Fréttablaðið - 11.05.2009, Síða 35

Fréttablaðið - 11.05.2009, Síða 35
MÁNUDAGUR 11. maí 2009 19 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 11. maí 2009 ➜ Tónleikar 19.00 Söng- og ljóðadeild Tónlistar- skólans á Akureyri við Hvannavelli verð- ur með tónleika á sal skólans. Aðgang- ur ókeypis og allir velkomnir. 21.00 Moonboy & the Sunbeams verða á Café Rosenberg við Klapparstíg. Aðgangur ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 12.00 William Black Ph.D., prófessor við Háskólann í Kansas City í Missouri flytur erindi um bankahrun hjá HÍ. Fyrir- lesturinn fer fram í Öskju, við Sturlugötu 7, stofu 132. Að loknum fyrirlestri mun Egill Helgason blaða- maður stjórna umræðum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Uppboð 18.15 Listmunauppboð verður hjá Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Nánari upplýsingar á www.myndlist.is. ➜ Myndlist Alda Ármanna hefur opnað sýningu í húsakynnum SÍM við Hafnarstræti 16. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-16. Erla Þorleifsdóttir og Stefán Bjarna- son hafa opnað málverkasýningu í sal hjá Félagsþjónustunni í Hæðargarði 31. Opið alla virka daga kl. 9-16. Aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töfl ur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakfl æði. Ekki má nota lyfi ð ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfi ðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafl a ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfi ð eftir 14 daga stöðuga notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töfl urnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töfl urnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva (t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009. ...Nú færðu Losec mups* án lyfseðils í næsta apóteki! Nýtt! FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA SÚRT BAKFLÆÐI?... *Omeprazol annt um líf og líðan Ég var búinn að steingleyma að ég hafði séð Söngvaseið áður: Petula Clark söng þá Maríu í Victoriu-leikhúsinu, stórri hlöðu sem var seinna notuð undir Starlight Express. Þetta hefur lík- legast verið ´82 eða 3 og er ekki eftirminnilegt. Petula var þá vel við aldur og það var fyrsta sviðsetning frá uppsetningu snemma á sjöunda áratugnum þegar verkið var enn í gangi í New York. Sound of Music er Broadway-söngleikur í sinni hreinustu mynd: allir höfundar verksins eru leikhúsrottur frá New York, menn með áratuga reynslu í að ná til fjöldans. Það sem kom mest á óvart á föstudagskvöldið er hvað verkið er pott- þétt. Hver maður sem er á annað borð hrifinn af söngleikjum veit að músikin eftir Rodgers er ekkert slor. Eins og í nokkrum verka þeirra byggir verkið á sterkum hóp sviðsbarna sem nóg er af í stórborgum heimsins, hér er líka að finna hina ungu konu sem lendir í aðstæðum hefða og valds og sigrar hjarta hins stífa karlmanns. Og mórallinn er einfaldur: njóttu lífsins, vertu glað- ur, söngurinn er frelsandi. Nú eru aðstæður Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi þannig að til að sinna ýtrustu kröfum í flutningi verksins þyrfti húsið að vera stærra, hljómsveitin skipuð fleiri en ellefu, kór- inn í veisluatriðinu skipaður fleirum en átta: það er svo fyrir löngu að sölum íslensku leik- húsanna er ofraun að setja á svið söngleiki af þessari stærð nema að smækka þá á einhvern veginn. Það er einfallega of dýrt fyrir rétt fimm hundruð sæta sali. Samt eru nær allar lausnir í sviðsetningu LR unnar með sóma. Að setja hljómsveit í hliðar- kró hefur marga galla: tónlistin verður of hávær öðrum megin í salnum og jafnast ekki í hljóð- blöndun. Hið mikilvæga samband hljómsveitar í gryfju og þeirra sem á sviðinu standa er rofið og um leið slitnar sambandið við salinn sem er innbyggt í verk þessara höfunda. Það er talað við áhorfendur í söng Maríu frá fyrstu innkomu og það var helst hið beina talsamband við áhorf- endur sem vantaði í þessa sviðsetningu og þá einkum í lögn Þórhalls Sigurðssonar á Maríu sem Valgerður Guðnadóttir leikur annars með miklum glæsibrag – og svo hlutirnir séu orðaðir umbúðalaust: hún ber sýninguna uppi. Fyrst og fremst með frábærum söng, leikurinn er á nokk- uð þröngu sviði en það skrifa ég á leikstjórann. Gallarnir við sýninguna eru fyrst og fremst í kasti: abbadísin er of ung – hið hefðbundna hlut- verk fóstrunnar sem víðar að finna í verkum þeirra félaga, eldri konan sem vísar veginn átti að falla eldri konu í skaut. Jóhanna Vigdís söng sína parta óaðfinnanlega þótt upphaf á Climb every Mountain væri of sterkt í upphafi. Það er ekki hennar sök heldur leikstjóra og hljómsveit- arstjóra. Þá á að byrja veikar, það er verið að tala kjark í örvinglaða sál, rétt eins þeir nota í Carousel með You never walk alone. Aldursmunur verður líka Jóhannesi Hauki til trafala. Hann á í verulegum vandræðum með Trapp höfuðsmann. Karlinn er í upphafi stíf fíg- úra en aldursmunur hans og Maríu verður að vera trúanlegur. Það er illa farið með ágætis tækifæri og þegar Jóhannesi er síðan slengt inn á svið með Jóhanni Sigurðarsyni í essinu sínu verður leikurinn harla ójafn. Það er nefnilega svoleiðis með söngleikina, rétt eins og óperur og ævintýri, að það verð- ur að taka formið grafalvarlega. Í flestu virð- ast menn hafa gert það í Borgarleikhúsinu þótt Hitlerskveðja þeirra Theodórs Júlíussonar og Péturs Einarssonar sé undarlega slöpp. Hanna María hefur gert flest af meiri sannfæringu en að leika ráðskonuna. Guðjón Karlsson er voða- lega lítið með í hlutverki örlagavalds í þessari sögu. En hann flautaði vel. Söngleikurinn er óhemju kröfuhart form: jafnfætis verða menn að geta sungið þræler- fiða músik föskvalaust og geta leikið óaðfinn- anlega frá heldur litlum forsendum. Söngleik- urinn heimtar yfirleitt íburð í búningum, ljósum og leikmynd. Sá partur sýningarinnar sleppur – ekki meira. Söngparturinn er fullnægjandi en dálítið erfitt að meta hann vegna hljóm styrks hljómsveitarinnar. Aftur er komið að því hvað Valgerður fer í raun með stóran part af öllu dæminu og gnæfir um leið yfir alla aðra. Krakk- arnir sem verða í tveimur hollum standa sig þokkalega. Þau eru ekki atvinnumenn, þau eru byrjendur og það sést. En mér fannst gaman – en það er ekki að marka mig eins og kellingin sagði, ég hef svo gaman af svona vitleysu. Og það er nú samt aðal- málið í svona dæmum. Ég ætla að gefa þessari sýningu fjórar stjörn- ur svo markaðsdeild LR geti slett úr klaufunum: sýningin fær tvær, en Valgerður Guðnadóttir á ein tvær heilar. Hún er ástæðan að fólk getur sótt þessa sýningu og látið hrífast. Páll Baldvin Baldvinsson Stór stjarna og mörg smástirni LEIKLIST Umkomulaus ungnunna tekur að sér sjö börn sjókafteins í Ölpunum. Sígildur söngleikur borinn uppi af flinkri söngkonu. Valgerður Guðnadóttir og í bak Jóhanna Vigdís. MYND GRÍMUR/LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR LEIKLIST Söngvaseiður Höfundar: Rodgers, Hammerstein, Lindsey og Crouse. Þýðing: Flosi Ólafsson. Leikmynd: Snorri Freys. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Dans: Ástrós Gunn- arsdóttir, Lýsing: Þórður Orri Pétursson, Tónlistar- stjóri: Agnar Már Magnússon. ★★★★ Góð skemmtun en sýning í meðallagi. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.