi á sjónvarpsþátt Karls Berndsen en hann var um tíma vinsælasti sjónvarpsþáttur Skjás eins. Samkvæmt nýjustu mæling- um Capacent Gallup mældist hann með þrettán prósenta áhorf og stendur vinsælasta þætti stöðvar- innar, CSI, langt að baki. Hins vegar sannaði Spaugstofan tilverurétt sinn um kosningahelgina því úrval bestu þátt- anna var vinsælasta sjónvarpsefnið þegar þjóðin gekk að kjörborðinu. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI PLASTPARKET TILBOÐ w w w .t h is .i s/ kr o ss g a tu r w w w .t h is .i s/ kr o ss g a tu r 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.