Skinfaxi - 01.09.1910, Side 5
SKINFAXI
93
Skuldbinding okkar er slíkt járn. Ef þjóð-
in ber það og verður skír, þá sannar hún
ætt sína, — sver sig í ætt þeirra manna,
sem brugðu sér hvorki við sár né bana og
voru mest göfugmenni sinnar tíðar. — En
ef hún rýfur skuldbindinguna og kastar anda
hennar frá sér, þá glatar hún ættgöfgi sinni
og sest á bekk með afkomendum þrælanna.
»Hinum ungu er framtíð íslands falin.«
Við höfum því að nokkru leyti bæði veg
og vanda af því, hvernig hún verður. Og
skuldbindingarskrá okkar sýnir, að við þekkj-
um þær skyldur, sem hvíla á okkur gagn-
vart fósturjörðinni og viljum reyna að upp-
fylla þær!
Sigurður Vigfússon.
P—
íslenska iðnsýningin 1911
Og
Ungmennafélögin.
Eins og alkunnugt mun nú orðið um
land alt, er ællast til, að haldin verði ísl.
iðnsýning að sumri, á 100 ára afmæli Jóns
Sigurðssonar.
>Þá á að sýna ment og mátt ísl. þjóðar-
innar«.
Fyrirtæki þetta er gleðilegt mjög en einn-
ig alvarlegt. Því það er mjög mikils vert,
hvernig sýning þessi fer úr hendi.
Sjálfstœði er það orðið, sem hæst og feg-
urst hljómar í eyrum æskulýðsins nú á dög-
um. Og það er fagurt orð. En það þarf
að vera meira en orðið tómt. Sjálfstæði í
verkum. Sjálfstæð þjóðmenning. — — Sýn-
ingin að sumri á að bera vott um »sjá!f-
stæði« ísl. þjóðarinnar. Á að sýna, hvort
sjálfstæðishrópið er orðin tóm, eða annað
meira. Vér skiljum því öll, livað í húfi er!
— Þjóðarsómi vor, álit og framtíðarhorfur!
Fátt gæti því orðið þjóð vorri betra vopn
í sjálfstæðisbaráttunni en góð og öflug iðn-
sýning, þar sem þjóðin öll mælti sér mót og
bæri fram »dýrmætustu hugsun vora í iðn-
aði, fegurstu gerðir vorar«.
Og dómur sá, er lagður verður á sýning-
una, verður dómur um ísl. sjálfstœði!
Hér verða ungmennafélögin að hlaupa
undir bagga. Þau verða að blása í glæður
áhugans, svo skíðlogi í allan vetur á hverju
heimili milli hafs og lilíða. Og ungir menn
og efnilegir, konur og karlar eiga að nota
veturinn vel til að vinna að því, sem þeim
lætur allra best, og senda það á sýning-
una!
Hamingjan gefi, að sú verði raun á, að
enn eimi eftir af gömlum ísl. heimilisiðnaði.
Að verklægni afa og ömmu sé eigi liðin
undir lok. — Það væri gleðileg frétt! —
Stúlkurnar verða að spinna, prjóna, vefa
og sauma, eins og þær kunna best, bregða
bönd, spjaldvefa og þreyta allar þær bestu
og fegurstu »handlistir«, er þær kunna. Pilt-
arnir, snn'ða tré og járn, skíði, skauta, sleða
t. d., skera í tré, ríða karfir, o. m. fl.
Setjum svo, að kæmi upp úr kafinu hing-
að og þangað í sveitum landsins munir ný-
smíðaðir, er stæðu jafnfætis því besta, ervér
höfum séð af ísl. iðnaði frá fyrri tímum, t.
d. silfursmíði, tréskurði (rúmfjalir og stokk-
ar) karfir úr lituðum tágum o. m. fl. — Það
væri menningar- og sjálfstæðisvottur, er tal-
aði máli voru kröftuglega víða um heim.
Því óefað munu fjöldamargir útlendingar
sækja sýningu þessa, þeir er til landsins koma
alt sumarið.
Ungmennafélagar! Eggið nú hver annan
lögeggjan og alla sveitunga yðar unga og
gamla til að styðja mál þetta af mætti. Starfa
að því af alefli að sýna og sanna í verki
sjálfstæði ísl. þjóðarinnar. — Beri það starf
sigur úr býtum, er mikið unnið! —
Sýningarnefndin hefir sent öllum prestum
og próföstum út um land alt, o. fl. prentuð
bréf til útbýtingar, og fást þar eflaust ýms-
ar skýringar á máli þessu. Blöð vor öll
hafa skýrt frá því í sumar.
Hluttakan þarf að verða almetin, »og má
því enginn óttast, að hann geti ekki búið
til eitthvað, sem boðlegt sé.«
Mál þetta er ungmennamál í fyllsta og
dýpsta skilningi. Það er skylda vor að sam-