Fréttablaðið - 11.05.2009, Side 12
12 11. maí 2009 MÁNUDAGUR
Eiríkur Steingrímsson,
prófessor í læknisfræði við
Háskóla Íslands, hlaut á
dögunum ein stærstu verð-
laun sem veitt eru á sviði
læknisfræði hér á landi.
Eiríkur hefur rannsakað
stjórnprótein í litfrumum
músa sem kemur líka við
sögu í myndun sortuæxla í
mönnum. Hann segir mikið
að gerast á sviði þroskunar-
fræða um þessar mundir og
að rannsóknir undanfarinna
fimm ára muni hafa mikil
áhrif í leitinni að lækningu
og meðferð við sortuæxlum
á næstu árum.
„Þetta er gríðarleg viðurkenn-
ing fyrir starfið sem við erum að
vinna og fyrir mig að vera valinn
úr,“ segir Eiríkur Steingrímsson,
prófessor í læknisfræði, sem hlaut
verðlaun úr verðlaunasjóði Árna
Kristinssonar og Þórðar Harð-
arsonar á sviði læknisfræði og
skyldra greina.
Verðlaunin voru afhent á árs-
fundi Landspítalans miðvikudag-
inn 5. maí. Verðlaunin eru þau
stærstu sem veitt eru fyrir vís-
indastörf hér á landi, en verð-
launaféð nemur 2,5 milljónum
króna.
Mýs og menn
Sérsvið Eiríks liggur á sviði líf-
efna- og sameindalíffræði. Rann-
sóknir hans fjalla einkum um
starfsemi og hlutverk stjórnprót-
einsins Mitf í músum, sem er
nauðsynlegt fyrir eðlilega þrosk-
un nokkurra mismunandi frumu-
gerða, til dæmis litfrumna húðar
og augna auk beinátsfrumna.
Prótein þetta kemur einnig við
sögu í myndun sortuæxla.
„Það sem við erum að gera
kallast þroskunarfræði,“ útskýr-
ir Eiríkur, „þar sem við rannsök-
um hvernig þroskun fer fram. Við
reynum að skoða hvernig tiltekn-
ar frumugerðir verða til á tiltekn-
um stað í líkamanum og hvernig
þær haldast sérhæfðar. Til þess
einblínum við á ákveðna frumu-
gerð, litfrumurnar, sem búa til
litinn í húð og hári. Ástæðan er sú
að litfrumur eru sýnilegar og ólíkt
flestum öðrum frumum getum við
verið án þeirra, til dæmis albin-
óar.“
Eiríkur segir að breytingar á
litfrumum í músum hafi gert það
að verkum að til er orðinn fjöld-
inn allur af stofnum af afbrigði-
lega litum músum. Það er meðal
annars þekkt áhugamál að safna
slíkum músum. Hann sé lík-
lega í hópi þeirra sem haldinn sé
slíkri „músadellu“. „Þarna erum
við því með frumugerð sem við
getum leikið okkur með, breytt
á alls konar hátt og við sjáum
alltaf afleiðingarnar. Við getum
rakið okkur fram og til baka; séð
hvaða áhrif breytingar á þessu
geni hafa og svo framvegis. Þetta
er ástæðan fyrir því að við vinn-
um með litfrumur; það eru ekki
margar aðrar frumur í hryggdýr-
um sem hægt er að rannsaka jafn
nákvæmlega því við getum ekki
verið án þeirra.“
Gefur góða von um meðferð við
sortuæxlum
En hvaða hagnýta læknisfræði-
lega tilgangi þjóna slíkar rann-
sóknir? „Litfrumurnar eru frum-
urnar sem valda sortuæxlum,“
svarar Eiríkur. „Allur skilningur
á þroskun venjulegra litfrumna
hefur því gríðarlega þýðingu fyrir
þann skilning sem við höfum á
sortuæxlum.“
Eiríkur segir mikilvæga hluti
að gerast í rannsóknum á sortu-
æxlum núna, meðal annars vegna
rannsókna á litfrumum í músum.
„Rannsóknirnar undanfarin fimm
ár ættu að skila miklum árangri á
næstu árum. Það er komið í ljós að
það er ákveðinn ferill sem skipt-
ir máli í langflestum tilfella sortu-
æxla. Sortuæxli orsakast af því að
stökkbreyting í ákveðnu geni veld-
ur því að sameind verður ofurvirk,
með þeim afleiðingum að fruman
fer að skipta sér óeðlilega mikið,
fer úr því að verða venjuleg fruma
og verður að stórum, ljótum bletti
sem getur borist til annarra líf-
færa og leitt til dauða. Rannsókn-
ir sýna að sama stökkbreyting-
in er á bak við 70 prósent tilfella
sortuæxla.
Hingað til hefur ekki fundist
nein meðferð eða lyf við þessu.
En þegar menn vita hvaða boðleið
veldur stökkbreytingunni í flest-
um tilfellum, er hægt að byrja
að þróa lyf sem gengur út á að
slökkva á þessu ofurvirka prót-
eini. Þá væri hægt að stöðva fram-
gang æxlisins og jafnvel lækna
það. Núna eru um fimm ár síðan
þessi stökkbreyting fannst og hjá
stóru lyfjafyrirtækjunum hefur
verið ráðist í öflugar rannsóknir
til að þróa lyf sem verka á þenn-
an feril.“
Að þessu leyti skipti íslensku
rannsóknirnar máli því ferillinn
sem veldur sortuæxlum hefur ein-
mitt mikil áhrif á Mitf-stjórnprót-
einið, sem Eiríkur hefur sérhæft
sig í.
Féll fyrir ávaxtaflugunni
Eiríkur ákvað að leggja fyrir sig
þroskunarfræði þegar hann hélt til
Bandaríkjanna í framhaldsnám, en
þá var að verða mikil sprenging í
greininni með tilkomu erfðafræð-
innar. Hann lauk doktorsprófi frá
UCLA í Kaliforníu en rannsóknir
hans þar beindust að fósturþrosk-
un ávaxtaflugunnar Drosophila
melanogaster.
„Áður fyrr gekk þroskunarfræði
fyrst og fremst út á að lýsa þrosk-
un. Hún svaraði hins vegar ekki
hvað var að gerast þegar þroskun
átti sér stað. Það breyttist með til-
komu erfðafræðinnar og hægt var
að skoða áhrif gena á þroskunina.
Ávaxtaflugan var fyrsta líf-
veran sem notuð var í þeim til-
gangi. Vísindamenn stökkbreyttu
genum hennar skipulega og könn-
uðu áhrifin. Þannig tókst að kort-
legga langflest gen sem hafa áhrif
á þroskunina, allt frá frjóvguðu
eggi upp í fullvaxna lífveru.“
Þetta hafði feikileg áhrif á
rannsóknir á sjúkdómum manna.
„Ávaxtafluga er ekki merkileg á
að líta en flest gen sem hafa fund-
ist sem stjórnendur í ávaxtaflugu
eru líka til staðar í manninum;
langflest genanna sem spila rullu
í krabbameinum manna hafa fyrst
fundist í ávaxtaflugu.“
Að loknu námi sneri Eiríkur sér
hins vegar að rannsóknum á litar-
frumum í músum.
Virkt vísindastarf á Íslandi
Eiríkur segir að í alþjóðlegum
samanburði nái Ísland sannar-
lega máli á sviði lífvísinda og gott
betur. Miðað við stærð samfé-
lagsins sé sú mikla virkni á þessu
sviði hér á landi líklega einsdæmi
í heiminum. Hann segir ágætlega
búið að vísindamönnum. „Ástand-
ið hefur farið síbatnandi frá því
ég kom heim fyrir ellefu árum.
Þá voru hæstu einstöku styrkirn-
ir frá Rannís ein milljón á ári, nú
eru þeir 15 milljónir á ári. En við
eigum að vísu eftir að sjá áhrif
kreppunnar.
Það er þó ýmislegt sem má bæta
enn frekar. Lífvísindin krefjast til
dæmis mikilla aðfanga, efnavara
og þess háttar. Af því þurfum við
að borga virðisaukaskatt sem og
flutningsgjald. Fyrir vikið borgum
við alltaf að minnsta kosti helm-
ingi meira en samkeppnisaðilar á
Lykillinn í litfrumunum
FRÉTTAVIÐTAL: Stjórnprótein í litfrumum