Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1910, Side 7

Skinfaxi - 01.01.1910, Side 7
SKINFAXI 31 verið, og er sjálísagt víða ennþá hér á landi, engu raeira hreinlæti á efnabæjum sumum en í kotum fátæklinganna. Já fátæklingarnir eru oft þrifnari en efnamennirnir. Til vóru margir ríkisbœir, þar sem alt löðraði í sóða- slcap. Einmitt þetta hefir' lcomið mestu öþrifn- aðarorði á fijóð vora. Vissu útlendingar, að óhreiniætið væri alt fátæktinni að kenna, þá hefðu dómar þeirra um það orðið eitt- hvað vægari. Æskumenn! hvort sem þið nú eruð í íélögum eða ekki, gerið nú hreinlætið að einu áhugamali yðar. Þið þurflð ekki að byrja með því að stofna til baðhúsa. Nóg er, að hver æskumaður út af fyrir sig byrji með að halda sér vel hreinum. Byrji með að baða sig eða þvo allan á hverju iaugardagskveldi eða þá á hverjum sunnudagsmorgni. Ekki þarf nema 10—20 mínútur til þess. Og ekki þarf mikið um- stang eða mörg áhöld. Hægt er að gera það í fjósi, liesthúsi, eða þá fjárhúsi. Ekki þarf annað en auðan bás eða krók, svo meis eða kassa til að sitja á, fjöl til að standa á, þvottaskál eða bala, þurkunefnu, sápumola og greiðu. Svona getur hver á eftir öðrum laugað sig. Þegar hlýtt or, þá má gera þetta úti. Nóg er vatnið víðast hvar á landi voru. En byrja skal gætilega, helst með volgu vatni inni í hiýju húsi. Og svo má smávenja sig við kuldann. Ekki skal baða fyr en góðum tíma eftir máltið, helst rótt fyrir borðun. Ekki þreyttur eða kaldur. Gott er líka að æfa sig í smá fimleikum eða undirbúningsæflngum rétt á eftir baðinu. Og sé heilsan veik, er best að spyrja lækni, hvenær og hvernig baða skal. Nákvæmari almennar baðreglur munu læknar vorir gefa. Annars er eitt- hvað til af þeim, minnir mig, í heilbrigðis- ritum vorum. G. H. Ungmennafélags-glímusöngur. —o— „Afl í hraustum armi, æskulíf í tauvum. Brýst um hjarta í barmi, breunnr fjör úr augum.“ — Fram á völlinn vaskir sveinar bruna, vígalegir, sýna karimenskuna. Fornra kajipa fangbrögð vilja þreyta, fyltir móði, kröftum sínum beita. Ganga geyst að verki, gumar nýrra tíma. Beyta beinsins serki, búnir til að glíma. Kraftar, hugir, sterkum tökum taka, táp og' dugur hopar ei til baka. Enn á þjóð vor manndómsmikla sveiua, mátt og hreysti, djörfung til að „reyua.“ Grettistökum taka, traust á félagsbandið. — Stríða, vinna, vaka, vernda fóstur-landið. Styðjum framsókn, hugum hærra lyftum, hryndum ólýð, — viðjum af oss sviftum. Lífs og sálar glímubrögðum beitum, blómgum, cflum félagslíf í sveitum! Vakir viða í sveitum vilji til að starfa. Fornra fjörtök þreytum, fósturjörð til þarfa. Ungmannshugir áfram stefna vilja, út í lífið, tilgang- þess að skilja. — Nú skal gömlum kreddu-heiglum hrynda, hugi vora að eining saman binda. Gumar allir glíma glímu lífs og- dauða; stríða, borjast stíma stirð við kjörin nauða. Meðan blóð og orka í æðum vollur, æskumóður þó í brjóstum svellur. Lifi hreystin, þrek og vilji og þjóðiu, þekking, listin, dygð og' hvatarljóðin ! Jens Sœmundsso n. -0<*0<K>-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.