Fréttablaðið - 11.05.2009, Page 16

Fréttablaðið - 11.05.2009, Page 16
16 11. maí 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Ferðafélag Íslands, skammstafað FÍ, býður upp á skipulagðar gönguferð- ir fyrir barnafólk með barnavagna og kerrur í þessari viku. Ferðirnar hefj- ast allar klukkan fjögur, en í dag er lagt af stað frá Perlunni og gengið um Öskjuhlíð. „Þetta er í fyrsta sinn sem við efnum til gönguferða sérstaklega fyrir barna- fólk,“ segir Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri FÍ, og bendir á að þessi nýjung hjá ferðafélaginu sé liður í því að ná til stærri og jafnframt yngri hóps. „Við hvetjum fólk til að fara út að ganga með börnin og njóta þess um leið að vera úti í fallegri náttúrunni og góðum félagsskap,“ segir Páll og nefnir að hver gönguferð taki um 75 til 90 mínútur. En hvaðan kom hugmyndin? „Ég og Auður, kona mín, eignuðumst strák í haust og okkur þótti vanta vett- vang fyrir barnafólk til að hittast. En norska ferðafélagið hefur staðið að barnavagnagöngum sem þessum við miklar vinsældir,“ segir hann og bætir við að ef viðtökurnar verða góðar eftir vikuna sé stefnt á að stofna Ferðafé- lag barnanna. Að sögn Páls byrja allar göngu- ferðirnar á stöðum þar sem aðgengi er gott. Enda þarf að hugsa fyrir öllu þegar lítil börn eru annars vegar,“ segir hann. „Þetta eru frekar léttar og þægilegar gönguferðir. Farnar verða leiðir sem margir hafa örugglega ekki prófað fyrr. Fólk þorir kannski ekki að fara í gönguferðir með barnavagna eða kerrur á staði sem það hefur ekki farið á áður.“ Þannig hefst ferðin á morgun við Ár- bæjarlaug og verður farið um Elliða- árdalinn. Gengið er frá Sundlaug Sel- tjarnarness og um Gróttu á miðviku- dag. Gengið verður frá Smáraskóla í Kópavogi á fimmtudag og í kring- um Suðurhlíðarnar. Vikunni lýkur síðan með því að lagt verður af stað frá Húsdýra- og fjölskyldugarðinum í Laugardal á föstudag. Gengið verð- ur um Laugardal og Grasagarðinn og öllum boðið í Húsdýra- og fjölskyldu- garðinn. Undanfarna daga hefur Páll frétt af fólki sem finnst þetta framtak mjög spennandi og á hann von á góðri þátt- töku. Hann bendir sérstaklega á að ekki þurfi að skrá sig í ferðirnar þar sem þátttaka sé ókeypis. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu Ferðafé- lags Íslands, www.fi.is. vala@frettabladid.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS: BÝÐUR UPP Á SÉRSTAKAR GÖNGUFERÐIR FYRIR BARNAFÓLK Léttar og þægilegar göngu- ferðir fyrir fjölskyldufólk NÝJUNG FYRIR FJÖLSKYLDUR Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir, kona hans, til hægri með barnavagninn í góðum gönguhópi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MERKISATBURÐIR 1721 Kötlugos hefst með jarð- skjálfta og miklum drun- um, sem heyrast allt norður í Eyjafjörð. Gos- mökkurinn sést víða að. 1777 Hannes Finnsson er vígður Skálholtsbiskup 38 ára að aldri. Hann gegnir biskups- embætti til æviloka. 1911 Knattspyrnufélagið Valur í Reykjavík er stofnað af fjórtán drengjum í KFUM. 1946 Slysavarnafélag Íslands tekur í notkun nýja björg- unarstöð í Örfirisey í Reykjavík. Mikill mann- fjöldi er viðstaddur vígslu hennar. 1949 Nafni landsins Síam er breytt í Taíland. 1949 Leikrit Shakespeares, Hamlet Danaprins, er frumflutt í Iðnó. SALVADOR DALÍ FÆDDIST ÞENN- AN DAG ÁRIÐ 1904. „Eini munurinn á mér og andlega veikum manni er sá að ég er ekki andlega veikur.“ Salvador Felipe Jacinto Dalí Domènech var spænskur listamaður sem aðallega er þekktur fyrir fíngerð súrreal- ísk málverk en fékkst líka við höggmyndalist, ljósmynd- un og fleira. Hann hafði lag á að draga að sér athygli vegna sérviskulegrar hegðunar og stíls. Dalí lést 23. janúar árið 1989. Kópavogur er sveitar- félag og bær á höfuð- borgarsvæðinu. Bærinn dregur nafn sitt af vog- inum sunnan við Kárs- nes. Sveitarfélagið er hið næstfjölmennasta á Ís- landi, með 28.665 íbúa (2008). Þar var Kópavogsfund- urinn haldinn árið 1662, en allt fram á 20. öld voru í Kópavogi einung- is nokkrir bústaðir og býli og uppbygging hefst þar ekki fyrr en í kreppunni miklu upp úr 1930. Svo var það á þessum degi árið 1955 að Kópa- vogur varð kaupstaður, en hafði sjö árum áður orðið hreppur við aðskilnað frá Seltjarnarnes- hreppi. Saga Kópavogs sem bæjarfélags er því ekki löng. Fyrst var kosið í bæj- arstjórn í október 1955 eftir að kaupstaðarrétt- indi tóku gildi í maí það ár. Líkt og í öllum þremur hreppsnefndarkosningun- um hélt meirihluti Fram- farafélagsins um stjórnvöl- inn eftir það undir forystu Finnboga Rúts Valdimars- sonar og það var ekki fyrr en 1962 að breyting varð á þegar Framsókn- arflokkurinn gekk í lið með þeim til að mynda meirihluta og svo síðar Sjálfstæðisflokkurinn. Undir lok 20. aldarinnar og í byrjun 21. aldar hófst mikil uppbygging í Kópavogi. ÞETTA GERÐIST: 11. MAÍ 1955 Kópavogur verður kaupstaður Börnum félagsmanna í Stangaveiði- félagi Reykjavíkur er í sumar boðið að renna frítt fyrir lax í Elliðaán- um. Að því er segir á vef félagsins er þetta framhald á venju undanfar- inna ára. „Börnin eru sett í hendurnar á vönum mönnum sem leiða þau í sannleikann um leyndardóma Ell- iðaánna og hvernig bera skuli sig að við veiðarnar,“ segir á svfr.is. „Að veiðinni lokinni bíður hópsins grill- veisla við veiðihúsið.“ Einnig kemur fram að fjórir dagar verði í boði og að fjöldi þátttakenda sé takmarkað- ur. - gar Börnin til veiða í Elliðaánum VIÐ ELLIÐAÁR Ætlunin er að veiða en ekki synda í Elliðaánum í sumar. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný G. Ólafsdóttir (Lóa) Hæðargarði 35, lést fimmtudaginn 7. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Hilmar Jónsson Jóhanna Gunnlaugsdóttir Reynir Jónsson Kristín Sigurðardóttir Stefán Úlfarsson Bjarklind Guðlaugsdóttir Guðný Hrönn Úlfarsdóttir Heimir Helgason barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Stefáns Halldórssonar, bónda á Hlöðum í Hörgárdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Sjúkrahússins á Akureyri og Heimahjúkrunar fyrir góða umönnun. Anna Jónsdóttir og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Hjartardóttir Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarsjóð Blindrabókasafns Íslands. Guðborg Jónsdóttir Þórarinn Lárusson Örn Jónsson Elín Jóhanna Elíasdóttir Ólafur Jónsson Guðbjörg Árnadóttir Bjarni Jónsson Lilja Steinunn Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Jón Jóhann Haraldsson Barrholti 11, Mosfellsbæ verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. maí, kl. 15. Edda Dagbjartsdóttir Hrannar Jónsson, Kristín Þórðardóttir Helga Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson Jón Þór Hrannarsson Kolbrún Sif Hrannarsdóttir Jón Otti Sigurjónsson Axel Óli Sigurjónsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.