Fréttablaðið - 11.05.2009, Qupperneq 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Myndin er bara tekin á venju-
legu fimmtudagskvöldi,“ segir
Jón Torfi Arason, ríkisstarfsmað-
ur og trompetleikari með meiru,
og brosir í kampinn. Trompetinn
er hans uppáhaldshlutur á heim-
ilinu. „Þetta er límið í minni til-
veru,“ segir Jón Torfi. „Tromp-
etinn hefur fylgt mér sama hvert
ég flyt en ég hef átt lúður frá því
að ég var um sjö ára gamall. Ég
var í Lúðrasveit Stykkishólms og
hef tengst alls konar lúðrastandi
í gegnum tíðina.“
Jóni Torfa þykir notalegt að
hafa ýmis hljóðfæri í kringum sig.
„Ég spila ekki sérstaklega mikið á
þau öll en gríp þó oft í gítarinn,“
segir hann og bætir við glettinn
að annars búi hann í dæmigerðri
piparsveinaíbúð. „Hér er tómur
ísskápur og mikill þvottur en
hljóðfærin eru einna mest áber-
andi og safna mismiklu ryki. Ann-
ars eru stundum hljómsveitaræf-
ingar í stofunni.“
Þessa dagana æfir Jón Torfi
stíft með hljómsveitinni Varsjár-
bandalaginu en þau munu næst
leika á sýningunni Orbis Terræ
– ORA sem haldin verður í Þjóð-
menningarhúsinu á Listahátíð í
Reykjavík. „Ég kom þar inn fyrir
stuttu því það vantaði lúður en
ég og Sigga Ásta, sem spilar á
harmonikku, vorum áður saman
í hljómsveitinni Jón og Massey
Fergussynir þar sem ég spilaði
á gítar. Varsjárbandalagið leikur
hins vegar hressa austantjaldstón-
list sem hæfir vel sýningunni,“
segir hann en sýningin gengur
töluvert út á að áhorfendur taki
þátt í leikverkinu. „Þetta snýst
um flóttamenn og stríðshrjáða
menningu. Gestir fá til dæmis
vegabréf sem framvísa þarf á
milli herbergja,“ útskýrir hann.
„Frumsýningin er 16. maí en sex
sýningar eru í boði næstu tvær
vikur þar á eftir. Hljómsveitin
verður svona hér og þar um húsið
og tónlistin er vel til þess fallin
að skapa réttu stemninguna bæði
í anda og útliti,“ segir Jón Torfi
en nánari upplýsingar um Orbis
Terræ – ORA má finna á vefsíðu
Listahátíðar í Reykjavík, www.
listahatid.is.
Varsjárbandalagið verður auk
þessa með tónleika 28. maí næst-
komandi með Hjörleifi Valssyni
fiðluleikara og Vadim Fedorov
harmonikkuleikara í Bæjarbíói
í Hafnarfirði. „En ef fólk vill fá
okkur til að spila er hægt að senda
tölvupóst á varsjarbandalagid@
mikkivefur.is en svo erum við líka
með síðu á Facebook. Það er ágætt
að spila stundum annars staðar en
í stofunni heima,“ segir Jón Torfi
og brosir. hrefna@frettabladid.is
Lúðurinn er límið sem
heldur tilverunni saman
Heimilislíf Jóns Torfa Arasonar er svo sannarlega fjörugt á stundum en hljómsveitin Varsjárbandalagið
hittist af og til heima hjá honum og æfir sig. Þar leikur Jón Torfi á trompet sem hefur fylgt honum lengi.
Hér mundar Jón Torfi trompetinn góða á æfingu með Varsjárbandalaginu sem mun næst leika á sýningunni Orbis Terræ – ORA í
Þjóðmenningarhúsinu. Eins konar flóttamannabúðir verða skapaðar og framinn gjörningur um landamæri og skrifræði í leiksýn-
ingu um stríðsmenningu. MYND/ÁSLAUG SNORRADÓTTIR
HVÍTIR SOKKAR eiga það til að verða gráir með tímanum. Gott
húsráð er að sjóða sokkana í vatni með nokkrum sítrónusneiðum, en
sítrónan þykir náttúrulegt bleikiefni. Þá er einnig talið að sápuduft fyrir
uppþvottavélar geti hjálpað til að sokkarnir fái sinn upphaflega lit.
Meirapróf
Upplýsingar og innritun
í síma 5670300
NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 13. MAÍ
Auglýsingasími
– Mest lesið