Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1910, Síða 2

Skinfaxi - 01.02.1910, Síða 2
34 SKINFAXI ef hann gerði engum ilt með 'því, en að tæla einusinni stúlku svo, að hún missi sjáifstæði sit.t og heimslán. En svo veit hann líka, að einn eiuasti drykkjutúr getur orðið til þess, að hann verði íaðir með skömm, eða þá stór svikari. III. Þjóðsyndir engu skárri en ofdrykkjan. Það eru syndir, sem lögin iítið eða ekk- erl. refsa. Það eru syndir gegn kærleiks- skyldunni, syndir gegn sjötta boðorðinu, syndir gegn foreldraskyldunni. Er nokkuð diæpið á þær í „Breiðablikum" nýlega og í „Skólablaðinu" árið sem leið. Nokkuð, en hvergi nærri nóg. Það þarf að taka betur á. fær eru afar hættulegar fyrir þjóðlífið bæði fyr og síðar. Pví þær eru svo skelf- ing algengar. Sjá „fslands ]ýsing“ Þor- valdar bls. 80! Þar nœst eru þær hvergi svipað því að vera kafiaðar stórsyndii' hér á landi. Öðru nær! Þar er kominn ein- hver friðhelgi á þær. Fólk vill ekki láta dæma þær hart. Þolir illa aðfinslur við þær. Bakkusi garminum má úthúða niður fyrir allar hefiur. Enginn tekur málstað hans í alvöru. En Venusi skal vægja, já virða hana. Nefna ekki brek hennar nema með mestu kurteisi og koma eigi við þau nema með silkihönskum. Svona er nú þet.ta vanalega. Stundum bregður þó út af því. F’egar, ti] dæn.is, eit.thvert olbogaharn heimsins hrasar gegn sjötta boðorðinu ekki síst ef syndari sá er vinalaus stúlka, þá fara allir í tröllaukinn vandlætingarham og leggja syndarann i einelti eins og hrafnar staka hrafninn á hrafnaþingi, og hætta svo ekki, fyr en sérhver sómafjöður er reitt af aumingjanum. En flest heiði'uð heimsbörn, sem kunna að syndga laglega og smekklega, þurfa ekki að óttast þessi vandlætisgos, því gos þessi vinna harla iítið á jarðhellum valds og auðs, vinsældar og frægðar. Samt er þjóðsynd þessi ein af þeim, sem sist er kölluð synd. Og af því er hiin svo fjarskalega hættuleg. Óviðurkend synd er eins og hulið eitur. Eins og dufin baktería dauðlegs sjúkdóms. IV. Stendur liér á sama, hver stéttin og ættin er? Klavenes, kirkjuhöfðinginn norski, segir í „For Kirke og Kultur“ 9. h. 1906 og 6. h. 1908, að áður hafi æðri stéttirnar í Noregi verið hreinlífari en lægri stóttirnar. Nú só þetta að breytast. Skírlífið að minka hjá heldra fólkinu, en að aukast hjá alþýðunni. Pakkar það bindindinu, að hjúskaparlíf alþýðunnar fer batnandi. En hvernig er nú þetta hór á landi? Ekki veit eg það. En eftir því litla sem mér er kunnugt, eru „æðii“ stéttir vorar og „stórættir" ekki hóti hreinni en þær „óæ.ðii“ og „smærri". Engin stétt kasti því steini á aðra stétt fyrir þetta. Aftur virðist nokkur munur á sýslum og sýslum í þessu efni. Réttar skýrslur afhjúpa þetta bost. ()g það þarf að afhjúpast betur. Afhjúp- ast hjá æðri ekki síður en lægri. Sótt- hreinsa þarf afistaðar. Bakterían gerir sér ekki stéttamun. Ekki dugar samt að leggja einstöku menn í einelti. Betra er að byrja á að hreinsa fyrir sínum eigin dyrum. Æskunienn! byrjið hjá ykkur sjálfum. Byrjið á yklcar eigin hjarta. V. Hvað kemur sMrlifið ungmennafélögunum við? I'að kemnr þeim fjarska niikið við. Engu minna en allar íþróttir og öll plönturækt. Óskírlífið fer eins með æskuna eins og skemdarsveppir með plönturnar. Eitt af ftví, sem œskan á mest að hugsa um,er fegurðin. Ekki svo mjög ytri feg- urðin sem hin innri, þótt báðar séu góðar. En óskírlífið setur ljótari fleklc á fegurð æskunnar en flestir aðrir lestir. Óskírlift ungmenni er likt fjallshlíð, sem öll er sundurtætt af Ijótum flögum og skriðum. — En — ósiðsamt gamalmenni líkt alveg eyðilögðum reit. — Æskan á að elska, sannan sóma. En fátt er lauslætinu skamm-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.