Rauði fáninn - 01.02.1932, Blaðsíða 7

Rauði fáninn - 01.02.1932, Blaðsíða 7
RAUÐI FÁNINN ffánasöngur rauðliðanna. Kvað við iippreisna?• lat/, hjsti af öreigans brá þegar árgolan sne^'ti þinn fald. lni varst frelsisins tákn, sem að treystum við á, nú var takmarkið: réttur og vald. Og þú beindir oss leið gegnum skugga og skijn, þar sem skiftast á ylur og gjóst. Þig vér lærðmn að elska og valcta sem vin, og verja okka/r fylkivgarbrjóst. Láttu alls staðar gjalla þinn uppreisnar söng frá unnum að háf jallabrún, og vér hcitum að fylkja os.s fast um þá stöng, þar sem fáni vor blaktir við hún. J>egar daprast o.ss gangan við ellinnar ár, þegar opnast hið síðasta skjól, signdu blóðrauði fáni vor héluðu hár, undir hækkandi öreigasól. Lát á blóðrauðum grunni þá bera við ský ■okkar blikandi haonar og sigð. Fijlltu vetrai'ins heim þínum voralclargný, til að velcja um gjörvalla byggð. Láttu alls staðar gjalla o. s. frv. Jón Rafnsson þýddi. Aldrei hefir hættan á hernaðarinnrás auðvaldsins á Sovét-Rúss- land vei'ið jafn mikil og nú, sérstaklega i sambandi við Mand- sjúríudeiluna. />að ríður þess vegna mjög á því að rússneskur og erleuáur verkalýður verði vamarhlutverki sínu vaxinn. — Hér er mynd af Voroschilow aðalforiugju Rouöa hersins. Framhald af bls. 1. verkalýðsins, eru ekki kjörnir til for- ustu öreigaæskunnar á dögum stór- veldastefnu og fasisma. Ungkratarnir gæta þess vandlega aci halda félags- skap sínum frá allri hagsmunalegri baráttu, en guma í þess stað af menn- ingar- og fræðslustarfsemi sinni, sem mest kemur fram í innantómu orðaskvaldri um fagrar hugsjónir og göfug takmörk og kafna svo í óhóf- legri skemmtanafýkn. Nei, íslenzk öreigaæska krefst meira í þeirri hörðu baráttu, sem hún stendur í og nú er framundan, en inn- antómra orða og blekkinga. — Hún krefst þess, að unnið sé ötullega að uppfyllingu óska hennar og krafna, og fylkir sér því um hinn eina bylt- ingasinnaða æskulýðsfélagsskap —- alþjóðasamband ungra kommúnista. Islenzk verkalýðsæska er nú óðum að sjá, að Samband ungra kommúnista er sá eini félagsskapur, sem hún get- ur treyst til að bera fram hagsmuna- kröfur sínar, og sem að lokum mun bera hinar róttækustu og réttmætustu kröfur hennar fram til sigurs — kröf- urnar um afnám auðvaldsþjóðfélags- ins og framkvæmd socilaismans. — Einmitt þessum sannindum er hið borgai'alega ríkisvald að opna augun fyrir og sjá hættuna, sem stafar af auknum styrk S. U. K. Kröfunum, sem verkalýðsæskan gerir undir for- ustu þess er svarað með kylfuhöggum hálf-villtrar lögreglu, sem sigað er í vitfirringslegu æði af yfirspentum auðvaldsþýjum til þess að gæta hags- muna yfirstéttarinnar og bæla niður háværar raddir verkalýðsins til rétt- arbóta. — Þar sem ungir verkamenn koma saman í menntastofnunum lands ins sem fulltrúar stéttar sinnar, en gera sér ekki að góðu skoðanaþving- un borgaranna, eru þeir ofsóttir og bægt frá þeirri ófullkomnu og hlut- drægu menntun, sem borgaralegir skólar veita. — Þannig er íslenzki'i ör- eigaæsku svarað, þegar hún reynist sjálfri sér trú og krefst réttar síns. En svör hennar munu verða þau, að fylkja sér fastar um Samband ungra kommúnista og búast þar til lokabar- áttunnar. „Endurbæturnar eru hjáverk bylt- ingarinnar“, segir Karl Marx, en á leiðinni að þeim áfanga verða marg- ar orustur háðar, en sigrarnir eru því vísari, sem verkalýðsæskan til sjáv- ar og sveita fylkir sér fastar undir merki kommúnismans. — Sigrarnir í dægurbaráttunni munu stæla og hvetja en jafnframt knýja til auk- innar baráttu fyrir nýjum sigrum. Is- lenzk öreigaæska! Við lítum fram á brautina og sjáum verkefnin svo langt sem augað eygir. Þau eru mis-erfið og krefjast misjafnra fórna — svita- dropa, þrautseygju og blóðs. En hverjar eru þá hinar hagsmuna- legu dægurkröfur, er Samband ungra kommúnista berst fyrir? Það berst fyrst og fremst gegn hinni takmarkalausu launakúgun og langa vinnutíma, sem verkalýðsæskan á við að búa. Fyrir algjöru afnámi barna- vinnu til 14 ára aldurs, 4 stunda vinnudegi á aldrinum 14—16 ára og 6 stunda vinnudegi 16—18 ára. Dag- vinnutíma. Það berst fyrir atvinnu- leysistryggingum og atvinnuleysis- launin séu þau sömu og fyrir lengri

x

Rauði fáninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.