Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 11.05.2009, Qupperneq 36
20 11. maí 2009 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > HAFNAÐI KVÖLDVERÐARBOÐI Breska „Britain got Talent“-stjarnan, Susan Boyle, hefur að sögn breskra fjölmiðla hafnað því að mæta í kvöld- verð hjá Barack Obama Bandaríkja- forseta. Ástæðan ku vera sú að Boyle fannst þetta of mikið af hinu góða og þorði hreinlega ekki. Fjöldi ungmenna mætti í áheyrnar- prufur sem haldnar voru fyrir kvik- myndina Gauragangur sem fram- leiðslufyrirtækið Zik Zak gerir. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmunds- son en hann gerði einmitt metsölu- myndina Astrópíu um árið. Gaura- gangur er sem kunnugt er byggð á bók Ólafs Hauks Símonarsonar og fjall- ar um glímu Orms Óðinssonar við hin erfiðu unglingsár. Aðstandendur myndarinnar hafa gefið það út að prófað sé í öll hlutverk og því gæti einhver óþekktur hreppt hlutverk Orms Óðinssonar sem bókin snýst um. Eins og frægt er orðið lék Ingvar E. Sigurðsson það hlutverk í uppfærslu Þjóðleikhúss- ins fyrir nokkrum árum og því ljóst að einhver gæti dottið í lukkupottinn. Gauragangs-fólkið hefur reyndar verið á ferð og flugi alla þessa viku, var á Akureyri fyrir viku, svo var haldið til Ísafjarðar, síðan Egilsstaða og loks var síðasta prufan í Reykjavík í gær og stóð hún frá klukkan ellefu um morg- uninn til átta um kvöldið. Hátt í hundr- að ungmenni, sem dreymir um hvíta tjaldið, mættu á svæðið og sýndu allar sínar bestu hliðar þannig að úr vöndu verður að ráða hjá framleiðendum og leikstjóranum. - fgg Mikill áhugi á Gauragangs-myndinni STJARNA Í FÆÐINGU Ekki er vitað hvernig þessum táningsdreng gekk en Gunnar Björn, leikstjóri Gauragangs, smellir af honum mynd til vonar og vara. MYND/ZIKZAK SPENNT UNGMENNI Fjöldi ungmenna mætti í áheyrnarprufur fyrir Gauragang sem haldnar voru á Kaffi Oliver. Íslenska Eurovision-föruneyt- ið heldur áfram að heilla íbúa Moskvuborgar upp úr skónum með framkomu sinni. Á föstu- dagskvöldið var hópurinn þó á kunnuglegum slóðum. Jóhanna Guðrún og félagar hafa tekið Eurovision-keppnina með trompi og Eurovision-spekúlantar eru flestir sammála um að það væri stórslys ef það kæmist ekki upp úr sínum undan- riðli á þriðjudagskvöld. Hópurinn sletti aðeins úr klaufunum hjá íslenska sendi- herranum í Moskvu, Benedikt Ásgeirs- syni, og tók að sjálfsögðu lagið fyrir starfsmenn sendiráðsins. Einna mesta kátínu vakti þegar Jóhanna Guðrún fetaði í fótspor Regínu Óskar og söng hinn ofurvinsæla Eurovision-slagara This is my life með Friðrik Ómari. Annars getur ýmislegt gerst og sem betur fer var enginn Íslending- anna nærri þegar gasleiðsla sprakk í nágrenni við Eurovision-svæðið aðfaranótt sunnudags. Hún heyrðist víða, enda um töluvert öfluga spreng- ingu að ræða, en samkvæmt fyrstu fréttum virðist enginn hafa slasast þótt eldar hafi logað í kjölfar hennar. Jóhanna Guðrún stígur síðan á stóra sviðið annað kvöld og þá verða örlög hennar í höndum annarra Evrópubúa og sérstakrar dómnefndar. - fgg FÓRU Á KOSTUM Í ÍSLENSKA SENDIRÁÐINU Í MOSKVU LEYNIVOPNIN Tina Japaridze og Chris Neil eru óneitanlega góð leynivopn til að hafa uppi í erminni þegar nær dregur. Milli þeirra stendur Erna Hrönn, bakraddarsöngkona. FRÉTTABLAÐIÐ/ALMA ALLT GENGIÐ STÓRÁFALLALAUST Þær Jóhanna Guðrún og María Björk eru ánægðar með hvernig gengið hefur í Moskvu. BRJÁLAÐUR AÐDÁANDI Þessi þýski Eurovision-aðdáandi lét sig ekki muna um það að láta húðflúra merki keppninnar á bakið á sér. Óskar Páll virðist hafa gaman af. GOTT AÐ BORÐA Eurovision-hópurinn var ánægður með að geta loks fengið sér almenni- lega að borða en rússneski maturinn hefur mælst misvel fyrir. Jóhanna, María Björk og Börkur Birgisson gæddu sér á veitingunum. THIS IS MY LIFE Og Jóhanna þandi raddböndin þetta kvöld því hún söng einnig með Friðriki Ómari hið geysivinsæla lag Euro- bandsins, This is my Life. LÁTUM SÖNGINN ÓMA Jóhanna Guðrún söng að sjálfsögðu Euro- vision-lagið sitt, Is it True?, við góðar undirtektir viðstaddra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.