Rauði fáninn - 01.02.1932, Blaðsíða 2

Rauði fáninn - 01.02.1932, Blaðsíða 2
2 RAUÐI FÁNINN Hér sjáurn við rússneskan iðnnema aö verki. I>að er jafn-algengt að sjá kon- ur við smíðar í Rússlandi eins og karlmenn. Konur hafa þar jafn- frjálsan aðgang að framleiðslunni og njóta þar sömu réttinda kaups og kjara. — Kjör rússnesku iðnnemanna eru ærið ólík þeim, sem íslenzkir — eða iðnnemar í auðvaldsþjóðf élagi eiga við að búa. Námstíminn í flestum iðn- greinum er tvö ár, en þess ber að gæta að hann fer einungis til raunverulegr- ar kennslu þeirrar iðngreina.r, §em neminn stundar, og er ekki sniðinn vib liagsmuni neinna annara en hans sjálfs. Launin hæklca með hverju missiri, og eru venjulega hyrjandalaun um 80 kr. á mánuði, en hækka allt að 200 kr. Nemandi getur fengið frítt húsnæði og námsföt, og fæði fær hann við afar- lágu verði í matsal skólans, sem hann er á. Námstímanum er skift þannig, að hálfur tími fer til bóklegs náms og hálfur til verklegs. Auk þess fá iðnnem- ar 3—U vikna sumarfrí með fullum launum. Við sjáum því hversu miklu betri kjör rússneskir iðnnemar. búa við en stéttabræður þeirra hér á landi. Lenin og taflið. í minningarriti, sem helztu rithöf- undar og stjórnmálamenn Rússa rit- uðu við dauða Lenins, segir Lepes- chinski frá viðureign sinni við hann, á — skákborðinu. Lenin hefir heilmikinn áhuga fyrir skák, og sama má segja um fieiri verkalýðsforingja, t. d. Marx, Engels og Liebknecht. Lepesehinski og Len- in hittust fyrst í Minunsinski í Síberíu, og voru þar báðir fangar. Áður höfðu þeir skiftst á bréfum og teflt nokkr- ar bréfskákir. — Lepeschinski segir svo frá viðureigninni: ,,Á leiðinni til Minusinks tefldi eg oft við tvo félaga, sem urðu mér sam- ferða í útlegðina. Eg lét þá aldrei fá færi á mér, og fengu þeir talsvert háar hugmyndir um taflmennsku mína. Allt af voru þeir að hvetja okkur Iljitsch til að tefla, og létum við ekki ganga á eftir okkur. Hálf- tíma eftir að við sáumst fyrst, sát- um við hver á móti öðrum yfir skák- borðið, niðursokknir í taflið. Eg var talsvert órólegur í byrjuninni, og brátt var augljóst, hvað verða vildi: Eg var búinn að tapa skákinni á hinn háðu- legasta hátt! ,,Jæja“, hugsaði eg. Þetta kom stundum fyrir, ef eg átti við mótstöðu- mann að etja, sem eg þekkti ekki neitt, að eg tapaði fyrstu skákinni. Látum okkur sjá, hvernig sú næsta fer! — En hún endaði álíka sorglega fyrir mig. Hver fjandinn! Undir eins settum við þriðja taflið upp, svo að eg gæti hefnt mín, en allt fór á sömu leið, einnig með það fjórða! Og nú þóttust fyrri mótstöðumenn mínir góð- ir, og drógu nú mjög í efa tafllægni mína. —- Eitt sinn vorum við, allir þessir þrír, á móti Iljitsch. Eg var kosinn fyrirliði þessa „þrívélda sambands". Nú vandaði eg mig sérstaklega, og hamingjan varð okkur hliðholl. — Iljitsch fór að fá verri stöðu. Nú fór hann flatt! Hann er þegar búinn að missa mann, og >afl hans stendur langt frá vel. Sigurinn er okkur vís. Svipur „bandamanna“ kætist, og bros- ið á andlitum þeirra verður breiðara. Við látum gleði okkar óspart í ljós, og gætum þess ekki, að mótstöðumaður- inn, hálfsigraði, hefir enn ekki gefizt upp. Iljitsch hallaðist yfir borðið, and- lit hans líktist steinmynd, og lýsti voðalegri vilja-áreynslu. -— Svolitlir svitadropar mynduðust á hans hvelfda enni, og hann horfir stöðugt. á tafl- ið. Á þessu augnabliki var öllu vilja- þreki hans beint að einu marki, að gefast ekki upp, játa sig ekki sigraðann. Komi hvað sem koma vill, bara ekki ósigur. Með heiðri skyldi hann hafa sig út úr þessari erfiðu stöðu. „Banda- mennirnir“ hafa engan andvara á sér. —- Foringi þeirra sér fyrstu hættuna. „Hvert í þó . . . Þetta kom okkur al- veg á óvart, verður honum að orði, þegar hann sér snjallt hugsuð leilcja- sambönd út frá ágætum leik Iljitsch. En allt var nú orðið um seinan. — Með þrem, fjórum leikjum nær Lenin fyrirtaks stöðu. Stríðslánið yfirgaf okkur. Við urðum súrir á svip, en augu Iljitsch fóru að glampa, fulltrúar „bandamanna“ byrja að stæla, og á- saka hver annan, en sigurvegarinn nýr saman höndunum, og þurkar svitann af enni sér —---------. Þetta var 1889. — Frá þessum minningum ætla eg að bregða mér til annars, sem liggur nær, til byltingar- innar. — Þá var það ekki skákborð, sem lá fyrir framan Lenin, heldur var það landabréf af heilum heimi. Hann horfðist ekki í augu við Minunsinski ,,bandamennina“, heldur banda.n.enn hins borgaralega heims, ræningja- höfðingja allrar Evrópu, Asíu og Am- eríku. Og nú var taflið ólíkt örðugra en þá. En í bæði skiftin var öllu skyn- semisafli, öllum hans volduga vilja- þrótti einbeitt að sama markinu: Að sigra. Og það er ekki ótrúlegt, að fyr eða

x

Rauði fáninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.