Fréttablaðið - 11.05.2009, Side 24
11. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● hús og viðhald
Gyrðir og Gerður eru íslensk
nöfn og viðeigandi fyrir ís-
lenska skjólveggi til notkunar
í görðum sem nú er hægt að
kaupa í Húsasmiðjunni.
Þeir eru hannaðir af íslenskum
arkitekt Ragnhildi Skarphéðins-
dóttur í samstarfi við verslun-
ina og að sögn Einars Sveinsson-
ar rekstrarstjóra var hvatinn að
framleiðslunni meðal annars sá
að það vantaði skjólveggi sem að
pössuðu við hinn mínímalíska
byggingarstíl sem hefur verið svo
vinsæll hér á landi, ekki síst und-
anfarin ár.
„Við vildum aðlaga okkur að
þeim breytta byggingarstíl sem
hefur verið vinsæll undanfarið.
Þessir skjólveggir eru míníma-
lískari en þeir sem við höfum verið
að selja undanfarin ár sem hafa
skartað fléttum og krúsídúllum
ýmis konar og ekki kannski hæft
húsunum alls kostar. Þessir nýju
veggir eru ferkantaðri og einfald-
ari í útliti,“ segir Einar.
Ekki síður mikilvægur eigin-
leika veggjanna er sú staðreynd
að þeir eru hannaðir með íslensk-
ar aðstæður í huga, eru úr gagn-
varinni furu, eru efnismiklir og
sterkir og eiga því að henta ís-
lensku veðurfari afar vel.
Veggjunum má snúa bæði lóð-
rétt og lárétt og er hægt að raða
þeim saman á ýmsu vegu eftir
smekk húseigenda. Veggirnir koma
klæddir öðrum megin og ef kaup-
endur vilja er hægt að klæða þá
báðum megin og loka þeim þannig
alveg. Verðið fer auðvitað eftir
stærð veggsins en sem dæmi má
nefna þá er verð á algengri stærð
16.900 krónur fyrir fleka sem er
170 cm á breidd og hæð. -sbt
Skjólveggir fyrir íslenskt
veðurfar og byggingarstíl
Rós eða rósavöndur er sígild
tækifærisgjöf sem flestir hafa
ánægju af að skreyta í kringum
sig með. Slík gjöf getur einnig
verið táknræn enda hafa litir
rósanna ólíka merkingu eins
og eftirfarandi listi gefur til
kynna:
● Rauðar rósir tákna ást, feg-
urð, hugrekki og virðingu
● Hvítar rósir tákna hreinleika,
sakleysi, þögn, leynd, hóg-
værð eða auðmýkt.
● Bleikar rósir tákna þakklæti,
hamingju og aðdáun.
● Gular rósir tákna gleði, vin-
áttu og fyrirheit um betri
tíð.
● Appelsínugular rósir tákna
þrá eða eldhug.
● Rósir án þyrna tákna ást við
fyrstu sýn. -ve
Heimild: www.blomaval.is.
Hver litur rósar hefur
misjafna merkingu
Norðurlandamót í pípulögnum
verður haldið í Osló í Noregi dag-
ana 12. til 14. maí. Íslendingar
eiga Norðurlandameistaratitilinn
í greininni en Árni Már Heimisson
vann fyrir Íslands hönd í Malmö
2007 en mótið er haldið á tveggja
ára fresti.
Í ár er það hinn 21 árs gamli
Kristófer Þorgeirsson, starfsmað-
ur Rennslis ehf., sem hefur feng-
ið það ábyrgðarhlutverk að halda
uppi heiðri íslenskra pípulagninga-
manna.
Kristófer sigraði á Íslandsmóti í
pípulögnum, sem haldið var í Laug-
ardalshöllinni vorið 2008 , sem
gaf honum rétt á því að taka þátt
í Norðurlandamóti fyrir Ísland
og iðngreinina. Ríkjandi Norður-
landameistari, Árni Már, hefur séð
um þjálfun Kristófers í vetur, en
Kristófer hefur farið í tvígang til
Óðinsvéa í æfingabúðir með öðrum
norrænum keppendum.
Kristófer mun einnig keppa
fyrir Íslands hönd á heimsmeist-
aramótinu í Calgary í Kanada í
haust, ásamt fulltrúa rafiðna- og
hárgreiðslugreina. -sg
Íslendingur ver titil í pípulögnum
Norðurlandamót í pípulögnum fer fram í Osló í vikunni.
Hjá Endurmenntun Háskóla Ís-
lands er hægt að læra hvernig
útbúa eigi safnhauga.
Færst hefur í vöxt að garðeig-
endur komi sér upp safnhaug-
um í görðum sínum og jarð-
geri lífrænan úrgang svo sem
gras, greinar og lauf. Mikið af
lífrænum úrgangi fellur einnig
til í eldhúsum og honum má um-
breyta í gæða safnhaugamold
eða svokallaða Moltu.
Endurmenntun Háskóla Ís-
lands heldur tveggja kvölda
grunnnámskeið dagana 18. og
19. maí í samstarfi við HORT-
ICUM menntafélag um safn-
hauga. Það er sérstaklega ætlað
þeim sem hyggja á jarðgerð eða
eru nýlega byrjaðir.
Á námskeiðinu verður farið
yfir grunnatriði jarðgerðar.
Fjallað verður um tilgang og
markmið og hvernig staðið skal
að jarðgerð. Kynntar verða mis-
munandi aðferðir við jarðgerð
sem og ílát.
Enfaldleiki einkennir hönnun veggj-
anna og efniviðurinn, gagnvarinn
fura, hentar vel íslensku veðurfari.
Í stórum görðum er tilvalið að
koma palli fyrir í sólríku horni.
Hægt er að snúa eining-
unum bæði lóðrétt og
lárétt eftir smekk.
Gular rósir tákna gleði, vináttu og fyrirheit um betri tíð.
Námskeið um safn-
hauga í görðum
Mikið fellur til af greinum og laufi í
görðum sem breyta má í moltu.
Garðyrkjunámskeið
Matjurtaræktun
Miðvikud. 13/5 og 20/5 kl. 19:00-21:30.
ATH: Þetta er síðasta matjurtanámskeiðið
á þessu vori.
Verð kr. 12.500.-
Ræktun ávaxtatrjáa
Tvö kv. mán. 11/5 og 18/5 kl. 19:00-21:30.
Verð kr. 12.500.-
Ræktun berjarunna og -trjáa
Mánudaginn 18/5 kl. 17:00-18:30.
Verð kr. 3.750.-
Kryddjurtaræktun
Miðvikudaginn 13/5 kl. 17:00-18:30.
Verð kr. 3.750.-
Leiðbeinendur eru
höfundar bókarinnar
Matjurtir:
Auður I. Ottesen, garðyrkjufr.
Jón Guðmundsson, garðyrkjufr.
Skráning og upplýsingar
í síma 578 4800
og á www.rit.is
í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi