Fréttablaðið - 11.05.2009, Page 28

Fréttablaðið - 11.05.2009, Page 28
 11. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● hús og viðhald Nú er rétti tíminn til að huga að pallaviðhaldi en sólpallar grána með tímanum fyrir tilstilli sólar. Til að komast að því hvort þurfi að viðarverja pallinn má gera svokallað vatnspróf. Þá er vatni sprautað á pallinn og fylgst með því hvort hann drekki það strax í sig. Ef svo er er kominn tími til að endurverja hann en ef vatnið perl- ar eða flýtur ofan á pallinum er ekki þörf á nýrri viðarvörn. Hins vegar er ekkert sem segir að ekki megi fara eina umferð yfir hann með pallaolíu til að fríska upp á útlitið. Áður en borið er á pallinn er ráð að hreinsa hann með sérstöku pallahreinsiefni en það hjálpar til við að hreinsa óhreinindi, bletti frá nöglum eða örveru- og sveppagróð- ur. Pallurinn þarf síðan að þorna í tvo daga áður en ný viðarvörn er borin á. Margs konar tegundir eru til af viðarvörn og fæst hún bæði glær og lituð. Þá er mikilvægt að hafa það í huga að bera vörn- ina ekki á í sólskini því þá þornar hún of fljótt og nær ekki að ganga inn í viðinn. Nánari upplýsingar er að finna á http://husa.is/index. aspx?groupid=222 - ve Viðurinn varinn Sólpallar grána með tímanum fyrir tilstilli sólar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það er aldrei vit í því að mála dyr eða hurða- fleka oftar en nauðsynlegt er. Auðvitað á maður ekki að bíða svo lengi að dyrnar og hurðin æpi beinlínis á viðhald. Gott er að hafa eftirfarandi í huga áður en hafist er handa við að mála hurð: Skrúfið af húna, lykillauf, rósettur og annað sem er áfast. Sjá þarf til þess að flöturinn verði eins hreinn og meðfærilegur og mögulegt er. Best er að pússa gljáandi fleti þar sem þeir hafa ekki eins mikla viðloðun. Ómálaðan við þarf að grunna með olíugrunni eða þynntri olíumálningu. Sparslið í sár og flekki þegar búið er að grunna. Sparslið þarf að pússa þegar það er orðið þurrt. Grunnið sparslaða fleti með þeirri málningu sem á að nota og pússið létt yfir. Málið í það minnsta tvær umferðir og pússið létt yfir á milli. Allar umferðirnar eiga að vera þunnar en málninguna er best að bera á með breiðum, flötum pensli. Svo þýðir lítið að vera með einhver læti og munið að hreyfa pensilinn ekki of hratt. Nú er bara að vanda sig! Heimild: Verk að vinna. - vg Hurðin öðlast nýjan glans Vanda þarf til verka þegar hurð er máluð. ● BLETTIRNIR HVERFA Til að ná blettum úr fatnaði eða öðru er best að reyna strax eða sem allra fyrst að vinna á þeim. Sitji blettur of lengi þannig að efnið drekki hann í sig, þorn- ar hann inn í efnið og erfiðara verður, og stundum ógerning- ur, að ná honum úr. Hjá Leið- beiningarstöð heimilanna er að finna lista yfir efni sem duga gegn algengustu blettum: ● Brennsluspritt (ekki bólu- spritt, própanólum, í því er olía sem gerir meira ógagn en gagn) ● Hreinsað bensín ● Salmíaksspíritus ● Vetnisperoxíð (brintovilte) ● Asetón ● Uppþvottalögur, helst ólitað- ur ● Terpentína (White sprit) ● Glýserín ● Bleikiefni (klór) ● Teppa- og húsgagnasápa Náttúruvæn blettaefni: ● Sítróna ● Glýserín ● Edik, (borðedik/glært edik) ● Kristalssápa (grænsápa) ● Matarsódi ● Gróft salt ● Talkúm ● Súrmjólk ● Tannkrem og aska

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.