Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1911, Side 1

Skinfaxi - 01.01.1911, Side 1
Kristófer Brún. Ritað með hliðsjón af norskuni og dönskuni ritum um hann. En þó mest ritum sjálfs hans, og svo reynslu ininni. Því eg lærði hjá honum í tvö ár og skrifaðist á við hann i mörg ár. 1. Hvað kemur hann æskufélögunum við? Æskufélögin frjálslyndu' í Noregi eru að miklu leyti sprottin upp úr norskum lýðhá- skólum. En Kristófer Brún er mesti lýð- háskólaskörungur Norðmanna. Hugsjónir og stefna frjálslýndu æskufélaganna eru mjög líkar hugsjónum og stefnu hans. Kr. Brún er eflaust eitthvért langbesta mikiírnennið Norðmanna nú a dögum. Hann er mesti kirkju- og skólaskörungur. Fyrirtaks ritsnillingur Og mælskumaður. Og, hugsa eg, sá mesti og sjálfstæðasti speking- ur Norðmanna. En hann er það rneiri mörgum nafnfrægri spekingum, að hann talar og ritar svo dæmalaust ljóst og alþýð- lega. Ér mjög gagnorður og fáorður. Hefur haft mjög mikil áhrif á alþýðutta, kennarastéttina, og enda á sum skáldin, t. d. á H. Ibsen. Og í því er hann einn meiri allflestum rit- höfundum, að hann' lifir sjálfur svo rækilega eftir lífsreglum þeim, sem hann gefur öðrum Og það er éinmitt þétta, sem gerir hann að sönnu mikilmenni. Enda var það föst sann- færing hans, að líf skálda og atinara rithöf- unda ætti að vera listaverk ekki sfður en rit þeirra; listaverk í dáð og dygð. Og hann sagðist viljá gera lífsitt að lista- verki. Og hahti gerði’ það líka. Það varð sannarlegt listaverk í drengskap og dáð. Og mest vegna þess urðu áhrif hans á aðra svo mikil. Hann segir svo um þetta efni í aðalriti sínu, sem heitir »Folkelige Grundtanker«. »Að vera skáld er ekki að yrkja skáldlega, heldur að lifa skáldlega.« Eða með öðrum orðum hans: »lifa jafn- an samkvæmt bestu æskuhugsjónunum.« »Það var það eina, sem eg gat kallað lukku«. »Ef þjóðlífið og líí hvers einstaks manns á ekki að fara alveg í hundana, þá verður æskulýðurinn, sem þegar er orðinn hrifinn af háuni hugsjónum og fögrum hugsunum, einnig að læra að lialda fastri trygð við þær. Og sú trygð þykir mér borga sig vel, þótt hún kosti það, að vér yrðum að lifa í fátækt, missa álitlega stöðu, missa virðing almenn- ings. Já þótt svo væri, að vér yrðuin að viðundri alla æfina, vegna kærieika vors til æskuhugsjónanna, þá launar sig vel að vera tryggur við þær. Og geti eg verið æsku- hugsjónum mínum trúr, tel eg það nú, eins og fyrr í æsku minni, æðstu sæluvon mína hér á jörðu. Og eg hef lært að fela þetta Drotni á vald. Og til hans sný eg mér nú og bið hann auðmjúklega að hjálpa mér að vera trúr.« Og bæn sú varð heyrð. Hann hefir altaf verið trúr og vogað lífi og hagsmunum fyrir trúmenskuna. 2. Æskuliunsjónir Kr. Brúns. Þær vóru nú svo margar og göfugar, að ekki verður hæfilega sagt frá þeim í fám orðum. Nefni þó nokkrar þeirra. Það var aðal æskuhugsjón hans að verða sem bestur og mestur maður, eða »gera líf sitt að listaverki.«

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.