Skinfaxi - 01.06.1910, Síða 2
66
SKINFAXI
Auðvitað þótti hann ónýtur flokksmaður.
Ogr sumir sögðu, hann væri eins og álfarnir
fornu, þyrði hvorki að vera með Guði né
Kölska. Var hann þó ættjarðarvinur ekki
minni' en margur ákafur stjórnmálamaður.
Og kristindóminn elskaði hann.
Góðir eru ákafir flokksmenn. En gott er
að hafa fáeina líka þessa manns. Þeir sjá
þó betur í einu það, sem gott er hjá báðum
andstæðingunum.
Eg held, að best sé fyrir æskufélögin að
sneiða hjá öllum ofstækisflokkum. Reyna
heldur að sætta og sameina alla góða krafta.
Q.. H.
SUnc&v Ujv
ungmennafélagsskapur íslands, og lengi
lifi »Skinfaxi« til að gróðursetja það, sem
gott er, fagurt og nytsamt hjá íslenska
æskulýðnum, »vormönnum«, vorboðum
landsins; og og til að tengja hann.sam-
an óslítandi samúðar, áhuga og vilja-
böndum, til að vinna að eudurreisn,
lands síns og þjóðar. Hefi fengið fyrstu
4 tbl. (eg sendi með ánægju andvirði 1.
árgangs), sem mér yfirleitt líkar mjög vel.
Á þeim má sjá áhuga þann hinn mikla,
sem er hjá leiðtogum þessa mikilsverða
félagsskapar, og einnig, hve félagsstarfið
er víða komið langt á leið, og livað
blessunarríka ávexti það er farið að bera
nú strax, á æskuárunum.
Af því mér er reglulegaannt um bless-
un og blómgun þessa félagsskapar, og
tel hann hinn mikilvægasta, er nokkurn
tíma hefir verið stofnaður á ættjörð o.kk-
ar, þá langar mig ti! að Leggja honuni
2 heilræði, er bæði snerta blaðið, og
það sem ritað er. Pað fyrra er, að eng-
inn skrifi eitt einasta orð í blaðið — eða
annarsstaðar — undir dularnafni. I fysta
lagi ætti ekkert það í blaðinu að standa,.
er þyrfti þess við, að því væri skýlt með
dularnafni. I öðru lagi . vegna þess, ,að
hætt er við, að sá er temur sér það í
æsku, eigi erfitt með að. leggja það nið-
ur. Og í þriðja lagi vegna þess, að
það er ósamboðið hreinskilnu, djörfu,
sannleiksleitandi, skynsömu og ment-
uðu fólki. Lítið í vikublöðin. Getur
nokkir metið, hvert tjón þjóð vor
hefir beðið, eða kann að bíða við leyni-
skriftirnar, sem þar úir og grúir af? Reynt
hvað eftir annað aðmyrðamannorðmanna,
með ósannindum, og rangfærslum. Og
alt þetta er framið í myrkrinu — undir
dularnafni. Mikill meíri hluti af því, sem
nú er ritað í fiest biöð landsins, mundi
aldrei koma fyrir almenningsaugu, ef ekki,
væri ritað undir dularnafni, — ef siðferðis
og velsæmistilfinningin væri svo rík hjá
þeimerriía, að þeir blygðuðust sínfyrir, að
hafa sömu aðferð ogþjófar og ræningjar,.
sem sé þá, að standa grímuklæddir f
skugga eða afkima til að ræna þá fé og
fjöri, er um veginn fara. Að myrða mann-
orðið er engu betra en að taka lífið.
Æskulýður Islands! I hamingju bænum,
taktu hér í taumana! Temdu þér að
skrifa æfinlega undir nafni. Skrifaðu
aldrei neítt það, er þú skammast þín
fyrir, að nafnið þitt standi við. Vendu
þig á hreinskilni og einurð. Og kæmi
það fyrir, að þú segðir beiskjuyrði í garð-
manns eða málefnis, þá lýstu víginu á
hendur þér, að dæmi drenglundaðra forn-
manna. Fremdu aldroi launvíg. Pau eru
merki hugleysis og ódrengskapar.
>Seinna á þínum herðum hvíla heill og
forráð þessa tánds. Væri ekki gaman,
og ánægjulegt, að þá væri leyniskrifta-
öldin með öllu undir lok liðin?
Rað síðara er, að ræða aldrei um trú-
mál í blaðinu og blanda þeim aldreiinní
ungmennafélagsstarfsemina. Um þau eru
ákaflega skiftar skoðanir. Og fá mál eru
líklegri til að verða að þrætuefni. En
blaðið má ekki verða þrætublað. Þá er
ógæfan vís. Min skoðun er, og hún er
bygð á reynslu, að trú eða trúmál eigi
ekkert skylt við ættjarðarást. Reynsla
og þekking á mönnum sýnir okkur svo
áþreifanlega, að menn, sem kallaðir eru