Rauði fáninn - 01.02.1932, Blaðsíða 4

Rauði fáninn - 01.02.1932, Blaðsíða 4
4 RAUÐI FÁNINN Fasismmn heldnr innreið sína i islenzka stéttabaráttn fyrir alvörn. Það haustar og hallar að sumri í hinum kapitalístiska heimi. Hvar- vetna dregur að með geigvænleg pólitísk ofsaveður. Byltingablikan færist hærra og hærra í öll- um löndum og stéttirnar hervæða sig til lokabaráttunnar. — Þetta er í stuttu máli það, sem skapar þá sögu, sem mennirnir eru nú að leggja drög- in að og komumst við því ekki hjá því að athuga nokkuð hvar við stönd- um í þessari allsherjarbaráttu — eða hvort við yfirleitt heyjum nokkra baráttu, sem sé nokkuð skyld þeirri alheimsstéttarstyrjöld, sem nú er háð. Á þeim tímum þegar ísland var að mestu leyti óháð umheiminum at- vinnulega og viðskiftalega séð, þá bergmálivðu allt af að nokkru hér heima þau stórtíðindi. sem voru að gerast úti í heimi. Það átti því engum að koma á óvart, þótt hin alþjóðlega stéttabarátta endurspeglist hér í lík- um formum og hún er úti í heimi, á þeim tímum, þegar ísland er orðið algjörlega samtvinnað heimsauðvald- iW———M—■WMBig— Fórnir. Stuttgart . . . Hádegi. Fólkið streym- ir aftur og bak og áfram um breiðar götur borgarinnar. Sumir eru skraut- lega klæddir, í hlýjum, sk.jólgóðum fötum, og ánægjan, ábyrgðarleysið og dýrsleg værðarlöngun skín út úr svip þeirra. Aðrir eru tötralegir, magrir og kaldir. Vonleysi öreiganna hefir rist rúnir sínar á andlit þeirra. Auður og örbyrgð renna saman á steinlögðum götum stórborgarinnar. Skrautlegir þílar renna eftir götun- um. Það eru auðkýfingar og arðræn- ingjar, sem aka heim til sín t.il þess að neyta þar miðdegisverðar, sem tekinn er frá munninum á hungruðum börn- um og horuðum öreigum. En fátækl- ingarnir verða að ganga eftir hörðum steinstéttunum. Þeir hafa ekki einu sinni efni á að kaupa sér far með spor- vögnunum, þreyttir og bognir á sál og líkama ganga þeir heim. Eg sit í skemmtigarði við eina að- algötu borgarinnar, og horfi á fólks- strauminn á götunni. í gegnum skrölt- ið og hávaðann heyri eg óglöggt óm af söng í fjarska. Eg kannast við lagið. Á fundi í Framsóknnrfélagi Reykjavíkur nú nýlega barðist Hernmnn lðgreglustjóri af mikluin (‘lclmóði fvrir lögskipaðri ríkislög- reglu, til nð berja n verkamönnum, ef þeir létn sér detta í hug nð krefjast atvinnu eða hnfa í írammi aðra slíka ósvífni. Ymsir af fundarmönnum þóttust mótfnllnir tillög-unni nð svu komnu. Mnnii þeir álitn hepjiilegra vegnn nhnenningsálits enn sem komið er, nð látn leynihvítliðn nægjn. inu, enda hefir orðið sú raunin á. Síðan krepan byrjaði hefir auð- valdið gert óvenjulega harða hríð á kjör verkalýðsins með launalækkun- um, atvinnuleysi og hverskyns hörm- ungum. Islenzka auðvaldið hefir ekki verið neinn eftirbátur í þeirri her- ferð. Það byrjaði á því þegar í kreppubyrjun að ljósta verkalýðinn með hrammi atvinnuleysis. Síðan, þegar því þykir örbirgðin vera orðin Það er ,,die Internationale". Söngurinn smá-skýrist og hljómarnir stíga hærra og hærra, ógnmiklir og kraftmiklir eins og öldur úthafsins. Stór flokkur atvinnulausra verka- manna kemur eftir götunni. Þeir raða sér skipulega þvert yfir hana, ganga áfram eins og herfylking, og veifa rauðum fána, — fána öreiganna. Umferðin teppist á götunni. Fyrir framan mig lendir fólkið, bílarnir, h.jólreiðamennirnir og strætisvagnarn- ir í eina bendu, og þrengslin eru svo mikil, að farartækin komast hvorki aftur á bak né áfram. Hér er aðal- gata borgarinnar, og hér hafa atvinnu- leysingjarnir séð sér leik á borði að teppa umferðina. Hvað varðar hungr- aða, klæðalausa, smáða og vonsvikna atvinnuleysingja um það, hvort verzl- unarbraskarar eða atvinnuarðræningj- ar komast leiðar sinnar, og geti notið þess fjár í ró og næði, sem þeir hafa stolið, samkv. lögum, frá verkalýðnum, og hvort þeir komast heim til að borða krásirnar í næði, sem þeir hafa tekið frá sveltandi börnum þjóðfélagsins? Hvað varðar hungraða menn um þær reglur, er þjóðfélag hefir sett, sem læt- ur þá hungra og deyja úr sulti, sem nægileg, þá hefir það hina fasist- isku kaupkúgunar- og ofsóknarárás, sem nú hefir staðið í undanfarnar vikur og mun enn halda áfram. — Skulu nú í stuttu máli athuguð helstu atriðin úr þessum hildarleik. Keflavíkurdeilan, sem staðið hefir undanfarnar vikur og nú loksins er lokið, er alg.jörlega frumleg fyrir ís- lenzka alþýðu. I þeirri deilu þótti auðborgurunum svo mikið við liggja, að þeim þótti nauðsyn á að brjóta hegningarlögin og notuðu ,,handafl- ið“ alveg eftir hentugleikum, þetta „ógurlega vopn“, sem auðborgararn- ir hafa haft fyrir grílu á alþýðuna, til að hræða hana frá Kommúnistum. Og auðvaldsblöðin eru ekki fyr búin að fá fréttirnar af ofbeldisverkunum í Keflavík en að þau flytja langa og áberandi leiðara, sem eru innblásn- ir hriíningu og aðdáun á hinum keflvísku þjóðhetjum, sem hafi dáð og drenglund til að ver.ja atvinnu- veg sinn i kreppunni fyrir óróasegg.j- um. Annar atburður, sem íslenzk al- þýða hefir ekki átt að ven.jast, var grimdaræði lögreglunnar á bæjar- stjórnarfundinum. Þar sameinaðist (Krstindóms eldmóður Knúts, sam- Framhald á bls. 6. vilja vinna, en hina, sem aldrei snerta á neinu, og aldrei hafa nennt að vinna, skemma sig á alls konar óhófi? Það gagnar ekkert að setja hung'ruðum manni reglur. Hungrið hlýðir engum lögum, nema sínum eigin . . . Öreigunum miðar hægt áfram eftir götunni, og loks eru þeir alveg stöðv- aðir af blóðþyrstum leppum auðvalds- ins, lögreglunni. — Hún skipar sér í þétta fylkingu fyrir framan verka- mennina, og reynir að dreifa þeim með kylfunum. Þeir standa þétt saman, og með skipulagðri baráttu ráðast þeir á lögregluna. Stuttar ryskingar. Lög- reglan hopar til baka. Öreigarnir veifa nokkrum kylfum, sem þeir hafa tekið af lögreglunni, og æpa að böðlum sín- um. — En þetta er að eins fróðafriður. Lög- reglan hefir að eins hopað, en ekki gefist upp, og nú býr hún sig undir nýtt áhlaup. — Lögreglan þyrpist að hvaðanæva, og gatan að baki öreig- anna er rudd af lögregluþjónum. Þeir skipa sér í fylkingu fyrir framan verkamennina, og eru auðsjáanlega að bíða eftir skipun frá æðri stöðum um hvað þeir eigi að gera. Tveir lögreglumenn ganga til verka-

x

Rauði fáninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.