Fréttablaðið - 11.05.2009, Side 11
MÁNUDAGUR 11. maí 2009
Mallorca
EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin hefur
samþykkt að stórefla Ráðgjaf-
arstofu um fjármál heimilanna
í samstarfi við bankana, Sam-
band íslenskra sveitarfélaga,
Reykjavíkurborg og Íbúðalána-
sjóð. Aðsókn eftir ráðgjöf hefur
þrefaldast frá því í apríl. Elstu
umsóknirnar eru frá því í byrjun
apríl en vonir standa til að Ráð-
gjafarstofan nái að vinna á biðlist-
anum á fjórum vikum.
Starfsemi Ráðgjafarstofunnar
verður tvöfölduð og ný starfsstöð
opnuð við Sóltún 26 í Reykjavík í
lok vikunnar. Stefnt er að því að
fólk geti gengið þar inn af götunni
og fengið ráðgjöf strax
. Bankarnir leggja til húsnæði,
skrifstofubúnað og tölvur. Rafræn
eyðublöð verða tekin í gagnið.
Miðað er við að átta til tíu
starfsmenn starfi á starfsstöð-
inni í Sóltúni. Fjórum stöðugild-
um verður einnig bætt við í höfuð-
stöðvum Ráðgjafarstofunnar við
Hverfisgötu. Borgin og bankarnir
leggja til einn til þrjá starfsmenn
tímabundið auk þess sem ráðnir
verða starfsmenn af atvinnuleys-
isskrá.
Ásta Sigrún Helgadóttir, for-
stöðumaður Ráðgjafarstofunn-
ar, segir að fjármálaráðgjöf sé
flókin, byrja þurfi á því að þjálfa
starfsmenn.
Þá verður farið í átak til að
kynna þau úrræði sem stjórnvöld
hafa komið á fót fyrir þá sem eru
í greiðsluerfiðleikum.
Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra segir að mikilvægt sé að
fólk notfæri sér þau úrræði sem
séu í boði eftir því sem þörf sé á.
„Við hvetjum fólk eindregið til
að afla sér upplýsinga um hvað er
í boði og leita svo ráðgjafar,“ segir
hann. - ghs
Stórefla á Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna:
Ný starfsstöð verð-
ur opnuð í Sóltúni
AUGLITI TIL AUGLITIS Ríkisstjórnin tvöfaldar Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Fólk getur gengið beint inn af götunni og fengið ráðgjöf augliti til auglitis.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN