Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1910, Qupperneq 1

Skinfaxi - 01.02.1910, Qupperneq 1
6. TBL. HAFNARJTRÐI, FEBRÚAR 1910. I. ÁRG. Ætlunarverk ungmennafélaganna. Efni: 1. Inngangur. 2. Þjóðrœkni. 3. Plöntu- rsekt. 4. íþi'óttir og listir. 5. Bindindi. 6. Trú- rækni. 7. Frclsi. 8. Skemtanir. 5. Bindindi og siðgæði. I. Til hvers eiga ungmennafélagar að vera í bindindi? Bindindið er bæði siðbót og heilsubót. Það eflir sparsemi, og það er besti sjálf- stjórnarskóli. Ilófdrykkjan er harla vand- rataður vegur, alténd nú sem stendui'. Besta vörn mót ofdrykkju er aigert bind- indi. Mér hefir reyndar aldrei þótt ofdrykkjan mikil synd út af fyrir sig. En því lengur sem eg lifi, þess bet.ur só eg, að hún er margra synda móðir. Hún kemur örsjald- an ein. Hún kveikir og vekur, eflir og æsir flestar illar fýstir. Já, gerbreytir sum- um til ills. Ö1 verður stundum annar og verri maður. Hún gerir oft meinleysingjann að ill- menni, skírlífa manninn að saurlífismanni, ráðvandan mann að þjóíi, sannorðan mann að lygara, orðheldinn að svikara o. s. frv. Og margur, sem ekki lét sór detta í hug að syndga svona, þegar hann var ó- drukkinn, gerði' það drukkinn, og kveikti óslökkvandi ásökunareld í samvisku sinni. Og sannaði þá átakanlega skáldsins orð: „Eitt einasta syndar augnablik, sá agnar- punkturinn smár, oft lengist í æfilangt eymdarstryk, sem iðrun oss vekur og tár“. Allir vita, hve illa hún fer með heilsuua. Ótal banvænir sjúkdómar og ótal slysfarir koma af henni. Og þótt drykkjumaðurinn tóri, þá verður hann oft aumingi alla sína æfi. Svo er nú eyðslan. f\að er afskaplegur auður, sem Bakkus gleypir. fað eru lik- lega eitthvað um 200—300 þúsund krónur, sem hafa árlega að meðaltali þessi siðustu ár faiið út úr landinu fyrir áfengi, þegar tollurinn er dregintr frá. Eti fyrir þessar 200 þús, mætti til dætnis planta næsta marga fallega smáskóga eða runna í hraun- um landsins og annarsstaðar um það. II. En vínbindindið er að eins byrjun siðbötama. Byrja skal siðbæturnar með því. Hvers vegna? Af því að það er einna hand- hægast af öllum siðbótum. En útheimtir þó talsverða sjálfsstjórn og sjálfsafneitun. En þær þurfa allir að læra. Bær eru frumskóli allra siðbóta. Hvaða siðbætur meinar þú nú ? Margar, og helst þær, sem einmitt bindindið hlýtur að benda oss á. Bað er trúmenska í smáu, að bragða ekki vín eftir að maður hefir loíað að gera það ekki. Sú trúmenska hlýtur að hvetja oss til að vera trúir í því, sem er stærra. Og engínn sannur bindindismaður er svo barnalegur að halda, að það sé jafnmikil synd að drekka eitt staup áfengis og að Ijúga öðrum til meins eða að tæla sak- lausa sál í nokkru. Hann veit vel, að alt óskírlífi og alt óráðvendnislíf er of- drykkjunni verra. Honum þætti meira að segja skárra að verða 100 sinnum fullur,

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.