Fréttablaðið - 11.05.2009, Side 4
4 11. maí 2009 MÁNUDAGUR
„Mér líst vel á að hafa þau Gylfa
og Rögnu áfram,“ segir Birgitta
Jónsdóttir,
þingflokks-
formaður Borg-
arahreyfing-
arinnar. Meiri
friður geti
verið um ópólit-
íska ráðherra.
Birgitta seg-
ist einnig til-
tölulega ánægð
með að tillaga
um aðildarviðræður að Evr-
ópusambandinu verði útkljáð á
Alþingi.
„Ég held að það sé skásta lausn-
in eins og staðan er í dag,“ segir
hún. Þjóðin þoli ekki meiri skot-
grafahernað um stór mál sem
þetta. „Og við viljum að stofnun
verði sett á laggirnar, sem miðli
ópólitískum upplýsingum um
ESB-aðild til almennings.“ - kóþ
Bót í máli
Átt þú rétt á slysabótum?
Fyrsta flokks ráðgjöf um bótarétt vegna slysa
- þér að kostnaðarlausu
S L Y S A B Æ T U R
Sími: 520 2900
landslog.is
NÝ RÍKISSTJÓRN
BIRGITTA JÓNS-
DÓTTIR
Gott að hafa
Gylfa og Rögnu
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
23°
26°
16°
14°
17°
16°
24°
14°
14°
20°
13°
26°
20°
33°
14°
21°
16°
11°
Á MORGUN
Sunnan 5-10 m/s, en
10-15 vestan til.
MÁNUDAGUR
Fremur hæg SA-átt,
hvassast SV-til.
8
8
7
12
11
13
12
9
8
9
3
14
13
16
15
13
9
7
7
9
7
15
11
12
14
13
12
18
12
13
16
12
11
HLÝINDI Það
má segja að það
verði snemmbúin
hitabylgja í vikunni
með tveggja stafa
hitatölum um
nánast allt land
og allt að 18 stiga
hita norðaustan-
lands. Næstu daga
verður sannkallað
sumarveður norð-
austanlands en á
suðvesturhorninu
verður hvassara og
þungbúið.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
„Það væri betra hjá þeim að þjóð-
nýta fyrirtækin strax í stað þess
að fara þessa leið og eyðileggja
þau þannig,“ segir Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ. Hann er afar ósáttur við það
að ríkisstjórnin skuli ætla að inn-
kalla veiðiheimildir á 20 árum og
segir útgerðarfyrirtækin ekki
þola það.
„Það er miðað við að þetta taki
gildi 1. september 2010 og það er
okkar verkefni núna að sannfæra
fólkið um hversu skaðvænlegt
þetta er.“ Hann segir enn fremur
að markmiðin sem sett eru upp í
stjórnarsáttmálanum gangi hvort
gegn öðru. „Það segir að skapa
eigi greininni bestu rekstrarskil-
yrði sem völ er á og treysta rekstr-
argrundvöllinn til langs tíma. En á
sama tíma er verið að grafa undan
rekstrargrundvellinum og lang-
tíma hugsun.“
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, sagði á blaða-
mannafundinum í gær að þessi
aðgerð væri vissulega ekki hafin
yfir gangrýni en engum dytti í hug
að fara í þær ef þær yrðu til þess
að sjávarútvegur færi á hausinn og
tæki bankana með sér í fallinu eins
og útreikningar útgerðarmanna
hafa sýnt fram á. „En það er ekki
svo að innkallaðar veiðiheimildir
hverfi til himna, þeim verður úthlut-
að aftur þannig að það er margt við
þessar hugmyndir að athuga.“ - jse
Væri skárra að þjóðnýta strax
FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON
STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardótt-
ir forsætisráðherra tilkynnti í
gær að Ásta R. Jóhannesdóttir
yrði forseti Alþingis.
Fráfarandi forseti, Guðbjartur
Hannesson, segir tvær ástæður
helstar fyrir því að hann hætti.
„Ég sækist ekki mjög eftir því
[starfinu] og mig langar að vera
aktívur í vinnu sem tengist mínu
kjördæmi og landinu í heild. Ég
vona að ég fái tækifæri til þess
í nefndastarfi.“ Hin ástæðan sé
sú að Samfylkingin styðjist við
reglur um jafnt kynjahlutfall
„sem ég styð eindregið“. - kóþ
Vill þjóna sínu
kjördæmi betur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknar býst við
að ESB-tillagan verði samþykkt á
Alþingi. Samfylkingu einni verði
þó aldrei falið að semja fyrir
Íslands hönd.
Það að
stjórnin ætli
stjórnar-
andstöðunni
að leysa úr
svo mikilvægu
máli geri nýaf-
staðna stjórnar-
myndun líklega
þá döprustu á
lýðveldistím-
anum.
„Ég óska þessari stjórn vel-
farnaðar en er mjög svartsýnn,“
segir Sigmundur. Mikið vanti
upp á raunhæfar aðgerðir í þágu
heimila og fyrirtækja. - kóþ
ESB-tillaga lík-
lega samþykkt
SIGMUNDUR DAVÍÐ
GUNNLAUGSSON
Fráfarandi ráðherra og fyrrver-
andi þingmaður, Kolbrún Hall-
dórsdóttir, segist sátt við sín verk
í umhverfisráðuneytinu. Hún líti
svo á að með þingmennskunni
hafi hún klárað tíu ára strembið
meistaranám, og nú ætli hún að
taka sér sinn tíma til að ákveða
doktorsverk-
efnið.
„Ég er sann-
færð um að
örlaganornirn-
ar spinna eitt-
hvað,“ segir
hún. Kolbrún
hefur verið
orðuð við
nýlega auglýst
starf Þjóðleik-
hússtjóra en vill
ekki segja hvort hún sæki um.
Hún viti ekki hvort Tinna Gunn-
laugsdóttir haldi áfram. „Það er
ekki auðvelt að sækja um á móti
sitjandi leikhússtjóra,“ segir hún.
- kóþ
Sátt við verk sín
KOLBRÚN HALL-
DÓRSDÓTTIR
Þáttaskil eru í utanríkisstefnu
Íslands við ákvörðun ríkisstjórn-
ar Samfylkingarinnar og VG um
að leggja fram tillögu á Alþingi um
að sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu.
Utanríkisráðherra mun leggja
tillöguna fram á fyrstu starfsdög-
um þingsins en þingsetning verður
á föstudag.
Í stjórnarsáttmálanum segir
að víðtækt samráð verði á vett-
vangi Alþingis og við hagsmuna-
aðila um samningsmarkmið og
umræðugrundvöll viðræðnanna.
Enn fremur er tekið fram að stuðn-
ingur stjórnvalda við samninginn,
þegar hann liggur fyrir, sé háður
ýmsum fyrirvörum um niðurstöð-
una út frá hagsmunum Íslendinga
í sjávarútvegs-, landbúnaðar-,
byggða- og gjaldmiðilsmálum, í
umhverfis- og auðlindamálum og
út frá almannaþjónustu.
Andrési Péturssyni, formanni
Evrópusamtakanna, lýst ágætlega
á þessa fyrirætlan ríkisstjórnar-
innar. „Þegar til lengri tíma er
litið er eflaust betra að þingið fái
að tjá sig um málið svo það fari þá
með blessun þess. Ég vona bara
að menn leggist ekki í málþóf.“
Andrés er bjartsýnn á að tillaga
um aðildarviðræður verði sam-
þykkt og sömuleiðis að samningur
við Evrópusambandið verði okkur
hliðhollur. „Ef hann verður slæm-
ur þýðir það bara að ESB vill ekki
fá okkur inn.“
Ragnar Arnalds, formaður
Heimssýnar, er ósáttur við áform
ríkisstjórnarinnar. „En þarna eru
fimm þingmenn sem eru ákveðnir
í að greiða atkvæði á móti og þeir
geta orðið fleiri. Það stefnir í mikið
samningaþóf,“ segir hann og minn-
ir á að afstaða stjórnarandstöðunn-
ar sé ekki einhlít heldur. Ragnar
telur samskiptum Íslands og ESB
teflt í hættu. „Það er vafalaust ekki
hægt að gera samskiptum ESB og
Íslands jafn mikinn grikk og þann
að fara í aðildarviðræður og fella
samninginn svo í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þetta hefur komið Norð-
mönnum í koll.“ bjorn@frettabladid.is
Víðtækt samráð um
samningsmarkmið
Tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður lögð fram á Alþingi.
Stuðningur stjórnvalda við aðildarsamning verður háður ýmsum fyrirvörum.
„Mér líst vel á fólkið og óska því
velfarnaðar því mikið liggur við,“
segir Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, vara-
formaður
Sjálfstæðis-
flokksins.
„Mér þykir
nöturlegt að
heyra að það
eigi að ríkis-
væða einu
atvinnugrein-
ina sem er
nokkurn veginn
í lagi þó hún
eigi í erfiðleik-
um. Eins þykir mér ljóst að þau
hafa ekki komið sér saman í Evr-
ópumálinu, í raun teldi ég eðlilegt
að við hefðum fengið að heyra
hvernig þessi þingsályktunartil-
laga á að hljóma en það er eflaust
enn verið að deila um það.“ - jse
Fyrning kvót-
ans er nöturleg
ÞORGERÐUR
KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
Stjórnarsáttmálinn um ESB
Ákvörðun um aðild Íslands að
Evrópusambandinu verði í hönd-
um íslensku þjóðarinnar sem mun
greiða atkvæði um samning í
þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum
aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra
mun leggja fram á Alþingi tillögu um
aðildarumsókn að Evrópusamband-
inu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda
við samninginn þegar hann liggur
fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um
niðurstöðuna út frá hagsmunum
Íslendinga í sjávarútvegs-, landbún-
aðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum,
í umhverfis- og auðlindamálum og út
frá almannaþjónustu. Víðtækt samráð
verður á vettvangi Alþingis og við
hagsmunaaðila um samningsmark-
mið og umræðugrundvöll viðræðn-
anna. Flokkarnir eru sammála um
að virða ólíkar áherslur hvors um sig
gagnvart aðild að Evrópusamband-
inu og rétt þeirra til málflutnings og
baráttu úti í samfélaginu í samræmi
við afstöðu sína og hafa fyrirvara um
samningsniðurstöðuna líkt og var í
Noregi á sínum tíma.
VIRÐA ÓLÍKAR ÁHERSLUR HVORS UM SIG
STJÓRNARSÁTTMÁLINN KYNNTUR Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðar-
dóttir kynntu nýjan stjórnarsáttmála í Norræna húsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GENGIÐ 08.05.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
206,1237
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,08 125,68
188,18 189,10
167,61 168,55
22,498 22,630
19,331 19,445
15,913 16,007
1,2571 1,2645
187,82 188,94
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR