Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 11.05.2009, Qupperneq 18
Garðyrkjufræðingarnir Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson hafa frá því í febrúar haldið námskeið í ræktun matjurta, kryddjurta, berja og ávaxtatrjáa og hafa við- brögðin verið vonum framar. „Ég held að við séum búin að kenna hátt í fjögur hundruð manns á þessum stutta tíma og man ég ekki eftir öðrum eins áhuga á mínum þrjátíu ára ferli sem garð- yrkjufræðingur. Í góðærinu sýndu sárafáir áhuga á matjurtarækt og var kartöflurækt í heimagörðum nánast aflögð. Nú er svo sannar- lega annað upp á teningnum og má kalla þetta ánægjulega afleiðingu kreppunnar,“ segir Auður. Á námskeiðunum er farið ítar- lega í tegundir og ræktun og hvernig eigi að bera sig að við íslenskar aðstæður. „Þá förum við yfir ræktun á svölum, í litlum görðum, stærri görðum, í sumar- húsalandinu og í matjurtagörð- um. Við styðjumst við glærur auk þess sem við sýnum nauðsynleg áhöld og plöntur sem búið er að forrækta. Síðan bjóðum við þeim sem sækja námskeiðin að senda okkur spurningar ef þeir lenda í vandræðum og hafa margir nýtt sér það.“ Nýtt matjurtanámskeið hefst á miðvikudag og segir Auður allra síðustu forvöð að sá grænmet- isfræi á næstu dögum enda aðal sáningartíminn í apríl. En þær plöntur sem þarf ekki að forrækta og er hægt að sá beint út, eins og gulrætur, salat og fleira, má sá í maílok.Á mánudag hefst svo nám- skeið í ræktun ávaxtatrjáa en um hana er Jón einna fróðastur. Í garði sínum á Akranesi, sem er steinsnar frá flæðarmálinu, rækt- ar hann epli, kirsuber, plómur og perur með góðum árangri „Ég hef verið með tilraunastarf- semi í garðinum um margra ára skeið og prófa alls kyns ávexti og matjurtir. Ég hef viðað að mér harðgerðum tegundum og reynt að finna út hvað hentar fyrir íslensk- ar aðstæður. Það er mikill breyti- leiki á milli tegunda og eru sumar fyrirfram vonlausar. Ég reyni helst að ná í duglegar sortir frá Norðurlöndunum og Kanada og prófa mig áfram.“ Jón segir sumar tegundir harðgerðar og þola allt að 30 til 40 gráðu frost og því sé ekki um neinar hitabeltisplöntur að ræða. „Mörg epla- og kirsu- berjatré þrífast ágætlega norður fyrir heimskautsbaug í Noregi og vantar í raun bara tiltrúna hér á Íslandi.“ vera@frettabladid.is Matjurtarækt í kreppunni Áhugi á matjurtarækt hefur aukist til muna ef marka má aðsókn í græn námskeið garðyrkjufræðinganna Auðar I. Ottesen og Jóns Guðmundssonar sem kenna ræktun matjurta, kryddjurta, berja og ávaxtatrjáa. Garðyrkjufræðingarnir Jón og Auður í garði Auðar við kirsuberjatré sem er alveg að fara að springa út. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ULLARSELIÐ Á HVANNEYRI er verslun með vandað handverk og ullarvörur úr íslenskri ull. Ullarselið er opið á sumrin alla daga frá 12 til 18 www.ull.is Stóll úr smiðju Marc Newson var seldur á dögunum fyrir 1,1 millj- ón punda sem er metverð. Álstóllinn Lockheed Lounge frá árinu 1988 eftir hönnuðinn Marc Newson komst í fréttirnar fyrst þegar söngkonan Madonna not- aði hann í tónlistarmyndband árið 1999 fyrir lag sitt Rain. Hann var seldur fyrir skömmu á uppboði í London fyrir 1,1 milljón punda eða um 208 milljónir króna. Þetta er talið hæsta verð sem fengist hefur fyrir nútímahönnunarverk. Uppboðið fór fram hjá Phillips de Pury & Co en stóllinn hafði verið metinn á um 500 þúsund til 700 þúsund pund. Hæsta boðið barst frá ónefndum aðila í gegn- um síma. Forvitnilegt er að stóll- inn var fyrst boðinn upp árið 1999 en þá vildi enginn kaupa en matsverð var þá um 50 þús- und pund. Marc Newson er ástralskur hönnuður sem starfar í Lond- on. Verk hans þykja einstök enda fékkst einnig toppverð fyrir tvö önnur verka hans. Í júní 2006 var álíka dívan seldur hjá Sotheby í New York fyrir 968 þúsund doll- ara og enn eitt verkið á svipuð- um nótum seldist hjá Christie‘s í London í október árið 2007 fyrir 748 þúsund pund. Frétt af www.designws.com Toppverð fyrir stól Spænski hönnuðurinn og listamaðurinn Jaime Hayon kynnti nýja hús- gagnalínu á nýafstaðinni húsgagnaráðstefnu í Mílanó. Þetta er fyrsta samstarfsverk- efni Hayon við ítalska hús- gagnaframleiðandann Cecc- otti. Nýr stóll frá Heyon JAIME HAYON OG CECCOTTI KYNNTU AFRAKSTUR SAM- STARFS SÍNS Í MÍLANÓ Á DÖGUNUM. Álstóllinn Lockheed Lounge seldist á metverði. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 VIKUNA 11. – 15. MAÍ Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks. Tími: 12.30-14.00. CCP á Íslandi - Helstu vörur CCP verða kynnar þá sér- staklega EVE Online en einnig verður fjallað um í hverju vinna hjá fyrirtækinu felst en CCP er að fjölga starfs- mönnum hjá sér. Tími: 14.00-14.30. Prjónahópur - Við ætlum að koma saman, prjóna, hekla, fá okkur kaffi og hafa það notalegt. Tími: 13.00-15.00. Gítarnámskeið fyrir byrjendur - Láttu drauminn rætast og dustaðu rykið af gítarnum. Sex vikna námskeið. Farið verður í undirstöðuatriði vinnukonugripanna og gítarinn stilltur og yfirfarinn. Skráning nauðsynleg. Tími: 15.00-16.00. Ókeypis námskeið og ráðgjöf Grundvallaratriði kínverskrar matargerðar Helstu hráefni og aðferðir kínverskrar matargerðar kynntar. Smakk í lokin. Tími: 12.30-14.00. Áhugasviðskönnun Ef þú hefur ákveðið starf eða nám í huga getur könnunin staðfest hugmyndir þínar. Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00-14.30. Tímaskipulag og markmið Hagnýtt námskeið þar sem hver og einn fær leiðbeiningar og aðstoð við að skipuleggja tímann sinn.Tími: 14.30-15.30. Verkefni Rauða kross Íslands Stutt kynning og umræður um helstu verkefni félagsins hér á landi. Tími: 15.30-16.30. Ræktun krydd- og matjurta - Hagnýtar leiðbeiningar um ræktun og meðhöndlun helstu krydd- og matjurta. Tími: 13.00-16.00. Tölvuaðstoð - Komdu í heimsókn og fáðu persónulega aðstoð. Tími: 13.30-15.30. Bókaklúbbur - Spjallað um bókina "Kvenspæjarastofa númer 1" eftir Alexander McCall Smith. Tími: 14.00-15.00. Gönguhópur - Stafganga Tími: 15.00-16.00. Slökun og öndun - Tími: 16.30-17.00. Föstudagurinn 15. maí Föndur, skrapp myndaalbúm - Lærðu að búa til skrautleg og skemmtileg albúm. Tími: 13.00-15.00. Uppeldi sem virkar; færni til framtíðar - Foreldra- námskeið (þriðji hluti af þremur). Tími: 13.00-15.00. Jóga - Viltu prufa jóga? Tími: 15.00-16.00. Starf með hælisleitendum á Íslandi - Sjálfboða- liðar óskast! - Kynning á sjálfboðaliðaverkefni hjá Hafnar- fjarðardeild. Um er að ræða verkefni með hælisleitendum, s.s. heimsóknarþjónustu, félagsstarf og réttindagæslu. Krefjandi verkefni fyrir 23ja ára eða eldri með góða tungu- málakunnáttu. Tími: 16.00-17.00. Bingó - Ókeypis bingó og veglegir vinningar í boði. Allir velkomnir. Heitt kaffi á könnunni og vöfflur í boði hússins. Tími: 13.00-15.00. Hláturjóga - Hláturjóga getur hjálpað til við að auðga lífið. Tími: 15.30-16.30. Mánudagurinn 11. maí Þriðjudagurinn 12. maí Miðvikudagurinn 13. maí Fimmtudagurinn 14. maí

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.