Rauði fáninn - 01.02.1932, Blaðsíða 5
RAUÐJ FÁNINN
5
KALKUTTA er miðstöð iðnaðarins í
lndlandi. l>ar eru saman komin mörg
hundruð þúsund verkamenn. Auk þess
er í nágrenni hennar afar-miklar nám-
ur og afskapleg flæmi af teekrum. Par
vinnur fjöldi af fólki, svo að Kalkútta
hefir mjög góð skilyrði til að vera mið-
stöð byltingasinnaðrar hreyfingar nær-
liggjandi héra&a. — Fyrir tveimur og
hálfu ári var stofnaður byltingasinn-
aður æskulýðsfélagsskapur í Kalkútta.
,,Ungmennafélaga-samba7idið“ — sem
upphaflega samanstóð aðallega af stú-
dentum. Pessi félagsskapur liefir sett
sér það takmark, að afhjúpa heimspeki
Gandhisinnanna og vinna öreigaæslc-
una, til sjós og lands, til fylgis við
Kommúnismann. — Á myndinni sjást
enskir hermenn vera að rífa niður götu-
vígi í Kalkútta eftir verkfallsbardaga.
mannanna, og tala við þá. Sjálfsagt
eru þeir að reyna að koma á mála-
mynda sættum, en verkamennirnir
.svara þeim að eins með hæðnishrópum.
Foringi lögreglunnar gefur henni
fyrirskipanir með hárri röddu. — Þeir
hefja hendurnar á loft í átt til verka-
mannanna . . . Púðurreykur . . . Hvell-
ur. Kúlnaþytur. Kvalaóp. Nokkrir
verkamenn veltast um í blóði sínu.
Hinir æða fram eins og tryllt villi-
dýr, því að hungrið kallar fram hin
frumstæðu öfl mannsins. Þeir ráðast á
lögregluna, en þrátt fyrir liðsmuninn
«r Itardaginn ójafn. Lögreglan hefir
skammbyssur, sverð og kylfur, en ör-
eigarnir hafa ekkert nema magra og
sinabera hnefana. Eftir stutta viður-
eign er lögreglan búin að sundra
verkamönnunum sitt í hverja áttina.
Flokkurinn er orðinn forystulaus. —
Þeir eru ýmist særðir eða handteknir.
Eftir nokkura stund er allt með
kyrrum kjörum. Bílar og sporvagnar
þjóta eftir götunni, og sjúkrabíll flyt-
ur þá særðu í burtu. En einn þeirra
þarf ekki lengur að kvíða hungrinu.
Kúla lögreglunnar hefir farið gegnum
Jieila hans. Hann er orðinn píslarvott-
ur öreiganna.
Þrem dögum síðar er eg staddur á
sama stað og tíma. Eg heyri sama lag-
ið og fyrir þrem dögum. Nú er það
miklu sterkara og magnþrungnara en
áður. Nú líkist það mest þrumugný.
Líkfylgdin kemur. Nú er verið að
bera píslarvott öreiganna til grafar.
Blómskreyttri kistu er ekið á undan á
rauðum vagni, og sitt við hvora hlið
vagnsins ganga tvær konur í skósíðum
rauðum klæðum, og bera rauða fána.
Móðir og systir mannsins, sem varð
villidýrunum að bráð. Á eftir kistunni
gengur hljómsveit og hornaflokkur, og
þar á eftir hin fjölmenna líkfylgd. Svo
langt sem augað eygir eftir Wilhelms-
stracze, er það troðfullt af fólki, og í
skemmtigörðunum og næstu hliðar-
götum er maður við mann. Öll umferð
er stöðvuð. Nú sést engin lögregla til
að dreifa mannfjöldanum. — Ef þeir
verða á vegi skrúðgöngunnar, þá láta
þeir sem minnst á sér bera, eins og þeir
hafa slæma samvizku. I dag þorir auð-
valdið ekki að ota fram peðum sínum.
í dag hafa augu manna opnast fyrir
handaverkum þess, þó að þau verði ef
til vill lokuð í kvöld, og þeir skríði
fyrir því eins og áður.
Líkvagninn nemur staðar þar sem
öreiginn var myrtur, bílar og spor-
vagnar, sem koma á móti, stanza, og
jafnvel afmyndaðir ístrubelgir taka of-
an með hræsnisfullri lotningu. f dag
skríða þeir fyrir öreigunum, til þess að
geta drottnað yfir þeim áfram.
Hljómsveitin spilar lag, sem hefir
verið samið við þetta tækifæri. Tón-
arnir óma fyrst sorgþrungnir og ang-
urværir. Svo smá-hækka þeir og
styrkjast, og verða loks sterkir og ógn-
þrungnir eins og þrumugnýr. Það er
magn hefndarinnar, sem ómar frá
strengjunum. Hefnd öreiganna á morð-
ingjunum og kúgurunum, — ómarnir
aukast og margfaldast við bergmálið
frá höllum auðkýfinganna, og það er
eins og allt leiki á reiði skjálfi.
Fjölmennur talkór talar. Hann er
það sterkur, að orðin heyrast greini-
lega langa leið. Þeir hrópa á hefnd.
Þeir hrópa á nýtt og réttlátara skipu-
lag. Þeir hrópa á burtu kúgarana og
morðingjana, sem skjóta sér á bak við
skálkaskjól laga, sem þeir hafa sjálfir
samið, þegar mesta ranglætisæðið hef-
ir gripið þá. Þeir hrópa á morgunroða
hins nýja skipulags, öreigamenning-
una, og raddir þeirra dreifast út á með-
al mannfjöldans, og bera vott um
mátt hans.
Svo er haldið af stað með söng og
l'iljóðfæraslætti. Undir linditré í litl-
um kirkjugarði er honum, sem kúlur
auðvaldspeðanna rændu frá óskabarni
auðvaldsins, hungurvofunni, — búinn
hinsti hvílustaður. En hann lifir í hug-
um fólksins. Hann hefir látið bræðra-
víg öreiganna gleymast einn dag, og
sameinað þá í eina órjúfandi heild.
Mannfjöldinn er orðinn dreifður . . .
Kapelluklukkunum er hringt í sama
kirkjugarði. Nokkrir menn bera litla
og létta kistu út að opinni gröf. Eng-
ir eru viðstaddir noma grafmennirnir
og horuð og illa klædd öreigakona,
sem grætur yfir barninu sínu, sem
varð hungrinu og skortinum að bráð,
vegna þess að auðvaldið rændi arðin-
um af vinnu hennar. — Svartklæddur
lygamörður auðvaldsins kastar mold-
arrekum á kistuna, og þylur um leið
8000 ára gamlan frasa austan úr Mon-
gólíu, og tekur fyrir það síðustu pen-
inga fátæku ekkjunnar.
Enginn veit um þennan píslarvott
öreiganna. Blöðin flytja enga mynd af
honum. Hann er einn af hinum mörgu
þöglu píslarvottum. Einn af miljónun-
um, sem morðkvörn skipulagsleysisins
hefir malað í hel.
En blóð þeirra mun fyr eða síðar
mola í sundur ormétnar stoðir auð-
valdsskipulagsins.
Ásgeir Jónsson.