Fréttablaðið - 12.05.2009, Síða 8
8 12. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
1 Hvað heitir nýi iðnaðarráð-
herrann?
2 Númer hvað er Star Trek-
myndin sem nú er sýnd í
kvikmyndahúsum?
3 Ormur Óðinsson er söguhetja
bókar sem brátt verður kvik-
mynduð, hvað heitir hún?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26
PAKISTAN, AP Stjórnarherinn í Pak-
istan segir flótta kominn á herskáa
talibana í Swat-dalnum og nær-
liggjandi sveitum, sem þeir höfðu
náð á sitt vald.
Herinn hefur haldið uppi hörð-
um loftárásum á dalinn og segir að
meira en 700 talibanar séu fallnir.
Óttast er um örlög almennra borg-
ara á svæðinu.
Sameinuðu þjóðirnar segja
meira en 360 þúsund manns flúna
frá átakasvæðunum síðan þessi
hrina hófst í síðustu viku. Þessi
mannfjöldi bætist við hálfa milljón
manna sem áður höfðu flúið undan
fyrri átökum stjórnarhersins og
uppreisnarsveita, sem sumar eru
undir stjórn talibana.
Margir leita skjóls í flótta-
mannabúðum sem fyrir löngu eru
yfirfullar.
Í flóttamannabúðum í bænum
Mardan skammt suður af átaka-
svæðunum biðu hundruð manna
klukkutímum saman til þess að
skrá sig hjá starfsmönnum Sam-
einuðu þjóðanna, til þess að fá tjald
að búa í, matvæli og læknishjálp.
„Ég sé ekki neitt í þessum
búðum sem hjálpar okkur mikið,“
sagði einn hinna nýkomnu, Iftiki-
ar Khan. Hann óttaðist að aðstæð-
ur þar væru ófullnægjandi. Hann
sagðist hafa vonast til að geta feng-
ið húsaskjól hjá ættingjum, eins og
reyndar flestir flóttamennirnir
virðast stefna að.
Bandaríkjastjórn hefur lýst
ánægju sinni með þá hörku sem
pakistönsk stjórnvöld hafa ákveð-
ið að beita uppreisnarhópana, sem
hafa komið sér fyrir í norðvestur-
héruðum Pakistans. Þar geta þeir
skipulagt árásir á liðsmenn Banda-
ríkjahers og NATO handan landa-
mæranna í Afganistan.
Pakistönsk stjórnvöld bera sig
mannalega: „Við munum halda
áfram þessum aðgerðum þar til
síðasti talibaninn er fallinn,“ segir
Rehman Malik innanríkisráðherra.
„Við gefum þeim ekkert tækifæri.
Þeir eru á flótta. Þeir bjuggust
ekki við sókn af þessu tagi.“
Margt er þó óljóst um framgang
mála. Ekki hefur verið hægt að
staðfesta tölur hersins um mann-
fall og óvíst er um örlög almennra
borgara. Herinn segir að tólf til
fimmtán þúsund hermenn hafi
verið sendir á vettvang til að berj-
ast við 4-5 þúsund manna lið upp-
reisnarmanna. Í liði þeirra eru
taldir vera bæði afganskir og pak-
istanskir talibanar auk reyndra
útlendra bardagamanna.
gudsteinn@frettabladid.is
Harðar árás-
ir á talibana
Meira en 360 þúsund manns eru flúnir frá Swat-
dalnum í Pakistan þar sem stjórnarherinn gerir nú
harðar loftárásir á vígstöðvar talibana.
FLÓTTAFÓLK Í PAKISTAN Flestir leita skjóls í flóttamannabúðum, sem fyrir löngu eru
yfirfullar. RÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Björgvin Þór Hólm,
rekstrarstjóri Tölvuvirkni, er afar
ósáttur við að fyrirtæki eins og það
sem hann starfar hjá skuli þurfa
að borga, eftir því sem hann kemst
næst, 36 sinnum meira fyrir rafork-
una en álverin hér á landi.
„Samkvæmt síðasta reikningi sem
við fengum borgum við 7,35 krónur
fyrir kílóvattstundina,“ segir Björg-
vin. „Ég spurðist því fyrir í iðnaðar-
ráðuneytinu, viðskiptaráðuneytinu,
Landsvirkjun og einnig hjá stjórn-
málamönnum um það hvað álver-
in greiða fyrir raforkuna. Ég fékk
engin svör.“ Eftir að hafa kannað
málin eftir öðrum leiðum segist
hann hafa þær upplýsingar að þau
greiði um tuttugu aura, sem er 36-
falt minna en Tölvuvirkni greið-
ir. Úttekt Fréttablaðsins frá því í
júní 2007 leiddi hins vegar í ljós að
verðið sem Norðurál greiddi þá var
2,1 krónur á kílóvattstund. „Ég hef
kvartað við Samkeppnisstofnun því
þarna fær eitt fyrirtæki mun betri
kjör á efnivið frá okkur Íslending-
um. Ég undrast mjög áhugaleysi við-
skiptaráðuneytisins við að upplýsa
um orkuverðið en það á að standa
vörð um fyrirtækin í landinu. Það
er ekki að standa í stykkinu í þessu
tilfelli.“ - jse
Rekstrarstjóri kvartar til Samkeppnisstofnunar:
Ósáttur við afslátt á
orkuverði til álvera
BJÖRGVIN Í TÖLVUVIRKNI Gagnrýnir
ójafnt verðlag á raforku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í því dapurlega ástandi sem nú ríkir á
vinnumarkaði eru margir að gera góða
hluti, til dæmis Rauði krossinn. Hann
rekur Rauða kross-húsið að Borgartúni
25 þar sem er opið alla virka daga kl.
12–17. Þar eru haldin ókeypis námskeið
og veitt ráðgjöf af ýmsu tagi. Heimasíða
Rauða kross-hússins (raudakrosshusid.
is) er líka gagnleg. Þar er til dæmis búið
að setja á einn stað upplýsingar um frí-
stundir, námskeið, fyrirlestra, upplýs-
ingar um ráðgjöf og annað sem fólki
stendur til boða sér að kostnaðarlausu.
En að öðru. Ódýrasta leiðin til að kom-
ast á framandi slóðir er að heimsækja
þær matvörubúðir sem fyrirfinnast í
bænum og eru dálítið öðruvísi. Tvær
asískar verslanir eru í miklu uppáhaldi
hjá mér, Mai Thai á Hlemmi og Asian
á Suðurlandsbraut, við hliðina á Quiz-
nos. Umhverfi, lykt og vöruúrval býr til
stemningu sem maður þarf ekkert ægi-
lega mikið ímyndunarafl til að túlka sem
svo að maður sé á framandi slóðum, í
útlöndum, víðs fjarri kreppu og íslensk-
um bömmerum. Sé maður í stuði má
svo láta reyna á gæði asísks harðfisks,
þarasnakks eða kókoshnetuíspinna. Í
Asian er að auki lítill skyndibitastaður
sem er einn sá ódýrasti á landinu. Eng-
inn réttur kostar yfir þúsund krónum
og réttur dagsins er á 390 kr. með gosi.
Ódýrara verður það nú varla.
Neytendur: Rauða kross-húsið og asískar matvörubúðir
Ódýrasta utanlandsferðin er á Hlemm
ASIAN VÐ SUÐURLANDSBRAUT Inni í versluninni
er einnig skyndibitastaður.
ALÞINGI Björvin G. Sigurðsson,
fyrrverandi viðskiptaráðherra,
var í gær kosinn formaður þing-
flokks Samfylkingarinnar. Björg-
vin hlaut einróma kosningu í
starfið á þingflokksfundinum í
gær.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
heldur áfram sem varaformaður
þingflokksins en Skúli Helgason,
nýkjörinn þingmaður flokksins,
tekur við starfi ritara þingflokks-
ins. - sh
Stjórn þingflokks S-lista valin:
Björgvin þing-
flokksformaður
BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Þingmað-
urinn hlaut einróma kosningu í starf
formanns þingflokks Samfylkingarinnar.
VEISTU SVARIÐ?