Rauði fáninn - 01.02.1932, Blaðsíða 1
IV. ARGANGUR
FEBRUAR 1932
1. TOLUBLAÐ
SAUÐI FANINN
MÁLGAGN VERKLÝÐSÆSKU SVEITA OG BÆJA
&
Útgefandi:
Sainband ungra konnnúnista
Deild úr A. U. K.
Ávarp
til verklýðsæsku íslenzkra bæja og sreita.
Með hverjum degi'sem líður harðna
árásir auðvaldsins á lífskjör hinna
vinnandi stétta. Kreppa sú, sem nú
knýr auðvaldið ákveðnar en nokkru
sinni fyr til þess að skerpa stétta-
baráttuna og skera niður bi’ýnustu
þarfir þess hluta verkalýðsins, sem
enn hef'ir ekki verið kastað út á hjarn
atvinnuleysis og skorts. En daglega
bætast þúsundir manna við miljóna-
heri atvinnuleysingjanna.
Það liggur í augum uppi, að verka-
lýðsæskan fer ekki varhluta þessarar
fylgju auðvaldsskipulagsins og að
hungurvofan ógnar henni sömu ör-
lögum og eldri stéttarsystkinum.
Auðvaldið hefir komið auga á þær
veilur sem eiga sér stað í fylkingum
verkalýðsæskunnar og notar sér þær
til þess að afla sér ódýrari vinnu-
krafta. Það sér að vanþroski henn-
ar og samtakaveilur opnar því leiðir
til þess að auka gróða sinn með spör-
uðum vinnukrafti eldri verkamanna.
Barátta hennar fyrir lífinu hlýtur því
að heyjast við hlið þess hluta verka-
lýðsins, sem eldri er að árum. Verka-
lýður allra landa er þess vitandi, að
hér er háð barátta upp á líf og dauða,
barátta gegn sameiginlegum óvini —
auðvaldinu — sem ógnar tilveru ör-
eiganna með stjórnleysi atvinnulífs-
ins og kreppum, sem þarna eru að
sýna yfirstéttinni — sínum eigin skap-
endum — í tvo heimana.
Undir merkjum kommúnismans er
þessi harðvítuga barátta háð um all-
an auðvaldsheiminn. Verkalýðurinn
hefir komið auga á þá staðreynd, að
kommúnisimnn er að verða að veru-
leika í einum sjötta hluta heims, og
hann sannfærist um það af baráttu
rússneska verkalýðsins að einungis
undir slíku forustuliði, sem hann átti,
er honum unnt að sigra.
Af þessum sannindum kemur bæði
eldri og yngri hluti verkalýðsins auga
á þau leiðartákn, sem benda honum
að fylkja sér undir fána kommúnism-
ans og berjast unz hann hefir bundið
enda á arftæka kúgun stéttar sinn-
ar, með afnámi auðvaldsins og valda-
töku öreigalýðsins.
Samfylking íslenzka verkalýðsins
um hagsmunasamtök sín benda einn-
ig á að niðurstöður hans hafa orðið
þær sömu og erlendu stéttarsystkin-
anna. Þó sér í fylkingum verkalýðs-
æskunnar enn gleggri merki þrótts,
til þess að bylta af sér okinu, þrótts,
sem ekki þolir hlekki vanans né arð-
rán auðvaldsins.
íslenzk verkalýðsæska sér nú dag-
lega svik socialdemokratisku foringj-
anna koma æ betur og betur í ljós,
og þegar hún lítur til ungkratanna,
sannfærist hún f-ljótt um, að þar er
ekki að leita forustusveitar í hags-
munalegri baráttu hennar. Hún skil-
ur, að þeir menn, sem kalla sig for-
ingja verklýðsæskunnar og vini Sovét-
Rússlands, en í sömu andránni kljúfa
samtök hennar og útiloka þá menn,
sem starfa vilja í anda rússneska
Framhald á bls. 7.
. .Rauði herinn er um flest ólíkur
herjum auðvalclsríkjanna. Svo sem
lcunnugt er setur auðvaldið herjum sín-
um það aðalmarkmið, að verða seni
færastir í drápsmenntinni og kunna
sem bezt að beita öllum dráps- og
eyðileggingartækjum nútímans, hern-
aðarflugvélum, eiturgasi o. s. frv.
Rauði herinn tekur hins vegar þátt
í allsherjar baráttu verkalýðsins. Jafn-
framt því sem hann er hernaðarlegur
vörður Ráðstjórnarríkjanna gegn er-
lendum ránshöndum, er hann einn öfl-
ugasti þátturinn í uppbyggingunni.
Rauðliðarnir mynda sérstalcar menn-
ingarsveitir, sem vinna að því út um
la/ndið að kenna gömlu kynslóðinni
lestur, skrift og önnur nytsöm fræði.
— Einnig kenna þeir bændum, að nota
ný vinnutæki og vélar. Hér á mynd-
inni sjást rauðliðar að vinna við drátt-
arvélar — síðan fara þeir út um sveit-
irnar að kenna bændunum.