Fréttablaðið - 01.05.2009, Side 48

Fréttablaðið - 01.05.2009, Side 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er föstudagurinn 1. maí, 121. dagur ársins. 5.07 13.25 21.46 4.40 13.10 21.42 BYGGJUM RÉTTLÁTT ÞJÓÐFÉLAG 1 . M A Í 2 0 0 9 Í yfir 90 ár hefur styrkur og samtakamáttur verka lýðshreyfingarinnar gjörbreytt íslensku samfélagi til hins betra. Með bankahruninu breyttist hins vegar margt. Íslensk þjóð er í alvarlegum vanda en hann er ekki óyfirstígan- legur. Við þessar aðstæður verðum við að hafa kjark til að horfast í augu við staðreyndir, bregðast við þeim og leita nýrra leiða að sam- eiginlegum markmiðum. Göngum til aðildarvið- ræðna við ESB og leggjum varanlegan grunn að stöðugleika og uppbyggingu hér á landi. Tökum höndum saman um að endurreisa Ísland á grund- velli norrænna velferðargilda. Þannig byggjum við réttlátt þjóðfélag. Til hamingju með daginn! Fulltrúar bandaríska verkalýðs-sambandsins lögðu það til árið 1889 á þingi Alþjóðasambands sósíal- ista í París að 1. maí yrði gerður að alþjóðlegum baráttudegi verka- lýðsins. Lagt var til að dagurinn yrði nýttur til að berjast fyrir átta stunda vinnudegi og bættum réttind- um í þágu launþega. Við tók mikið og metnaðarfullt starf sem skilaði vinn- andi fólki stórbættum réttindum og mannúðlegra samfélagi. STIKLI maður milli frétta af þessum degi síðustu ár er ekki laust við að maður finni fyrir hrolli. Það er svo- lítið táknrænt að það litla sem minnir lesanda Fréttablaðsins á sögu þessa dags árið 2005 er auglýsing frá VR. Í henni er fólk hvatt í göngu og að henni lokinni boðað í kaffi á Broad- way. Á sömu síðu er fréttaskýring á því hve mikið KB-bankamenn höfðu grætt á þeim tveimur árum sem þá voru liðin frá einkavæðingu. Rætt var við þá bankastjóra Hreiðar Má Sigurðsson og Sigurð Einarsson, sem sögðu hæversklega frá því að þetta væri viðunandi árangur auk þess sem þeir sögðu frá næstu landvinn- ingum sínum í viðskiptum. Eflaust hefur verkalýðsleiðtoganum í VR og stjórnarmanni Kaupþings, Gunnari Páli Pálssyni, þótt skemmtilegt að sjá að fyrirtækin tvö sem greiddu honum svo rífleg laun lentu á sömu síðu. 1. MAÍ 2006 ríkti ótti við útbreiðslu fuglaflensu, Bakkavararbræður keyptu eitthvert eftirréttafyrirtæki í Bretlandi fyrir 18 milljarða, Silvía Nótt trekkti að á netinu, VR hvatti til virðingar og réttlætis og lögfræði- stofa borgaði rúmar áttatíu milljón- ir fyrir hús sem átti að kosta helm- ingi minna. 1. MAÍ ÁRIÐ 2007 er Bjarni Ármanns skellihlæjandi á forsíðu- mynd Fréttablaðsins í tilefni af því að hann var að láta af störfum hjá Glitni með gríðarlega ríflegan starfslokasamning. Þann dag bár- ust þó einnig fréttir af veikindum starfsmanna á Kárahnjúkum vegna bágra vinnuaðstæðna, sagt var frá því að fjármálaráðherra hefði tekið tilboðið Geysis Green í Hitaveitu Suðurnesja og kröfugönguna notaði sælgætisframleiðandinn til að taka upp auglýsingar fyrir Tópas. 1. MAÍ ÁRIÐ 2008 var forsíðu- fyrirsögnin í Fréttablaðinu: Neyðar- ástandi aflýst, en þann dag höfðu hjúkrunarfræðingar ákveðið að ganga út vegna óánægju sinnar með sparnaðaraðgerðir á Landspítalan- um, rætt var um framboð í Öryggis- ráðið og William Fall, forstjóri Straums Burðaráss, sagði gleðiefni að á fyrsta ársfjórðungi hefði náðst 2,6 milljarða hagnaður þrátt fyrir aukna erfiðleika á fjármálamörk- uðum. Tímarnir breytast. 1. maí

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.