Fréttablaðið - 12.05.2009, Síða 10
10 12. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 67 Velta: 222 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
253 +0,93% 683 +1,11%
MESTA HÆKKUN
BAKKAVÖR +25,29%
MAREL FOOD S. +3,55%
ÖSSUR +0,40%
MESTA LÆKKUN
ATLANTIC AIRW. -3,47%
CENTURY AL. -3,3,07%
FØROYA BANKI -2,02%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 2,90 +0,00% ... Atlantic
Airways 167,00 -3,47% ... Atlantic Petroleum 575,00 +0,00% ...
Bakkavör 2,18 +25,29% ... Eik Banki 83,00 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 121,50 -2,02% ... Icelandair Group
4,50 +0,00% ... Marel Food Systems 55,50 +3,55% ... Össur 99,70
+0,40%
Fagor þvottavél
3F-111
1100 snúninga þeytivinda.
5kg hleðsla.
Tilboð 75.900
Fagor þvottavél
Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011
Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800
Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020
Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200
ÞeytivindaB
Íslendingar verða að svipta
hulunni af svikum innan
fjármálageirans og láta
sökudólga svara til saka.
FME hefur sent tíu mál til
sérstaks saksóknara.
„Íslendingar verða sjálfir að velja
hvaða leið þeir fara til að ljóstra
upp um efnahagsbrot innan fjár-
málageirans. Það mun koma mér á
óvart ef hér fyndust engin svik. Þau
má finna alls staðar,“ segir Willi-
am K. Black háskólaprófessor, sem
áður var háttsettur hjá bandaríska
fjármálaeftirlitinu.
Black skrifaði bók um fjársvik
innan fjármálafyrirtækja sem kom
út fyrir fjórum árum og tekur hún
á orsökum þess þegar molna tekur
undan geiranum í kjölfar innherja-
svika og bókhaldsbrellna til að fela
taprekstur.
Black flutti fyrirlestur fyrir fullu
húsi í Háskóla Íslands í gær og tók
að því loknu þátt í pallborðs umræð-
um.
Hann sagði meðal annars að sér-
stakt saksóknaraembætti yrði að
vinna í því að fá fólk til að ljóstra
upp um meðvitaðar misgjörðir
innan fjármálageirans. Bein lína
til embættisins sé dæmi um slíkt.
„Auðvitað má búast við að fólk
hringi inn og skilji eftir ýmiss
konar vitleysu. Inni á milli er safa-
ríkara efni sem má rannsaka frek-
ar,“ sagði hann en lagði áherslu á að
nánd og skyldleiki Íslendinga geti
verið til trafala vegna uppljóstr-
ana og því verði að finna örugga
leið fyrir fólk til að ljóstra upp um
misfellur í fjármálageiranum.
jonab@markadurinn.is
Efnahagsbrotin eru alls staðar
UMRÆÐUSTJÓRNANDINN EGILL HELGASON OG BLACK Bandarískur uppljóstrari
og fyrrverandi starfsmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins segir mikilvægt að
komið verði upp um efnahagsbrot innan fjármálafyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Það er alltaf
vandamál hvað
telst eitt mál
og hvað tvö,“
segir Ólafur Þór
Hauksson, sér-
stakur saksóknari
um bankahrunið.
Hann segir hvert
mál geta kvíslast
í fleiri mál og
þurfi að skoða
hvert um sig gaumgæfilega. Því sé
erfitt að henda reiður á eiginlegan
fjölda mála sem Fjármálaeftirlitið
(FME) hefur sent embættinu.
Ólafur vildi ekki tjá sig frekar um
málin, hvorki eðli þeirra né hver
staða þeirra er innan embættisins.
Fram kom á fundi með William
K. Black í gær, að FME hafi vísað
tíu málum til embættisins sérstaks
saksóknara. Um miðjan mars hafði
átta málum verið vísað áfram.
Þau snúa meðal annars um
grun um innherjasvik, markaðsmis-
notkun, ranga skýrslugjöf til FME
og ábendingar um meinta slæma
viðskiptahætti, í svari FME við fyrir-
spurn Fréttablaðsins. Fimm mál til
rannsóknar eru á lokastigi hjá FME
og er gert ráð fyrir að þeim verði
vísað til embættis sérstaks saksókn-
ara á næstu vikum.
Málum getur lokið hjá Fjármála-
eftirlitinu með álagningu stjórnvalds-
sekta eða sátt. Grun um meiri háttar
brot vísar FME til embættis sérstaks
saksóknara, að því er fram kemur í
svari FME.
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
TÍU MÁLUM VÍSAÐ TIL SAKSÓKNARA
„Markmiðið er að verja sparisjóðinn og
grípa til aðgerða til að tryggja að hann geti
tekið þátt í þeirri uppbyggingu sem bíður,“
segir Eggert Þór Aðalsteinsson, talsmaður
hóps stofnfjáreigenda og annarra velunnara
Byrs, sem ætla að bjóða fram til stjórnar á
aðalfundi sparisjóðsins á morgun. „Okkur
stendur ekki á sama um sparisjóðinn,“ bætir
hann við.
Framboðið á rætur sínar að rekja til rann-
sóknar hjónanna Rakelar Gylfadóttur og
Sveins Margeirssonar á viðskiptum með
stofnfjárhluti Byrs eftir hrun bankakerfis-
ins í fyrrahaust og afleitrar afkomu sjóðs-
ins í fyrra.
Um fjögur þúsund manns mættu á tvo
fundi sem þau Rakel og Sveinn stóðu fyrir
í síðasta mánuði og var samstaða um að
tryggja heilbrigt sparisjóðakerfi á Íslandi.
Að hópnum standa reynsluboltar í fyrir-
tækjarekstri en fyrir honum fer Hörður Arn-
arson, sem nýverið steig úr stóli forstjóra
Marel Food Systems eftir tíu ára setu. Auk
hans gefa kost á sér í aðalstjórn Byrs Arnar
Bjarnason, Ingunn Guðmundsdóttir, Svan-
hildur Nanna Vigfúsdóttir og Sveinn Marg-
eirsson.
Stefnir í átakafund hjá Byr
„Við tókum eftir því að fólk var
mjög ánægt með þetta,“ segir
Ólafur Haraldsson, framkvæmda-
stjóri viðskiptabankasviðs MP
Banka.
Bankinn opnaði nýtt útibú í
Borgartúninu í gærdag.
Ólafur segir það allt hið glæsi-
legasta. Útibúið tilheyrði áður
Spron og var húsnæðið upphaflega
tekið í gagnið fyrir einu og hálfu
ári. Starfsfólk útibús MP Banka
í Borgartúninu býr yfir mikilli
reynslu, allt að þrjátíu árum, og
kemur frá Spron.
Ólafur segir marga hafa haft
samband síðustu vikurnar og
spurst fyrir um útibúið. Marg-
ir hafi komið við í gær og kynnt
sér aðstæður. Nokkrir þeirra eru
viðskiptavinir ríkisbankanna og
sögðust geta hugsað sér til hreyf-
ings, að sögn Ólafs. - jab
KÆTI VIÐ OPNUN ÚTIBÚSINS Margeir
Pétursson, stjórnarformaður MP Banka,
brosandi við langþráða opnun útibús
bankans í Borgartúni í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MP Banki opnar
útibú í Borgartúni
HÖRÐUR ARNARSON
Fimm fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á
að nýta heimild Seðlabankans, taka lán í
krónum og greiða til baka í erlendri mynt.
CCP ryður brautina í vikunni með skulda-
bréfaútgáfu.
„Við sáum þetta sem tækifæri til að endurfjármagna
fyrirtækið til lengri tíma,“ segir Hilmar Veigar Pét-
ursson, framkvæmdastjóri CCP, sem á og rekur net-
leikinn EVE Online. Fyrirtækið hefur í þessari viku
sölu á skuldabréfi til sjö ára sem er gefið út í banda-
ríkjadölum og kaupendur greiða fyrir í íslenskum
krónum. MP banki hefur umsjón með útgáfu og sölu
skuldabréfanna.
Þetta er í samræmi við heimild Seðlabankans frá
í síðustu viku til að vinda ofan af krónubréfaeignum
erlendra fjárfesta sem festust inni með eignir sínar
við innleiðingu gjaldeyrishaftanna í fyrravetur. Við-
ræður um lausn á vandanum hafa staðið yfir síðan
fyrir áramót.
Fjögur önnur fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga
skuldabréfaútgáfu sem þessari, svo sem Landsvirkj-
un, Norðurál, Marel Food Systems auk stoðtækjafyr-
irtækisins Össurar. Þá hefur legið fyrir áhugi sjáv-
arútvegsfyrirtækja að skoða þessa leið til að tryggja
sér rekstrarfé við erfiðar markaðsaðstæður. Eftir
því sem næst verður komist er málið í frumskoðun
og hafa engar upphæðir verið nefndar nema hjá CCP.
CCP er lengst komið með málið en fyrirtækið fékk
heimild til skuldabréfaútgáfunnar 24. apríl síðastlið-
inn. Stjórn fyrirtækisins hefur heimild til skulda-
bréfaútgáfu upp á 2,5 milljarða króna. Fyrsta kast-
ið er stefnt að því að selja bréf fyrir tæpan milljarð
króna.
„Þessi fjármögnunarmöguleiki kemur sér vel fyrir
okkur því við erum að fara út í nokkuð agressíva
vöruþróun,“ segir Hilmar en CCP vinnur að þróun
nýs leiks, The World of Darkness. „Við vonum einnig
að þessar aðgerðir Seðlabankans hjálpi til við að losa
þrýstinginn af krónunni.“
Eve Online fagnaði sex ára afmæli í síðustu viku
en þá náði fyrirtækið jafnframt þeim áfanga að
áskrifendur eru rúmlega 300 þúsund. Allt stefnir í
að þeir verði fleiri en Íslendingar í sumar, að sögn
Hilmars. jse@frettabladid / jonab@markadurinn.is
HILMAR V. PÉTURSSON Netleikjafyrirtækið CCP ryður krónu-
bréfaleiðina í vikunni með útgáfu á skuldabréfi í Bandaríkja-
dölum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
CCP gefur út skuldabréf í
Bandaríkjadölum í vikunni
Verðmæti sjávarútflutnings nam
181 milljarði króna í fyrra. Þetta er
42,3 prósenta aukning á milli ára.
Þetta kemur fram í ritinu
Útflutningur og útflutningsfram-
leiðsla sjávarafurða 2008, á vegum
Hagstofunnar.
Fluttar voru út sjávarafurð-
ir fyrir 171,3 milljarða króna og
jókst verðmæti þeirra um 34,3
prósent á milli ára. Líkt og undan-
farin ár skiluðu frystar afurðir um
helmingi útflutningsverðmætis. Af
einstökum afurðum var verðmæti
blautverkaðs saltfisks úr þorski
mest, 14 milljarðar króna.
Tæp áttatíu prósent sjávarafurða
voru flutt til EES-svæðisins, að því
er segir í ritinu. - jab
Flutt út fyrir
181 milljarð