Rauði fáninn - 01.02.1932, Blaðsíða 6

Rauði fáninn - 01.02.1932, Blaðsíða 6
6 RAUÐI FÁNINN (Framhald af 4. síðu). vinnuhugsjónir Framsóknarmanna og bræðralagsdraumar „jafnaðar- manna“ í einn vilja og eina sál. Þriðji stóri stéttarglæpur yfirstétt- arinnar nú á skömmum tíma, er bana- tilræðið við hinn afburða foringja verkalýðsins í Vestmannaeyjum, ís- Jeif Högnason. /Með því hefndar- verjji hefir yfirstéttin ísl. stígið feti framar, en nokkru sinni fyr á næst- liðnum öldum. Hér lætur hún ekki lengur nægja ,,handaflið“ margum- talaða eða gúmmíkylfur lögreglunn- ar. Hér grípa þeir til enn ægilegri og fljótvirkari tækja. Frá deildniram. F. U. K. í Hafnarfirði. Starfsemi félagsins hefir verið með töluverðu fjöri. Fastir fundir ann- an hvern þriðjudag. Sellu starfsemin ágæt. — Fyrir stuttu hélt F. U. K. opinber- an æskulýðsfund, með góðum árangri. F. U. K. bar fram kröfur í atvinnu- leysismálinu, innan verkamannafé- lagsins „HlífVoru þær eftir litlar umræður samþykktar í einu hljóði. (Kradabroddaimir sátu þegjandi hjá). En þegar til kastanna kom, sáu krat- arnir, sem urðu í minni hluta í Hafn- arfirði, sér ekki fært, að verða við kröfum verkalýðsins, en létu hann taka kröfurnar til baka á næsta fundi. Kom þar í ljós hið sanna eðli krat- anna, sem er að viðhalda og verja eftir beztu getu auðvaldsþjóðskipu- lagið á kostnað verkalýðsins. F. U. K. er eina æskulýðsfélagið í Ilafnarfirði, sem borið hefir fram hagsbótakröfur fyrir verkalýðinn og verkalýðsæskuna, enda er hafnfirsk verkalýðsæska að vakna til stéttar- meðvitundar og sjá, að Kommúnism- inn er hið eina sem fær frelsað verka- lýðinn undan oki auðvaldsskipulags- ins. — F. U. K. í Reykjavík. Aðalbarátta F. U. K. í Reykjavík hefir auðvitað verið gegn atvinnu- leysinu. Fyrir þá baráttu hefir F. U. K. nú fengið viðurkenningu, þar sem á einum bæjarstjórnarfundi, sem ungir verkamenn voru mættir undir forusttu F. U. K. til mótmæla fjár- hagsáætlun bæjarins, er þá átti að samþykkja og fól í sér nær engar verklegar framkvæmdir, með öðrum orðum sultaráætlun fyrr verkalýðinn í Reykjavík, var lögreglunni sigað á þá og gekk. hún fram með reiddar kylfur og barði jafnvel ungar stúlkur, sem þar voru með. Þátttaka F. U. K. félaga í verka- lýðsbaráttunni verður almennt að teljast góð. Sellustarfsemin er að komast á góðan rekspöl. Frá því um þing S. U. K. hafa bæzt í félagið um 40 ný- ir félagar. Utbreiðslufund hélt F. U. K. í L. L. L. vikunni og sóttu hann um 250 ungir verkamenn og stúlkur. Næstu verkefni F. U. K. eru að snúa sér með meiri krafti að sérmálum verka- lýðsæskunnar og hefja öfluga út- breiðslu fyrir Rauða fánann, svo hann verði baráttumálgagn verklýðsæsk- unnar á íslandi. Verklýðsæskunni í Reykjavík er þegar að verða Ijós nauðsyn baráttunnar fyrir hagsmuna- málum sínum og hverfur því frá borgarlegu æskulýðsfélögunum yfir í baráttusveitir Félags ungra Komm- únista. Frá ísafirði. F. U. K. á ísafirði hefir átt erfitt uppdráttar undanfarið, en nú í vetur er það mikið að reisa við. Heí'ir það nú ásamt ísafjarðardeild K. F. I. leigt stofu til fundahalda, og er þar- með yfirunninn mesti örðugleikinn. A föstudaginn 12. þ. m. boðaði félagið til opinbers æskulýðsfundar í Bíó- húsinu. Voru á fundinum ca. 80 manns. Töluðu þar F. U. K. félagarnir Halldór Ólafsson, Ragnar Guðjónsson, Sig. Hannesson, Guðm. Bjarnason og Áki Jakobsson. Er þeir höfðu skýrt stefnu F. U. K. og baráttu fyrir hagsmuna- málum verklýðsæskunnar, sýnt fram á nauðsyn öflugrar og látlausar bar- áttu gegn hinum borgaralegu æsku- lýðsfélögum, og deilt á sosialdemo- krata fyrir klofningsstarfsemi þeirra á samtökum íslenzks verkalýðs bæði þess eldri og yngri, þá tók til máls Hannibal Valdimarsson. — Kvað hann borgaraleg æskulýðsfélög mjög mikilsvirði og uppbyggjandi fyrir verklýðsæskuna og sagðist hvetja hvern þann ungann verkamann, sem vildi verða stéttinni að gagni, að ganga í skátafélagið. Ávítti hann kommúnista harð- lega fyrir að þeir vildu koma á stétta ófriði einmitt nú þegar mest riði á stéttafriði svo þjóðin (!) — þ. e. auðvaldið — geti komist út úr vandræðunum. — Fundur þessi fór hið bezta fram, og hefir hann orðið til þess að vekja athygli verklýðs- æskunnar á F. U. K. og brjóta þá einangrun, sem það hefir verið í. Frá Vestmannaeyjum. Félag ungra kommúnista í Vestmannaeyjunv hefir starfað mjög' ötullega í vetur og' bætt við sig fjöl'da nýrra meðliina, svo að það er nú lang-fjölmennasta og þróttmesta pólitísko æskulýðsfélag í Eyjum. Hefir í F. U. K. skapast djarft forustuliðt ungra verkamanna og' kvenna, og' má til marks um það benda á, að á útbreiðslufundi, sénv. kommúnistaflokkui'ihn liélt í vetur, og senv. sóttu 3—400 manns, töluðu 5 félagar úr F. U.. K., allir undir 20 ára aldurs, en tveir þeirra voru að eins 14 ára gamlir. F. U. K. 'hefir tekið virkan þátt í verka- lýðsbaráttunni í Eyjum, og í verkfallinu síð- asta sýndi það sig, hversu traustur styrkui" lireyfing ungi’a koinmúnista er orðinn þar í baráttu alls verkalýðsins. Á síðasta fundi, sem F. U. K. hélt, gengu 7 nýir félagar'. Munu ineðlimir F. U. K. í. Eyjum nú vera orðnir eitthvað á annað. hundrað. Ályktun F. U. K. á Siglufirði um Rauða fánann. F. U. K. á Siglufirði lýsir ánægju sinni yf— ir því, að stjórn S. U. K. sknli sjá það, að. R. F. er ekki það vopn sambandsins í bar- áttunni, sem. hann á að vera, og að nauðsyn- legt er að breyta honum, til þess að hann. veki meiri áliuga verkalýðsæskunnar framveg-- is en hingað til; til dæmis mætti taka sér til fvrirmyndar Stormklockan. Utgáfu mynda- blaðs er félagið mótfallið vegna Jvess, fyrst og' fremst, að það mundi ekki geta birt myndiiy nema að mjög litlu leyti, frá baráttu verka- lýÖsæskunnar hér á landi, og komi því ekki að. tilætluðum notum og einnig þess, að meiri kostnaður verður á útgáfu þess cn lt. F. Félagið er sér þess meðvitandi, að blað— laust getur S. U. K. ekki rekið starfsemi sína, sem forvörður verkalýðsæskunnar' í baráttunni gegn auðvaklinu, og leggur því til, að haldið verði áfram útgáfu R. F. ef mögulegt er. Félagið hér mun gera allt, sem hægt er til þess, að útbreiða og efla R. F. og skorar á aðrar déildir S. U. K. að gera slíkt hið sama. En takist S. U. K. að fá góð og ódýr' myndamót, telur félagið heppilegt, að R. F.. verði meira myndum prýddur en verið hefir.- (Samþykkt á fundi félagsins, sem haldinn var 4. janúar 1032). Félagi Áki Jakobsson, forseti S. U. K. fór nýlega vestur á Isafjörð í erindagerðum sambandsins. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefir nýlega haldið þing sitt hér í bænum. Mun fulltrúakosningin á þing- ið hafa verið nokkuð einkennileg, þar sem flestar ,,deildir“ S. U. S. hafa legið í dvala nú undanfarið. Heim- dallur í Reykjavík átti aðeins 28 full- trúa á þinginu. Mörg mál hafa verið: rædd og tillögur samþykktar. Verka- skifting var ágæt á þinginu í flest- um málum. Foringjar Sjálfstæðis- flokksins hér héldu ræðurnar og; fluttu tillögurnar, en hinir samþykktu. Ágreiningur varð þó um eitt málr ,,Afnám bannlaganna“, og lá þá jafn- vel við handalögmálum að því er sagt er.

x

Rauði fáninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.