Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1911, Page 5

Skinfaxi - 01.03.1911, Page 5
SKINFAXI 21 ekki spretti í garðinum hans eða túnið, þá dettur lionum ekki í hug, að það sje alt veðráttunni að kenna. Nei, hann lít- ur svo á, sem hann hati haft ranga að- ferð, sem ekki eigi við á túni hans eða garði. Hann gefst því ekki upp, eða lætur sjá, hvort ekki komi betra árferði, heldur leitar hann að orsökinni í sjálfs síns hendi, og leitar þar til hann finnur. Því hver, sem hefir þess fulla meðvitund, að liann sjálfur sé valdur að óhöppum sínum, hættir ekki við fyr en hann hefir náð í gæfuna. En hinn, sem enga eða litla trú hefir á gæðum þessa lands, lítur svo á, sem hann geri sitt til þess, að alt gangi sem best, en það sem miður fari sé alt land- inu að kenna. Hann reynir því ekkert að taka sér fram eða tryggja starf sitt gegn óblíðu náttúrunnar, svo öllu fer heldur aftur en fram í hans höndum. Hversu mikill munur er ekki á þessum tveim mönnum. Þó svo að Island aldrei geti fætt marg- faldan mannfjölda við það, sem nú er, þá eigum vér samt að treysta því stað- fastiega; því þegar vér höfum trúna, þá breytum vér samkvæmt henni og leggj- um krafta vora óhræddir fram, með fullri trú á, að verkin beri eftirkomendunum margfaldan ávöxt. Pað eykur ánægjuna og knýr oss til að berjast gegn vetrar- hörkunni, og finna ráð til að sitja öruggir i sessi, þótt kaldir næðingar blási stund- um á móti. En lítum nú í kring, skoðum sjálfa okkur og nágrannana, og berum þá spurningu upp: Er trúin á landið eins mikil og hún ætti að vera? Þá verðum vér að svara því, að því fari langt fjærri. Menn hafa ennþá ekki eins mikla trú á landið, og vera ber. Ef menn hefðu nóg traust á landinu, mundi Ameríkuförunum fækka, því þeir hafa ekki mikla trú á landið, sem fara til Ameríku eða annara landa, í þeim tilgangi að taka sér þar bólfetsu, svo þeim líði þar betur en hér heima En því miður eru það fleiri en Atne- ríkufararnir, sem bera oi lítið traust til landsins. Ætli bændurnir legðu ekki alment meiri hug á að bæta jarðir sínar, ef fjöldinn hefðu þá skoðun, að túnin spretti svo illa, af því að þau séu of illa hirt, og landið margborgi þann kostnað, sem lagður er í að bæta það. Og að þeir sjáfir séu svo illa staddir og fátækir af því, að þeir stundi bú sitt ekki nógu vel. Að það sé þeirra eigin slóðaskap og fyrirhyggjuleysi að kenna, að þeim vegni eigi betur. Peim mönnum, sem finst, að þeir hafi einhverja ókosti, reyna að bæta þá, en þeir, sem ekkert finna til ókosta sinna, bæta þá auðvitað ekki. Mér finst enn- fremur, að þeir menn, sem sífelt eru að vandræðast um veðráttuna, hve kuldinn sé mikill, vond sprettutíð, óþurkar og þar fram eftir götunum, geti ekki haft næga trú á landið. En þessir menn eru þó mjög margir, sem þannig tala. Slíkt er aðeins til að veikja traustið og fá menn til að gleyma því, að örbirgðin er svo afar oft sjálfskaparvíti. Þér æskumenn Islands, munið það og ritið á lífsveg yðar, að traustið á landið er máttarstólpi undir veltnegun þjóðarinnar. Jón Á. Guðrnundsson. ÍXir~ð Kæri Skinfaxi! Þú mæltist til þess í 12. tbl. þínu, að við sendum þér ofurlítið skrif um liugs- anir okkar í rökkrinu, og á þettað þá að verða fyrsta grein frá minni hálfu. — Hvað er landsheill? Á hverju byggist hún? Hvernig kcmur hún í Ijós? Við skulum athuga þjóðlíf Englendinga eða Hollendinga. Peir lifa í alsnægtum má segja. Og líka tná skoða líf Frakka.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.