Fréttablaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 22
● fréttablaðið ● fasteignir6 11. MAÍ 2009
F asteignaskrá Íslands tók nýlega saman upplýsingar um fjölda
makaskiptasamninga sem þinglýst
var á höfuðborgarsvæðinu frá júní
2006. Með makaskiptasamningi er
átt við kaupsamning um fasteign
þar sem hluti kaupverðs er greidd-
ur með annarri fasteign.
Árið 2007 voru makaskiptasamn-
ingar 201 talsins en árið 2008 voru
þeir 471. Fyrstu fjóra mánuði ársins
2009 voru gerðir 178 makaskipta-
samningar.
Á grafi á heimasíðu Fasteigna-
skrár er tilgreint hlutfall makaskipta í
kaupsamningum um íbúðarhúsnæði
á höfuðborgarsvæðinu. Þar sést
greinileg fjölgun í slíkum samning-
um frá árinu 2008. Einnig má sjá
að slíkir samningar voru fjölmargir
á árunum 1994 til 1996 en fó þá
fækkandi. Slíkir samningar virðast
hafa verið mjög fáir á árunum 1999
til 2006.
Heimild: Frétt af vefsíðu Fast-
eignaskrár www.fasteignaskra.is
Fjölgun maka-
skiptasamninga
Fjöldi makaskipasamninga rúmlega
tvöfaldaðist milli áranna 2007 og 2008.
F ornverkaskólinn heldur tvö námskeið í sumar í viðgerðum
á torfbæjum. Á námskeiðunum
verður fjallað um viðgerðir og
breytingar á eldri byggingum og
mannvirkjum úr timbri og torfi.
Lögð er áhersla á mikilvægi þess að
varðveita byggingasögulegt gildi
húsa, á sama tíma og reynt er að
koma til móts við kröfur nútímans
um endingu. Farið er yfir lög og
reglugerðir um húsafriðun, varð-
veislu, byggingasögu, menningar-
verðmæti, tæknilegar endurbætur,
efnisval, fúa, veðrun, viðgerðir á
grind, deililausnir, ástandskönnun
og frágang.
Fyrra námskeiðið verður haldið
á Tyrfingsstöðum í Skagafirði 8. til
12. júní 2009. Á námskeiðinu verður
framhús torfbæjarins á Tyrfingsstöð-
um tekið niður. Síðara námskeiðið
verður haldið á sama stað 31. ágúst
til 4. september 2009. Haldið verður
áfram með viðgerðir og framhúsið
reist. Kennari er Bragi Skúlason húsa-
smíðameistari ásamt fleirum.
Frétt af vef Húsafriðunarnefndar.
Kennt að gera
við torfkofa
Við upphaf verks að Tyrfingsstöðum.
Lind