Fréttablaðið - 12.05.2009, Síða 26

Fréttablaðið - 12.05.2009, Síða 26
22 12. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR Keflavíkurvöllur, áhorf.: 1272 Keflavík FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–13 (5–4) Varin skot Lasse 4 – Daði 4 Horn 6–5 Aukaspyrnur fengnar 19–16 Rangstöður 8–3 FH 4–3–3 *Daði Lárusson 8 Guðmundur Sævars. 6 Pétur Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásg. 6 Hjörtur Logi Valgarðs. 5 Davíð Þór Viðarsson 4 Matthías Vilhjálmss. 6 Tryggvi Guðmundss. 6 (78., Björn Sverrisson -) Matthías Guðmunds. 4 (57., Alex. Söderlund 4) Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 4 (78., Hákon Hallfreðs. -) *Maður leiksins KEFLAVÍK 4–4–2 Lasse Jörgensen 7 Guðjón Antoníuss 6 Bjarni Hólm Aðalst. 6 Alen Sutej 7 Brynjar Guðmunds. 6 Símun Samuelsen 5 Hólmar Örn Rúnars. 7 Jón Gunnar Eysteins. 5 Jóhann B. Guðm. 5 Magnús Þorsteinss. 6 (90. Einar Einarsson -) Haukur Ingi Guðnas. 6 (67. Hörður Sveinss. 5) 1-0 Hólmar Örn Rúnarsson (54.) 1-1 Kristinn Jakobsson (7) sport@frettabla- Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á morgun Bandaríski forstjórinn og íslenska vatnið. Hvert stefnir verðbólgan? Rýnt í netauglýsingar. Í Markaðnum á morgun > Ekkert gengur hjá stelpunum hennar Elísabetar Það gengur ekkert hjá Elísabet Gunnarsdóttur og liði hennar, Kristianstad, í sænsku úrvalsdeildinni. Kristi- anstad tapaði sjötta leiknum í röð í gær, nú 2-0 fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur og félögum í Linköping. Margrét Lára lék síðustu 9 mínútur leiksins. Guðný Björk Óðins- dóttir, Erla Steina Arnardóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir léku allan leikinn fyrir Kristianstad. Kristian- stad hefur tapað sex fyrstu leikjum sínum á tímabilinu og er eitt í neðsta sæti deildarinnar. Linköp- ing komst með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar. KÖRFUBOLTI Ágúst Björgvinsson skrifaði í gær undir samning við Hamar um að þjálfa bæði meist- araflokksliðs félagsins í Iceland Express-deildinni næsta vetur. Ágúst mun auk þess vera yfir- þjálfari yngri flokka félagsins. „Þetta er búið að vera frek- ar löng biðstaða hjá mér enda kláraðist tímabilið 13. mars. Ég er búinn að vera í viðræðum og það er ánægjulegt að vera búinn að klára þetta. Það var ekki búið að loka því algjörlega að ég yrði áfram með Hamar en ég var við- ræðum við önnur lið. Það varð síðan ofan á að ég myndi halda áfram með Hamarsliðið,” sagði Ágúst. „Ég er rosalega spenntur fyrir því verkefni að fara að þjálfa tvö úrvalsdeildarlið. Ég hef sinnt því einu sinni áður þegar ég þjálfaði bæði karla- og kvennaliðið hjá Haukum 2006,“ sagði Ágúst. Ágúst Björgvinsson stýrði Hamarsliðinu til sigurs í 1. deild karla og undir hans stjórn unnu Haukakonur níu titla á árunum 2005 til 2007 þar af alla fimm titlana í boði tímabilið 2006- 2007. Karlalið Hamars er komið aftur upp í úrvalsdeild eftir eins árs fjarveru. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera raun- sæir. Það er mjög mikið af efnilegum strákum í liðinu og ég vil reyna að byggja þá upp,“ segir Ágúst og bætir við. „Við ætlum að halda áfram að byggja upp gott lið í Hveragerði og aðalmarkmiðið er að reyna að festa liðið aftur í sessi í úrvalsdeild ásamt því að byggja upp þessa ungu og efni- legu stráka,” segir Ágúst. Kvennalið Hamars náði sínum besta árangri í sögunni á síðasta tímabili. „Það var frábært hjá stelpunum að komast í úrslitakeppni í fyrsta skiptið. Þær spil- uðu á móti verðandi Íslandsmeisturum og veittu þeim mikla sam- keppni. Það eru mjög spennandi tímar hjá kvennaliðinu og það er hægt að gera mjög margt með þetta lið,” segir Ágúst en hann verður einnig þjálfari drengjaflokks sem og yfir- þjálfari félagsins. -óój Ágúst Björgvinsson þjálfar bæði karla- og kvennalið Hamars næsta vetur: Mikið af efnilegum leikmönnum Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta vetur. Grindvíkingar hafa gert þriggja ára samning við miðherjann Ómar Sævarsson sem leikið hefur með ÍR und- anfarin ár. „Þetta er mjög spennandi verkefni og vonandi næ ég að verða púsluspilið sem upp á vantar til að liðið geti unnið alla titla sem eru í boði,“ sagði Ómar í samtali við Frétta- blaðið, en Grindvíkingar voru nokkrum sekúndum frá því að verða Íslandsmeistarar í vor. Honum verður m.a. ætlað að fylla það skarð sem Páll Kristinsson skilur eftir sig. „Það er stórt skarð að fylla. Páll er gríðarlega vanmetinn leikmaður,“ sagði Ómar. Hann ætlar að flytja til Grindavíkur en segir sárt að fara úr Breiðholtinu þar sem hann hefur spilað lengst af. „Það er erfitt að fara úr Breiðholtinu þar sem vel hefur verið hugsað um mann síðan maður var níu ára gamall. Ég er hins vegar ekkert að verða yngri og ég hugsa að allir hafi gott af smá breytingu. Maður má ekki festast í sömu hjólförunum,“ sagði Ómar. Hann hlakkar til að takast á við áskorunina í Grindavík. „Ég er að fara í lið sem er að leika til úrslita ár eftir ár á meðan ég hef ekki komist lengra en í aðra umferð og það er stór þáttur í ákvörðun minni,“ sagði Ómar. En hvernig á hann von á að falla inn í hraðan leikstíl Grindvíkinga? „Ég er léttur á fæti og tek ekki mörg skot frá þessum byssum í liðinu. Það er nóg af mönnum til að skora þarna og mitt hlutverk verður vænt- anlega að hirða fráköst, verja skot og hlaupa með þeim. Ég þarf auðvitað að aðlagast þessu og það verður bara að koma í ljós hvernig ég passa inn í þetta. Ég hef samt fulla trú á að það takist og nú er þetta bara spurning hvernig guli liturinn fer mér,“ sagði Ómar í léttum dúr. Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir Grindvíkinga ætla sér stóra hluti næsta vetur og er hæstánægður með liðsstyrkinn. „Virkilega ánægður með að fá þennan strák. Þetta er hörkuduglegur og öflugur strákur. Hann var næstbesti kosturinn á eftir Hlyni Bæringssyni,“ sagði Óli Björn. ICELAND EXPRESS-DEILD KARLA: ÍR-INGURINN ÓMAR SÆVARSSON ER GENGINN Í RAÐIR GRINDAVÍKUR Það er erfitt að yfirgefa Breiðholtið FÓTBOLTI Varamennirnir Obaf- emi Martins og Peter Loven- krands tryggðu Newcastle 3-1 sigur á Middlesbrough í falls- lagnum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsti sigurinn hjá Newcastle undir stjórn Alan Shearer og með honum komst liðið upp úr fallsæti og sendi Hull í hóp þriggja neðstu liðanna. Middlesbrough komst yfir á sjálfsmarki á 3. mínútu en Steven Taylor jafnaði skömmu síðar. - óój Skiptingar Shearer réðu öllu: Newcastle vann BEINT TIL STJÓRANS Obafemi Martins fagnar með Alan Shearer. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Keflvíkingar fögnuðu vel og innilega sigri á FH í gær. Sigri sem augljóslega skipti þá meira máli en þrjú stig. Þeir byrja því mótið vel en voru aldrei með öruggan sigur í höndunum gegn tíu FH-ingum. Aðstæður á Sparisjóðsvellinum í gær voru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Rok og rigning. Völl- urinn afar þungur þess utan eftir rigningu dagsins. Liðunum gekk þrátt fyrir það merkilega vel að spila þokkalegan fótbolta á köfl- um. FH-ingar stýrðu ferðinni úti á velli en Keflvíkingar freistuðu þess að nýta hraða framherja sinna með stungusendingum á Hauk Inga og Magnús Sverri. Hauk- ur Ingi var sérstaklega sprækur framan af. Vendipunktur leiksins varð á 20. mínútu þegar Davíð Þór, fyrirliði FH, togaði Hauk Inga niður sem var að sleppa í gegn eftir magn- aða stungusendingu Jóhanns B. Guðmundssonar. Davíð var aft- asti maður og Kristinn Jakobsson dómari gat lítið annað gert en sent Davíð Þór í snemmbúna sturtu. Nokkuð lá á FH eftir rauða spjaldið en Keflavík tókst þó ekki að skapa sér afgerandi færi. Atli Guðnason fékk aftur á móti fínt færi hinum megin, náði góðu skoti en Lasse Jörgensen varði vel í horn. Lítið gerðist eftir það og markalaust þegar liðin fóru að fá sér te í kuldanum. Síðari hálfleikur fór ákaflega rólega af stað. FH-ingar sterkari ef eitthvað var. Það voru nákvæm- lega engin teikn á lofti að eitt- hvað væri að fara að gerast þegar Hólmar Örn kom Keflvíkingum yfir með laglegu skoti eftir að hafa tekið frákast við vítateiginn. Smekklega gert hjá Hólmari. Tíu FH-ingar börðust grimmi- lega í slagveðrinu en sóknir þeirru voru ómarkvissar og bitlausar. Það var einna helst Atli Guðnason sem lét eitthvað að sér kveða. Keflvík- ingar fengu tvö dauðafæri í hálf- leiknum en Daði varði laglega í bæði skiptin. Aðeins eins marks forysta var alltaf hættuleg en FH-ingar nýttu föstu leikatriðin sín illa og sköp- uðu lítið. Keflvíkingar fögnuðu ógurlega í leikslok og ljóst að sig- urinn skipti þá miklu máli enda fór allt til fjandans síðast þegar þeir spiluðu á heimavelli sínum. „Þetta skipti okkur svo sannar- lega gríðarlegu máli og það er afar sætt að vinna Íslandsmeistarana í fyrsta leik. Þetta var það síðasta sem við þurftum til þess að loka á tímabilið í fyrra,“ sagði brosmild- ur þjálfari Keflavíkur, Kristján Guðmundsson. „Mér fannst FH-ingarnir samt standa sig frábærlega þó svo þeir hafi verið einum leikmanni færri. Eins gott og það var að vinna þá hefði verið mjög vont að klára ekki leik þar sem við erum manni fleiri í 70 mínútur. Við fengum ekki alveg eins mörg færi og skot á markið og við vildum enda gerðu strákarnir ekki alveg það sem fyrir þá var lagt í teignum. Við munum fara yfir það.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var merkilega léttur eftir tapið og augljóslega langt frá því að vera að fara á taugum þrátt fyrir tap í fyrsta leik. „Það er auðvitað alltaf svekkj- andi að tapa og sérstaklega þar sem við náðum að halda þessu markalausu fram að leikhléi og svo var lítið að gerast þegar við gefum þeim þetta mark. Við reyndum samt og við hefðum kannski getað jafnað með smá meiri einbeit- ingu,“ sagði Heimir en hvað fannst honum um rauða spjaldið? „Þetta var klárlega brot hjá Davíð en ég sá ekki þar sem ég stóð hvort það var einhver fyrir innan sem hefði getað stoppað þetta. Kristinn er samt okkar besti dómari og hann virtist viss í sinni sök í þessari stóru ákvörðun. Ég hef ekki séð þetta aftur og ætla því ekki að gagnrýna dóminn,“ sagði Heimir. henry@frettabladid.is Þungu fargi létt af Keflvíkingum Keflvíkingar telja sig hafa endanlega mokað yfir vonbrigði síðasta sumars með því að leggja Íslandsmeist- ara FH, 1-0, í Keflavík. FH lék manni færri í 70 mínútur eftir að Davíð Þór Viðarsson fékk rautt spjald. 1-0 FYRIR KEFLAVÍK Leikmenn Keflavíkur fagna hér sigurmarki sínu, á móti Íslands- meisturum FH, ásamt stuðningsmönnum sínum. MYND/VÍKURFRÉTTIR SIGURMARKIÐ Hólmar Örn Rúnarsson skorar hér sigurmarkið. MYND/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.