Fréttablaðið - 12.05.2009, Side 4

Fréttablaðið - 12.05.2009, Side 4
4 12. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR Fyrir mistök féll niður nafn Birgis Más Guðmundssonar, trúnaðarmanns VR og höfundar greinarinnar „Ný stjórn VR og staðan í dag“, sem birtist ómerkt í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu. Rangt var farið með upphæð á skóla- styrk sem Árni Beinteinn Árnason fékk í verðlaun á kvikmyndahátíð í Nashville. Rétt er að skólastyrkurinn er tíu þúsund dollarar. LEIÐRÉTTINGAR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 24° 17° 26° 17° 16° 18° 17° 23° 16° 15° 23° 17° 19° 31° 15° 19° 24° 13° 10 15 15 18 16 10 12 10 13 13 8 Á MORGUN 10-15 suðvestanlands annars hægari FIMMTUDAGUR 5-10 m/s stífastur syðst 13 11 8 6 9 8 13 6 13 16 18 14 18 16 12 14 18 15 18 12 1215 20 20 HITASVEIFLA Við erum að sigla inn í eindregin hlýindi á landinu og má kannski segja að forsmekkinn fáum við í dag þegar hitinn á Norðausturlandi kann að ná einum 17-18 stigum. Á morgun, fi mmtudag og föstu- dag á ég von á að sjá hitatölur um 20 stig norðanlands. Annars staðar verður vissu- lega hlýtt þó ekki nái hitinn slíkum hæðum. Vindasamt verður í Reykjavík. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur STJÓRNMÁL „Þótt það sé lögð svona rík áhersla á þessa tímasetningu af hálfu Samfylkingarinnar þá er nú ekki þar með sagt að það sé í raun hægt að lofa því eða fylgja því eftir. Við skulum sjá til hvern- ig þingið fer með þetta,“ segir Þur- íður Backman, þingmaður VG. Þuríður er einn þeirra fimm þingmanna flokksins, sem hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja tillögu um umsókn að Evr- ópusambandinu. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að utanríkisráðherra muni innan skamms leggja fram þingsályktun- artillögu um aðild að ESB. Stefnt skuli að því að sækja um í júlí. En Þuríður vill heldur bíða þang- að til úr rætist í efnahagsmálum. Það taki vonandi ekki mikið meira en tvö ár. Þuríður segist aðspurð ekki vilja tefja málið, en mikilvægt sé að það fái þinglega meðferð og verði sent til umsagnar í nefndir. Helst vilji hún þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina sjálfa. „Eins og þetta er í stjórnarsáttmála […] er öllum frjálst að berjast fyrir sínum mál- stað,“ segir hún. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, hefur einnig álykt- að gegn væntanlegri tillögu. „Ég er bara að tala fyrir mína parta. Ég er búin að gera upp minn hug, ég mun ekki styðja þetta,“ segir hún. Ásmundur Einar Daðason, nýr þingmaður VG, segist vilja skoða aðrar leiðir í gjaldeyrismálum, en hefur ekki gert upp við sig hvað honum hugnist best í þeim málum. „Ég er mjög harður Evrópuand- stæðingur og stend við það,“ segir hann. „Þetta er mín sannfæring og prinsipp og ég mun fylgja því í rauðan dauðann.“ klemens@frettabladid.is Telur ekki víst að sótt verði um ESB-aðildina í sumar Þingmaður VG efast um að tímasetning Samfylkingar um umsókn í júlí gangi eftir. Málið fái þinglega meðferð. Betra að sækja um eftir tvö ár. Formaður Framsóknar segir erfitt að semja með óviljuga ráðherra. ÞURÍÐUR BACKMAN Vill heldur að beðið sé með aðildarumsókn þangað til dýpsta efnahagslægðin verður að baki. Hún vonast til að það verði eftir ekki lengri tíma en tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Í sjálfu sér getur vel verið að Framsóknarflokkurinn samþykki almenna þings- ályktunartillögu sem lýsi vilja og áhuga þingsins til aðildarviðræðna,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður flokksins. „En stóra spurningin er hvaða umboð felst í því, hverjum er falið umboð til að taka ákvarðanir í viðræðum; að gera hugs- anlegan samning,“ segir Sigmundur. Þetta þurfi að útlista betur. Hann hafi vonast til að stjórnarflokkarnir skýrðu málin í gær á kynningarfundi með stjórnar- andstöðunni um ESB-tillöguna. En honum var frestað til miðvikudags. „Auðvitað væri eðlilegast að ríkisstjórnin sjálf sækti um aðild, en fyrst svo verður ekki, verð ég að viðurkenna að það er um þetta mikil óvissa,“ segir hann. Spurður neitar Sigmund- ur því ekki að Framsókn gæti hugsað sér að taka þátt í samningaviðræðun- um, myndaðist þverpólitísk sátt um aðildarviðræð- urnar. „En þá þarf að fá þetta umboð á hreint. Hvernig á einhver hópur í þinginu að geta staðið í viðræðum við ESB þegar ráðherrar fjármála, landbúnaðar og sjávarútvegs eru harðir andstæðingar þess að semja við ESB yfirleitt?“ spyr Sigmundur. ÞARF AÐ SKÝRA UMBOÐ SAMNINGAFÓLKS SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON STJÓRNARTILLAGA Þingsályktunartillaga Össurar Skarphéðinssonar utanríkis- ráðherra verður flutt fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hún verður því stjórnartillaga. Slíkar tillögur eru yfirleitt studdar af ríkisstjórn allri, en fordæmi eru þó fyrir öðru, til að mynda klofnaði ríkisstjórnin í Helguvíkurfrumvarpinu. Það hefði þó pólitískar afleið- ingar ef stjórnartillaga yrði felld vegna klofnings í stjórninni, eða ef ekki fengist meirihluti stjórnarinn- ar fyrir henni. Heimildarmaður úr stjórnkerfinu dregur ekki úr því að það gæti skemmt fyrir áframhald- andi stjórnarsamstarfi. LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON „Þetta er mín sannfæring og prinsipp og ég mun fylgja því í rauðan dauðann.“ ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON ÞINGMAÐUR VG LÖGREGLUMÁL Lögreglan lýsir eftir vitnum að því þegar nítján ára stúlku var nauðgað, að því er talið er, í bíl í Tryggvagötu aðfaranótt laugardagsins 2. maí. Talið er að brotið hafi átt sér stað á bílastæði við Tollhúsið, á tímabilinu frá 4.45 til 5.15. Annar þeirra grun- uðu var á föstudag úrskurðaður í framlengt gæsluvarðhald í fjórar vikur. Hinum var sleppt. Menn- irnir eru báðir um fertugt, ætt- aðir frá Suður-Ameríku og starfa sem dyraverðir hvor á sínum skemmtistaðnum. Mennirnir öskruðu ókvæðisorð á eftir stúlkunni á útlensku þegar hún flúði eftir árásina. Stúlkan hlaut nokkra áverka. - sh Kynferðisbrot í rannsókn: Lýst eftir vitn- um að nauðgun TOLLHÚSIÐ Talið er að stúlkunni hafi verið nauðgað í bíl við Tollhúsið í Tryggvagötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GEORGÍA, AP Engin niðurstaða varð af fundi forseta Georgíu í gær með fjórum leiðtogum mótmælenda- hreyfingarinnar, sem staðið hefur fyrir fjöldamótmælum gegn for- setanum vikum saman. „Við erum gjörsamlega á önd- verðum meiði, stjórnarandstað- an og forsetinn,“ sagði Levan Gacheciladze, sem er þingmað- ur og einn af leiðtogum stjórnar- andstöðunnar. „Mótmælin munu halda áfram í dag og á morgun, og um langa hríð enn.“ Mikhaíl Saak- ashvili forseti hefur jafnan neit- að að verða við meginkröfu mót- mælenda, sem er sú að hann segi af sér embætti. Í gær féllst hann á að hitta fjóra af helstu leiðtogum mótmælenda, en sá fundur virðist sem sagt engu hafa skilað. Mót- mælendur hafa síðan 9. apríl verið fjölmennir á götum höfuðborgar- innar Tíblisi. Saakashvili forseti hefur barist fyrir aðild Georgíu að NATO. Hann nýtur stuðnings Vesturlanda en hefur ögrað Rúss- um. Í ágúst braust út stríð milli Georgíu og Rússlands út af hérað- inu Suður-Ossetíu, sem hefur verið innan landamæra Georgíu en vill sameinast Norður-Ossetíu, sem er innan landamæra Rússlands. Margir Georgíumenn kenna Saakashvili um þau átök, sem enduðu með því að Georgía virð- ist endanlega hafa misst yfirráð bæði í Suður-Ossetíu og Abkasíu, öðru héraði sem einnig vill segja skilið við Georgíu. - gb Forseti Georgíu átti árangurslausan fund með leiðtogum mótmælenda: Mótmælum haldið áfram LEIÐTOGAR MÓTMÆLENDA Kakha Shartava, Levan Gachechiladze, Irakli Alasania and Salome Zurabishvili á fundi með Saakashvili. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAN, AP Bandarísk-íranska blaða- konan Roxana Saberi var látin laus úr fangelsi í Íran í gær. Áfrýjunardómstóll mildaði dóm hennar úr átta ára óskilorðs- bundnu fangelsi í tveggja ára skilorðsbundið. Saberi, sem er 32 ára, er vænt- anleg til Bandaríkjanna á næstu dögum. Hún var handtekin í jan- úar og ákærð fyrir að hafa stund- að njósnir fyrir Bandaríkin. Hún hefur búið í Íran í sex ár og starf- að sem fréttamaður, meðal ann- ars fyrir breska útvarpið BBC. Handtaka hennar hefur orsak- að deilur milli stjórnvalda Írans og Bandaríkjanna. - gb Bandarísk blaðakona: Látin laus úr fangelsi í Íran GENGIÐ 11.05.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,2853 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,02 125,62 188,9 189,82 169,9 170,86 22,807 22,941 19,503 19,617 16,168 16,262 1,2765 1,2839 189,15 190,27 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.