Fréttablaðið - 11.05.2009, Síða 40
24 11. maí 2009 MÁNUDAGUR
Stjörnuvöllur, áhorf.: 942
Stjarnan Grindavík
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–7 (4–3)
Varin skot Bjarni Þórður 2 – Óskar 1
Horn 5–5
Aukaspyrnur fengnar 12–9
Rangstöður 1–2
GRINDAV. 4–4–2
Óskar Pétursson 4
Ray A. Jónsson 5
(46. Marko Stefánss. 5)
Zoran Stamenic 4
Eysteinn Hauksson 4
Jósef Jósefsson 4
Scott Ramsay 3
Orri Hjaltalín 5
Jóhann Helgason 4
Sylvain Soumare 3
(58. Þórarinn Kristj. 5)
Sveinbjörn Jónasson 4
(73. Emil Símonars. -)
Gilles Mbang Ondo 5
*Maður leiksins
STJARNAN 4–5–1
Bjarni Þ. Halldórsson 6
Guðni R. Helgason 7
Tryggvi Bjarnason 6
Daníel Laxdal 7
Hafsteinn Helgason 7
Jóhann Laxdal 6
(80. Arnar Björgvins. -)
Steinþór Þorsteinss. 7
(90. Baldvin Sturlus. -)
Björn Pálsson 6
*Birgir Birgisson 7
Halldór O. Björnss. 6
Þorvaldur Árnason 5
1-0 Guðni Rúnar Helgason (8.)
2-0 Jóhann Laxdal (34.)
3-0 Halldór Orri Björnsson (78.)
3-1 Gilles Mbang Ondo (87).
3-1
Valgeir Valgeirsson (5)
FYLKIR 1-0 VALUR
1-0 Kjartan Ágúst Breiðdal (22.)
Fylkisvöllur, áhorf.: 1.029
Eyjólfur M. Kristinsson (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 8–10 (3–1)
Varin skot Fjalar 1 – Kjartan 2
Horn 5–4
Aukaspyrnur fengnar 14–17
Rangstöður 4–1
Fylkir 4–4–2 Fjalar Þorgeirsson 6 – Andrés
Jóhannesson 6, Einar Pétursson 6 (87. Davíð
Ásbjörnsson -), Kristján Valdimarsson 6, *Tómas
Þorsteinsson 7 – Ásgeir Ásgeirsson 6, Valur
Fannar Gíslason 7, Halldór Hilmisson 3 (82. Felix
Hjálmarsson-), Kjartan Breiðdal 7 – Pape Faye 5 (73.
Kjartan Baldvinsson -), Ingimundur Óskarsson 6.
Valur 4–3–3 Kjartan Sturluson 2 – Steinþór
Gíslason 5, Reynir Leósson 6, Atli Sveinn
Þórarinsson 6, Bjarni Ólafur Eiríksson 6
– Guðmundur Mete 6 (73. Pétur Markan -), Baldur
Bett 3 (59. Helgi Sigurðsson 6), Ian Jeffs 3, Baldur
Aðalsteinsson 2, Ólafur Páll Snorrason 2, Viktor
Illugason 5 (69. Marel Baldvinsson 4).
Laugardalsvöllur, áhorf.: 753
Fram ÍBV
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–8 (7–5)
Varin skot Hannes 5 – Albert 4
Horn 5–4
Aukaspyrnur fengnar 9–8
Rangstöður 2–0
ÍBV 4–3–3
Albert Sævarsson 5
Matt Garner 6
Andrew Mwesigwa 5
Yngvi Borgþórsson 5
(83. C. Clements -)
Tonny Mawejle 6
Arnór Ólafsson 5
Pétur Runólfsson 5
Þórarinn Valdimarss. 6
Andri Ólafsson 5
(63. A. Leitch-Smith 5)
Augustine Nsumba 5
(69. Bjarni Einarsson 5)
Viðar Örn Kjartanss. 7
*Maður leiksins
FRAM 4–5–1
Hannes Þ. Halldórss. 7
Daði Guðmundsson 7
Kristján Hauksson 6
Auðun Helgason 6
Halldór Jónsson 5
Ingvar Ólason 6
Joseph Tillen 3
Sam Tillen 5
Ívar Björnsson 6
(86. Viðar Guðjónss. -)
Almarr Ormarsson 6
(73. *Heiðar Júl. -)
Hjálmar Þórarinss. 7
1-0 Heiðar Geir Júlíusson (76.)
2-0 Hjálmar Þórarinsson (94.)
2-0
Einar Örn Daníelsson (7)
> Allt um Pepsi-deildina á Vísi
Fréttablaðið mun í sumar sinna Pepsi-deildinni eins vel
og hægt er hverju sinni. Því miður mun í einhverjum
tilfellum ekki vera umfjöllun um alla leiki. Þeir sem
sakna umfjöllunar um einhverja leiki geta farið inn á Vísi.
is sem verður með yfirgripsmikla umfjöllun um alla leiki
í Pepsi-deild karla í sumar. Ásamt umfjöllun um alla leiki
mun Vísir vera með viðtöl við leikmenn, heildartölfræði
úr hverjum leik sem og einkunnagjöf fyrir alla
leikmenn. Vísir býður einnig upp á hinu
rómuðu Boltavakt þar sem hægt
er að fylgjast beint með öllum
leikjum deildarinnar.
FÓTBOLTI Byrjun Valsmanna í
Pepsi-deildinni lofar ekki góðu
fyrir framhaldið. Þeir voru afar
daprir og lutu verðskuldað í gras
fyrir baráttuglöðu og ungu liði
Fylkis sem spennandi verður að
fylgjast með í sumar.
Það eru nokkrar breytingar á
báðum liðum frá því í fyrra. Vals-
menn með nýja og sterka menn á
meðan Fylkir var að tefla fram
nokkrum ungum og óþekktum
leikmönnum. Helst vakti athygli
í uppstillingu Vals að Guðmundur
Mete skyldi spila sem varnarsinn-
aður miðjumaður. Hann leysti það
hlutverk ágætlega af hendi.
Leikurinn fór mjög rólega af stað
en Valsmenn þó ívið sterkari. Þeir
virtust vera að ná ágætum tökum á
leiknum þegar Fylkismenn komust
yfir. Þá átti Ingimundur skot sem
fór í varnarmenn Vals. Bolt-
inn endaði hjá Kjartani Ágústi
sem átti fast skot á nærstöng
sem lak undir síðuna á Kjart-
ani og í markið. Var ekki annað
að sjá við fyrstu sýn en fyrrum
landsliðsmarkvörðurinn hefði átt
að gera betur þar.
Hann var reyndar afspyrnusla-
kur í leiknum og skapaðist nokkr-
um sinnum hætta við markið eftir
klaufaskap hans.
Leikur Vals hrundi algjörlega
eftir mark Kjartans og afar spræk-
ir Fylkisstrákar gerðu hvað eftir
annað usla í vörn Vals sem
virkaði ekkert sérstaklega
sannfærandi. Viktor Unnar
sprækastur í sókn-
inni hjá Vals-
mönnum, fékk
eitt dauðafæri í hálf-
leiknum sem hann
klúðraði á klaufa-
legan hátt.
Baldur Aðalsteins-
son og Ólafur Páll voru ekki með
í fyrri hálfleiknum og þeir Bald-
ur Bett og Ian Jeffs einnig slakir
báðir. Ljóst að Vals-
menn áttu mikið inni
í síðari hálfleik enda
fyrri hálfleikurinn hjá þeim ekki
merkilegur.
Willum Þór, þjálfari Vals, hefur
líklega lesið sínum mönnum pist-
ilinn í hálfleik en það skilaði engu
því hans menn voru jafn meðvit-
undarlausir í upphafi síðari hálf-
leiks. Willum var þó nóg boðið
þegar hálftími lifði leiks og setti
bæði Marel Baldvinsson og Helga
Sigurðsson inn á völlinn.
Í kjölfarið skánaði leik-
ur Vals til muna en reyndar
þurfti ekki mikið til að leik-
ur liðsins batnaði. Liðið
skapaði sér loksins færi og
þar af eitt dauðafæri sem
þeir klúðruðu á ævintýra-
legan hátt. Fylkismenn á
sama tíma skynsamir, voru
þéttir til baka, börðust vel
og uppskáru að lokum þrjú
verðskulduð stig gegn slöku
Valsliði.
„Liðið er að standa vel
saman og á meðan liðið spil-
ar sem ein heild þá erum við
í fínum gír,“ sagði sagði
sigurreifur þjálfari
Fylkis, Ólafur Þórð-
arson. „Það er fullt að
fínum fótboltamönnum
í þessu liði en það vant-
ar kannski reynslu. Það mun
koma. Ég hrósa strákunum fyrir
að leggja sig 110 prósent fram og
taka öll stigin.“
Ólafur segir Fylkisliðið hafa lagt
hart að sér í vetur, hlaupið mikið
og að þetta lið sé til í að leggja
mikið á sig til þess að ná árangri.
„Ég veit að það býr mikið í
þessu Valsliði en þeir eru ekki að
ná saman sem ein heild. Það finnst
mér skína í gegn,“ sagði Ólafur um
mótherja sína í gær.
Willum Þór Þórsson, þjálfari
Vals, reyndi að bera sig vel eftir
leikinn en vonbrigðin leyndu sér
ekki á andliti hans.
„Mér fannst við spila ágætlega
á köflum. Svo vorum við á erfið-
um útivelli en við höfum oft lent í
brasi hérna í Árbænum. Ég er auð-
vitað ekkert sáttur með að tapa. Ég
er samt ekkert ósáttur með margt
í leik liðsins en er drullufúll að
ná að minnsta kosti ekki stigi úr
leiknum,“ sagði Willum og bætti
við að tíminn myndi vinna með
Val. En er pressa á honum eftir tap
í fyrsta leik þar sem frammistaðan
var ekki sannfærandi?
„Það er alltaf pressa. Ég hef
aldrei fundið fyrir öðru.“
henry@frettabladid.is
Fylkismenn með baráttuna að vopni
Ólafur Þórðarson fékk draumabyrjun með Fylki þegar lið hans skellti firnasterku liði Valsmanna, 1-0, í
Árbænum. Ungu strákarnir hjá Ólafi sprækir en Valsmenn ulli miklum vonbrigðum.
GÓÐUR SIGUR
Kristján Valdimarsson og
félagar í Fylki unnu góðan
sigur á Val í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
FÓTBOLTI Framarar lögðu nýliða
ÍBV 2-0 í Laugardalnum í gær-
kvöldi. Það voru þeir Heiðar Geir
Júlíusson og Hjálmar Þórarins-
son sem skoruðu mörkin eftir að
Frammarar lentu manni færri.
ÍBV sýndi þó ágætis leik og komu
nokkuð á óvart.
Leikurinn í Laugardalnum byrj-
aði frekar rólega en Fram fékk víti
á 25 mínútu eftir að Matt Garner
braut á Ívari Björnssyni. Það var
Sam Tillen sem tók spyrnuna sem
var arfaslök og átti Albert Sævars-
son í litlum vandræðum með að
verja.
Seinni hálfleikurinn byrjaði
rólega og ekki dró almennilega til
tíðinda fyrr en á 59. mínútu þegar
Hannes Þór Halldórsson mark-
vörður Fram sýndi meistaratakta
með því að verja skalla frá Viðari
Kjartanssyni framherja ÍBV. Á
70. mínútu fékk svo Joseph Tillen
leikmaður Fram rautt spjald þegar
hann var alltof seinn í tæklingu.
Eyjamenn ógnuðu markinu
lítillega eftir þetta en Heiðar Geir
Júlíusson kom inn á hjá Fram á 63.
mínútu. Þremur mínútum síðar
skoraði hann síðan glæsilegt mark
með skalla eftir fyrirgjöf Daða
Guðmundssonar.
Framarar spiluðu síðan ágæt-
lega og héldu boltanum vel. Eyja-
menn ógnuðu markinu nánast ekk-
ert eftir þetta. Þegar þrjár mínútur
voru komnar fram yfir venjuleg-
an leiktíma skoraði Hjálmar Þór-
arinsson síðan flott mark eftir að
hann komst framhjá varnarmönn-
um ÍBV í skyndisókn. Hann lyfti
boltanum síðan yfir Albert í mark-
inu sem átti ekki möguleika.
„Við þurftum að hafa fyrir þessu
í dag. Við erum samt bara þannig
lið að við kunnum að takast á við
svona leiki og kunnum að vinna
síðan í fyrra. Við vorum þéttir og
gerðum þetta saman í dag,“ sagði
Hannes Þór Halldórsson mark-
vörður Fram eftir leikinn.
„Þetta hefði auðveldlega getað
farið á hinn veginn og við farið að
reyna að halda núllinu. En menn
tóku bara á því og fóru að berjast,
það skilaði þessum mörkum og
þessum sigri.“
Þórarinn Ingi Valdimarsson leik-
maður ÍBV var ekki ánægður eftir
leikinn. „Við fengum samt færi og
og hefðum getað komist þannig inn
í leikinn en það var ekki að detta.
Svo missa þeir mann út af og þá
eflast þeir í kjölfarið,“ sagði Þór-
arinn eftir leikinn.
Eyjamenn byrjuðu með þrjá
menn frammi og sagði Þórarinn
að þeir hefðu ætlað að sækja stíft
á fyrstu mínútunum. „Við ætluðum
að setja á þá strax en það gekk ekki
eftir. Við vorum samt að skapa en
þetta var ekki að detta fyrir okkur.
Nú er bara að taka á því og vinna á
heimavelli í næsta leik.“ - bl
Fram hóf tímabilið með því að leggja nýliða ÍBV á heimavelli sínum í gær, 2-0:
Flottur Framsigur á Laugardalsvellinum
BYRJAÐ Á SIGRI Auðun Helgason og
félagar í Fram fengu sín fyrstu þrjú stig í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Stjarnan stimplaði sig af krafti inn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu
þegar þeir mættu Grindavík í Garðabænum í gærkvöldi. Þeir unnu
öruggan sigur á slökum Grindvíkingum og ljóst að Stjörnumenn ætla
sér annað og meira en menn höfðu gert ráð fyrir í upphafi móts.
„Ef ég þekki karakter liðsins rétt þá efla þessar hrakspár hópinn
og lemja okkur saman frekar en að við förum eitthvað á taugum.
Þeir voru flottir drengirnir mínir í kvöld og sigurinn sanngjarn,“ sagði
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok.
Það var í byrjun leiks sem Stjörnumenn lögðu grunninn að sigrin-
um því strax á 8. mínútu kom Guðni Rúnar Helgason heimamönnum
yfir þegar aukaspyrna hans frá miðju hafnaði í netinu með viðkomu í
varnarmanni Grindavíkur.
Eftir þetta var eins og Grindvíkingar misstu alla trú á verkefni
dagsins því leikur þeirra í fyrri hálfleik var mjög slakur og ógnuðu
þeir marki Stjörnunnar sárasjaldan. Það var því í takt við gang leiksins
þegar Jóhann Laxdal kom heimamönnum í 2-0 með góðum skalla
eftir hornspyrnu Steinþórs Þorsteinssonar.
Síðari hálfleikur var frekar bragðdaufur. Stjörnumenn börðust af
krafti og máttlausir Grindvíkingar máttu sín lítils. Lykilmaður þeirra í
sóknarleiknum, Scott Ramsay, sást ekki í leikn-
um og munar um minna.
Halldór Orri Björnsson bætti þriðja marki
Stjörnunnar á 78.mínútu og skömmu
síðar minnkaði Gilles Mbang Ondo
muninn fyrir Grindvíkinga. Lengra
komust þeir þó ekki og Stjarnan því
komin á topp Pepsi-deildarinnar.
Bjarni Jóhannsson sagði að byrjun
Stjörnumanna hefði gert gæfumun-
inn. „Það hjálpaði okkur gríðarlega
mikið að ná þessum mörkum í fyrri
hálfleik. Við gátum þá endurskipulagt
leik okkar í hálfleik, þétt varnarleikinn
og þeir náðu mjög fáum færum á okkur í
leiknum öllum. Leikur liðsins var agaður
og þéttur og það er það sem við höfum
verið að laga þessa síðustu daga,“ sagði
Bjarni Jóhannsson kampakátur í leikslok.
STJARNAN FÓR Á TOPP PEPSI-DEILDAR KARLA Í GÆR: ÖRUGGUR SIGUR Á GRINDAVÍK
Hrakspárnar munu lemja saman hópinn
Pepsi-deild karla
Breiðablik - Þróttur 2-1
1-0 Kristinn Steindórsson (30.), 2-0 Alfreð
Finnbogason (39.), 2-1 Hjörtur Hjartarson (46.).
Ítarlega umfjöllun um leikinn má finna á Vísi.is.
KR - Fjölnir 2-1
Fram - ÍBV 2-0
Fylkir - Valur 1-0
Stjarnan - Grindavík 3-0
NÆSTI LEIKUR
Keflavík - FH Í kvöld klukkan 19.15
1. deild karla
Fjarðabyggð - Afturelding 0-1
Víkingur R. - Víkingur Ó. 1-2
Þór - ÍA 3-0
Selfoss - KA 1-1
ÚRSLIT
sport@frettabladid.is