Fréttablaðið - 11.05.2009, Page 27
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 7hús og viðhald ● fréttablaðið ●
Í fljótu bragði kann að virðast
auðvelt að velja sér sumarbú-
stað. Í það minnsta er enginn
skortur á framboði slíkra húsa.
Á fasteignavefnum eru til
dæmis vel á sjötta hundrað
auglýsingar um sumarbústaði
til sölu.
Þeir sem hyggja á sumarbústaðar-
kaup ættu þó að fara rólega í sak-
irnar og vinna heimavinnuna sína
vel.
Áður en haldið er af stað þarf að
skilgreina hvernig á að nota húsið.
Býst fólk við að nota það fyrst og
fremst til lengri dvalar á sumrin
eða vill það geta skotist, þó ekki
sé nema eina nótt? Ef svo er skipt-
ir miklu að ekki taki meira en um
það bil hálfa aðra klukkustund að
komast á staðinn og helst þarf það
að taka enn styttri tíma.
Í öðru lagi þarf að gera upp við
sig hvort sumarbústaðurinn á að
sjá eigendum sínum fyrir verkefn-
um meðan þar er dvalið eða hvort
ætlunin er að nýta hann til slök-
unar.
Þeir sem hafa gaman af smíðum
ættu að huga að því að byggja sér
sjálfir hús frá grunni eða kaupa
eldra hús sem þarfnast viðhalds og
hægt er að laga að þörfum sínum.
Hinir sem kjósa að handleika
hamarinn sem minnst ættu að velja
sér hús sem það getur fellt sig vel
við án þess að því sé breytt.
Sama gildir um lóðina. Sumir
hafa unun af því að græða upp.
Þeir ættu að velja sér lóð sem
hentar þeirri iðju. Hinir sem kjósa
fremur að slaka á í skjóli gróðurs
ættu að velja sér gróinn reit.
Að ýmsu er einnig að hyggja
þegar komið er á staðinn. Hvernig
snýr húsið við sólu? Er morgunsól-
in ríkjandi eða kvöldsólin, eða er
kannski orðið sólsett um kvöldmat-
arleytið? Sömuleiðis þarf að huga
að vindinum eða öllu heldur skjól-
inu.
Margar sumarbústaðalóðir eru
í skemmtilegu kjarrlendi. Slíkt
land hentar ekki endilega þeim
sem leggja upp úr því að geta iðkað
boltaleiki og þess háttar við bú-
staðinn. Þeir ættu að velja sér land
þar sem er að finna slétta flöt.
Sumarbústaðurinn er drauma-
land í huga margra. Þar mætast
iðulega kynslóðir í ljúfum sam-
verustundum. Væntingar fólks og
þarfir til sumarhúsa eru þó mis-
munandi og því um að gera að
skilgreina hvað maður vill fá út
úr sumarbústaðavistinni áður en
lagt er af stað. -st
Þegar það kemur að því að fella
risavaxin tré í garðinum fylgir
verkefninu oft það vandamál að
erfitt kann að vera að losna við
úrgang sem trénu fylgir. Gjarn-
an þarf að búta tréð niður og sel-
flytja svo á móttökustöðvar Sorpu
þar sem greitt er fyrir úrgang sem
þarf að losna við. En þegar skórinn
kreppir kvikna nýjar hugmyndir,
sem spara pening en eru um leið
umhverfisvænar.
„Við fengum þá hugmynd að
bjóða fólki sem fær okkur til þess
að fella tré fyrir sig, að höggva
trén niður í eldivið. Þá höggvum
við stofn trjánna niður í brennan-
lega búta en losum annað á mót-
tökustöðvar Sorpu. Brenniviðnum
er síðan staflað upp á handhægum
stöðum við heimili viðskiptavinar-
ins, sem tekur inn til sín það sem
hann kýs að brenna hverju sinni,“
segir Brynjar Kjærnested, fram-
kvæmdastjóri Garðlistar.
Brynjar bætir því við að dálít-
ið sparist við það að brenna sína
eigin framleiðslu. Þannig kostar
pokinn af eldivið á bensínstöðvum
landsins á bilinu tvö til þrjú þús-
und krónur og pokinn nýtist í um
það bil fjögur skipti. Á móti kemur
að tré sem er yfir tíu metrar á hæð
getur hugsanlega nýst í hátt í 30 til
40 skipti.
„Allar tegundir trjáa henta í
eldivið. Mest er þó um að fólk sé
að biðja um að við fellum stórar
aspir, grenitré eða birki. Þá eru
einstaka reynitré sem við fellum
líka og líklega henta þau best í ar-
ininn, án þess þó að hinar tegund-
irnar standi reynitrjám langt að
baki. Þegar menn brenna greni
þarf þó að sýna smá aðgæslu þar
sem trjákvoðan í greni getur vald-
ið litlum sprengingum þegar hún
brennur,“ segir Brynjar og bætir
því við að þetta sé þó nokkuð sem
fæstir þurfi að hafa áhyggjur af,
þar sem flest arinstæði eru með
lokur eða grindur, sem koma í veg
fyrir að neistar fljúgi út á gólf.
Margir veigra sér þó við að
fella tré í garðinum þar sem fólk
er ekki allt of hrifið af því að stór
trjástubbur standi upp úr jörðinni.
Þetta vandamál heyrir þó sögunni
til. Í dag keyra Garðlistarmenn
svokölluðum stubbatætara yfir
leifarnar af trénu nokkrum sinn-
um og hann sést aldrei meir.
„Eftir að við höfum lokið okkur
af stendur eftir stafli af eldivið
í garðinum og umtalsvert meiri
birta er í garðinum. Þannig getur
fólk betur notið útiverunnar í þessa
fáu mánuði ársins, sem sólar og
hlýju nýtur við,“ segir Brynjar. - hs
Eldiviður beint úr garðinum
Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri
Garðlistar, heggur hér eldivið en fyrirtæk-
ið býður nú upp á að höggva tré í görðum
og breyta í eldivið. MYND/ÚR EINKASAFNI
Að finna draumalandið sitt
Þeir sem hafa unun af að græða upp ættu að velja sér lóð við hæfi. MYND/TRÉSMIÐJA HEIMIS
Að ýmsu þarf að huga áður en fest eru kaup á sumarbústað. Til dæmis þarf að skil-
greina hvernig nota á húsnæðið. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
MEÐ TUDOR