Fréttablaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Páls Baldvins Baldvinssonar Í dag er þriðjudagurinn 12. maí, 132. dagur ársins. 4.23 13.24 22.28 3.50 13.09 22.31 Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74% Fyrir nokkrum misserum tók einhver bankinn upp á því að dreifa til leikskólabarna smokk- um. Bíddu, ekki verjum, heldur léreftshólkum með vörumerki bankans áprentuðu og innan tíðar voru allar stelpur tekn- ar að ganga með svona vafning um hausinn, lifandi Glitnis-aug- lýsingar. Þetta kom sér svo sem ágætlega í þrálátum lúsafar- aldri frá tiltekinni fjölskyldu á heimilinu. Lengi eftir að óvær- an var kveðin niður voru mörg börnin með húfur inni við, nú eða skuplur. ALLT var þetta höfuðfatafár í línu við vaxandi ákafa hatta- manna við að ganga, sitja og standa með hattkúfa af ýmsu tagi sem var ekki hægt að lesa nema á einn veg: þeir menn þurftu mikið að styrkja reður- kennd sína og sanna fyrir sjálf- um sér og öðrum að þeir væru barmamiklir á tilteknum stöð- um. Hattar voru einhvers konar reðuruppbót. Kóngadýrkun. Takið bara eftir hverjir eru helstu hattamenn landsins. GAMALL maður sagði mér eitt sinn að á þeim árum þegar allir voru með hatta eða húfur hafi verið erfitt hér í þræsingnum að halda höfuðfötum. Veðrátt- an bauð ekki upp á pottlok eða barðahatta nema þeir væru keyrðir niður fyrir eyru. Kven- hattar voru sama próblem. ÞETTA rifjaðist allt upp þegar íslenskar listakonur á besta aldri áttu langt samtal í útvarpi um Laugaveginn, laugarnar og konur á fyrri tíð. Það kom þeim mest á óvart og reynd- ist óskiljanlegt að formæður þeirra gengu til útiverka með skuplur, ýmist bundnar í kverk eða í hnakka. Svo firrist heim- urinn. Og gleymist hinn upphaf- legi tilgangur höfuðfats sem úti- fatnaðar: að veita skjól fyrir sól og regni. BROT í uppbundinni skuplu svo barð myndaðist og slútti fram yfir ennið var til að verj- ast bæði regni í andlitið, veita skjól framhöfði en ekki síst að vernda andlit fyrir sól því það er bara í seinni tíð að það er fínt að vera sólskininn. Allar þjóðir sem búa við sólfar vita að það er óhollt – nema bjánarnir við: fólk á tímum rannsókna og upp- lýsingar. Sko skupluna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.