Fréttablaðið - 11.05.2009, Page 6
6 11. maí 2009 MÁNUDAGUR
Ætti lögreglan að koma í
veg fyrir rekstur fríbúðar við
Vatnsstíg?
Já 59,2
Nei 40,8
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Líst þér vel á nýja ríkisstjórn?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
NÝ RÍKISSTJÓRN
Ný ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur ætlar að leiða til öndvegis ný
gildi jöfnuðar, félagslegs réttlætis,
samhjálpar, sjálfbærrar þróunar,
kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis.
Hún ætlar að skapa norrænt vel-
ferðarsamfélag þar sem almanna-
hagsmunir eru teknir fram yfir
sérhagsmuni.
Byrðum vegna ástands efnahags-
mála segist stjórnin ætla að dreifa
með sanngirni, jöfnuð og réttlæti
að leiðarljósi.
Fyrstu kaflar sautján blaðsíðna
samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórn-
ar Samfylkingarinnar og VG fjall-
ar um efnahagsmál, ríkisfjármál og
vanda fólks og fyrirtækja. Tiltekið
er að ástandið kunni að versna enn
frekar áður en það batnar aftur
og áhersla lögð á að samfélagið
allt þurfi að vinna saman að lausn
vandans. Allir þurfi að leggja sitt af
mörkum, í réttu hlutfalli við getu.
Peningastefnan metin
Meginverkefni ríkisstjórnarinnar
á sviði efnahagsmála er að ná aftur
jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endur-
reisa fjármálakerfið, ná þjóðarsátt
um lykilmarkmið og viðamiklar
efnahagsráðstafanir og sátt við
nágrannalönd eftir hrun fjármála-
kerfisins. Trúverðug efnahags-
áætlun og stefnumörkun í ríkisfjár-
málum til fjögurra ára eru sagðir
hornsteinar efnahagsstefnunnar.
Peningastefnunefnd Seðlabank-
ans verður falið að fara yfir kosti
og galla þess að breyta peninga-
stefnunni og meta kostina í gjald-
miðilsmálum og Seðlabankinn á að
meta hvernig best verði dregið úr
vægi verðtryggingarinnar.
Ríkisstjórnin hefur það að mark-
miði að koma í veg fyrir að tíma-
bundinn greiðsluvandi leiði til
vanskila og gjaldþrots og ætlar
í því skyni að hækka vaxta- og
húsaleigubætur. Lykilatriðið er að
tryggja húsnæðisöryggi.
Í stjórnarsáttmálanum segir að
ríkisstjórnin ætli að kanna kosti
til aukinnar tekjuöflunar ríkis-
sjóðs í samráði við hagsmunaaðila
og með hliðsjón af reynslu þeirra
landa sem glímt hafa við svipaða
erfiðleika. Lykilatriði er að aukin
skattheimta leggist frekar á þá sem
betur eru í stakk búnir til að bera
auknar byrðar en verði þó ekki til
þess að draga úr möguleikum fólks
til að vinna sig út úr þeim erfiðleik-
um sem fram undan eru.
Kynna á áætlun um jafnvægi í
ríkisfjármálum í sumarbyrjun.
Laun lækkuð og afnumin
Ríkisstjórnin ætlar, í sparnaðarað-
gerðum sínum, að efna til víðtæks
sparnaðarátaks í ríkiskerfinu öllu
og gæta ítrasta aðhalds í rekstri.
Lækka á eða afleggja þóknanir
fyrir nefndir, hömlur verða settar
á aðkeypta ráðgjafarþjónustu og
engin ríkislaun eiga að vera hærri
en laun forsætisráðherra. Það felur
í sér launalækkun í stofnunum og
fyrirtækjum á borð við Ríkisút-
varpið ohf. og Íbúðalánasjóð.
Heilbrigðisþjónustan verður
tekin til endurskoðunar með það
að markmiði að draga úr kostnaði
og nýta fé skynsamlega.
Tíu liða áætlun um átak til
atvinnusköpunar er að finna í
stjórnarsáttmálanum og tólf liða
áætlun um sóknarstefnu til fram-
tíðar.
Kvótinn innkallaður
Á kjörtímabilinu á að leggja grunn
að innköllun og endurráðstöfun
aflaheimilda á 20 ára tímabili og
er stefnt að því að innköllun og
endurráðstöfun taki gildi á næsta
ári.
Styrkja á stöðu umhverfisverndar
innan stjórnarráðsins og kannaður
verður grundvöllur þess að leggja
á umhverfisgjöld tengd ferðaþjón-
ustu. Þá á að stuðla að gagnsæi í
orkusölusamningum og leita leiða
til að aflétta leynd af orkuverði til
erlendra stóriðjufyrirtækja.
Stjórnin vill stjórnlagaþing
Ítarlega er fjallað um lýðræði og
mannréttindi í stjórnarsáttmál-
anum og meðal annars um skipan
stjórnlagaþings.
Frumvarp um það verður lagt
fram á vorþingi sem sett verður
á föstudag. Þá verður líka lagt
fram frumvarp um persónukjör
auk þess sem kosningalögin verða
endurskoðuð með það að mark-
miði að jafna vægi atkvæða. Lög
um skipan dómara verða einnig
endurskoðuð.
Í stjórnarsáttmálanum er lögð
áhersla á sjálfstæða utanríkis-
stefnu Íslands og kveðið á um end-
urskoðun á starfsemi Varnarmála-
stofnunar.
Skapa á norrænt
velferðarsamfélag
Ríkisstjórnin varar við að efnahagsástandið kunni að versna áður en það batnar
aftur. Hún heitir því að standa vörð um velferð í þrengingunum fram undan.
Ríkisstjórnin fagnar frumkvæði aðila vinnumarkaðarins að samráði og
samstöðu um stöðugleikasáttmála og ætlar að ná samstöðu um:
■ Áætlun um að skapa skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hraða lækkun
vaxta. ■ Hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki þannig að störf verði varin
og aðstæður skapaðar fyrir fjölgun þeirra á ný. ■ Markmið í ríkisfjármálum í
samræmi við sameiginlega áætlun stjórnvalda og AGS. ■ Að verja velferðar-
kerfið eins og kostur er.
Forsenda ofangreindra markmiða er að góður og jafn hagvöxtur náist.
Til að það sé hægt þarf að:
■ Auka traust og trú á íslenskt efnahagslíf. ■ Örva innlendar fjárfestingar
í atvinnulífinu. ■ Stuðla að beinum erlendum fjárfestingum. ■ Koma á
eðlilegum lánaviðskiptum við erlenda banka.
SAMSTAÐA UM STÖÐUGLEIKASÁTTMÁLA
Ríkisstjórnin ætlar að fækka ráðuneytum úr tólf í
níu á kjörtímabilinu og færa málaflokka til á milli
ráðuneyta.
Forsætisráðuneytið fær aukið forystu-, verk-
stjórnar- og samræmingarhlutverk.
Í nýju efnahags- og viðskiptaráðuneyti verður
almenn hagstjórn, lagaumgjörð og eftirlit með fjár-
málamarkaði og mat á þróun og horfum í efnahags-
málum.
Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
verður til með sameiningu sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins.
Nýtt umhverfis- og auðlindaráðuneyti tekur yfir
öll verkefni er lúta að auðlindum.
Til fjármálaráðuneytisins færist öll eignaumsýsla
ríkisins, sem nú er dreifð á mörg ráðuneyti.
Nýtt ráðuneyti mennta- og menningarmála tekur
meðal annars yfir umsjón menningarstofnana og
verkefna er nú heyra undir forsætisráðuneyti.
Utanríkisráðuneytið fær aukið hlutverk á sviði
alþjóðlegra viðskipta- og fjárfestingarsamninga auk
þess sem Norðurlandaskrifstofa flyst þangað.
Nýtt ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála
fær aukið vægi við eflingu sveitarstjórnarstigsins
og stefnumótun á sviði byggðaþróunar.
Í nýju ráðuneyti mannréttinda- og dómsmála
verða verkefni á sviði lýð- og mannréttinda. Þangað
færast líka neytendamál.
Ráðgert er að samgöngu- og sveitarstjórnaráðu-
neyti og mannréttinda- og dómsmálaráðuneyti verði
sameinuð í nýtt innanríkisráðuneyti fyrir lok kjör-
tímabilsins.
Ráðuneytum fækkað úr tólf í níu Marka á skýra stefnu um fram-
tíðaráherslur ríkisins sem eig-
anda bankanna, meðal annars um
eignarhald þeirra. Gæta á þess
að yfirtaka ríkisbanka á fyrir-
tækjum skekki ekki samkeppnis-
stöðu á markaði og tryggja á fag-
legt og gagnsætt söluferli þeirra.
Settar verða reglur sem tak-
marka útlán banka á uppgangs-
tímum og skylda þá til að leggja
fyrir þegar vel gengur. Herða á
reglur um lánveitingar til eins og
sama aðila og um lán til tengdra
aðila. Þá á að koma í veg fyrir
að hér geti aftur þróast kaup-
aukakerfi sem leiði til mikillar
áhættusækni banka.
Bankareglur
AÐ BESSASTÖÐUM Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálaráðherra, ók á gamla Volvónum sínum til ríkisráðsfundar á
Bessastöðum í gær. Ný stjórn segist ætla að skapa norrænt velferðarsamfélag á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJÖRKASSINN