Skinfaxi - 01.09.1910, Blaðsíða 2
90
SKINFAXI
nú ekki að byrja þar eins og annarstaðar,
byrja á því að ryðja brautir til alls góðs?
Fyrirgefa verður æskan gamalmennum, þótt
þau skilji ekki sumar hugsjónir æskunnar.
Reyna að vinna þau með góðu, með kær-
ieika.
Niðurlag.
Já, mikið er nú ætlunarverk ungmenna-
félaganna. Hef eg þegar nefnt allmikið af
því. En sun:t er enn ótalið. Skal nú nefna
í fám orðum það lielsta, sem komið er. Og
það er þetta:
Elska ættjörð, sögu liennar og mál; votta
elsku þá í verkinu, meðal annars með þvi
að þekkja og nota vel gæði landsins og rækta
það vel og rækja vel móðurmálið.
Fullkomna sig í alefling líkama og sálar
ineð íþróttum og sjálfstjórn, siðgæði og trú-
rækni.
Verða þannig verulega frjáls og öðlast
sanna og varanlega gleði. Gleðja sig með
því einu, sem er gott og fallegt.
Takist nú æskufélögunum þetta, svo mun
fólkið hænast að sveitunum, og dáð og sið-
gæði þróast í þeim, og þar verður þá gaman
að lifa, og nógur verður vinnukrafturinn.
En hvað er nú mest áríðandi af ætlunar-
verki ungmennafélaganna? Ætli það sé ekki
siðgæðið? En gleymið því ekki, ungmenna-
félagar, að kristileg trá — og aðra trú að-
hyllist þið aldrei að gagni — er rót siðgœð~
isins! Án trúar og siðgœðis þrífast œsku-
félögin aldrei! Verða þá til ónýtis eða ills
eins. Pað fer að draga úr íþróttunum og
œttjarðarástinni, þegar siðgœðið er farið. Þá
fer og freisið í hundana, og gleðin verður
óhrein og svikul. Grikkir fornu voru mestu
íþróttainenn. En heldur hrakaði þeim í fim-
ieikum og fleiru góðu, þegar trú og siðgæði
fór að hnigna hjá þeim.
Hugsum oss drukkinn æskulýð, eða á
»vissum« veiðum. Hann kærir sig kollóttan
um skíði, glímur og sundi
íslands æskumenn! y
Eflið og styðjið Ungmennafélögin, svo að
þau geti franikvæmt áður nefnd og önnur
ætlunarverk sín. Þau eru svo vegleg og nyt-
söm, að allir ættu að gleðjast við framkvæmd
þeirra. Verið alvörugefnari og staðfastari.
Léttúð og hviklyndi klæðir ykkur afarilla.
Lífið er enginn leiknr, síst hér á landi. Það
er alvarlegasta skylda. Enginn sér fyrir
endann á afleiðingum þessa lífs. Varlegast
að gera ráð fyrir eilífum afleiðingum; alténd
að minsta kosti mjög langvinnum.
Það, til dæmis, sem þið gerið nú á þess-
um alvarlegu sögumótum þjóðar vorrar, hefir
ómælanleg álirif nær og fjær.
Áhrif á heimilin, sveitirnar, þjóðina, já,
á aðrar þjóðir. —- Slór sómi væri það, að
hrífa líka á þær til góðs. — Áhrif á komandi
kynslóðir — ill eða góð áhrif.
Undir ykkur er að miklu leyti komið,
hvort þjóðin lifir skamt eða lengi. Ekki
má mikið út af bera, til þess hún deyi út.
Bara hún deyi þá með sóma! Hún er svo
fátnenn. Verður því að nota vel þá fáu
krafta, sem til eru. Sameina þá vel. Og
halda svo vel út í samvinnunni. Jón Sigurðs-
son mikli taldi samtakaleysið og þolleysið
með lökustu þjóðgöllum vorum. Enda eru
þeir meir en nógir til þess að drepa þjóð-
ina smánardauða, ef þeir verða ekki mink-
aðir og helst afmáðir í tíma.
Nógar eru gáfurnar, ekki vantar oss þær.
Bara viljinn væri nógu sterkur til að beita
þeim til góðs. Góður og öflugur vilji er
sál allra framfara. Án hans eru gáfurnar
hefndargjöf. Hann er hjarta kærleikans.
Guð gefi ykkur vit, en umfram alt vilja, afl
og þol til að bæta, manna og efla þjóðina.
Biðjið hann um hjálp til þess. Bænin lijálp-
ar, hvað sem hver segir.
Guðmundur Hjaltason.
Skuldbindingarskrá.
U. M. F. <L
■’ .",1 . ■:.! ----------..
(Ágrip af ræðu fluttri á aðalfundi U. M. F.
Drífanda ,n/i 1910.)
Skuldbindingarskrá pkkar hefir það hlut-
verk eitt að brýna fyrir okkur og minna