Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1911, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.06.1911, Qupperneq 2
2 SKINFAXI Erindi, flutt á ungmennafélagsfundi á Eyrarbakka. Frh. ______ Oflangt mál yrði að telja upp hina ein- stöku mannkosti. Enda skal eg játa, að eg veit vel, að það væri mér ofvaxið. Að eins skal eg benda á nokkra kosti góðs félagsmanns: Flann er ósérhlífinn, bæði í störfum og fjárframlögum: dregur sig ekki í lilé. Flann er ósérplœginn, leitast ekki við að færa erfiðleika af sjer yfir á aðra, né auðga sig á annara kostnað, nema það sé »báðum hagur«. Hann er áreiðanlegur bæði í orðum og viðskiftum og vandar öll sm verk. Hann er gegn (»praktiskur«), notar liverja stund og nvern eyri til gagns, — annað- hvort sér eða öðrum, — en tekur sér vara fyrir að eyða tíma eða peningum til óþaría. Hann er trúr, vill aldrei bregðast þeim er sýna honum tiltrú, — og engum raunar. Hann er góðgjarn, leitast við að koma fram til góðs hvar og hvenær, sem hann fær tækifæri til þess; og hann leggur stund á að gjöra sig sem færastan til þess og sem lagnastan á það. Hann bendir félags- bræðrum sínum bróðurlega á það, sem betur má fara hjá þeim; tekur Iíka sjálfur þakksamlega bróðurlegum bendiugum. Hann er sanngjarn, ber virðingu fyrir hreinskilnum skoðunum annara, þó hann geti ekki fallist á þær, eignar þær ekki ill- um tilgangi, og færir ekkert til verri veg- ar. Hann beitir hvorki stirfni né ertingum, en sýnir öllum hógværð og Ijúfmennsku. Hann er í einu orði skyldurœkinn, og það af alvöru: hann hefir löngun til, að standa sem best í stöðu sinni, hver helst sem staða hans er í þjóðfélaginu. Og bendi ekki náttúrufar hans honum á eina stöðu öðrum fremur, þá velur hann sjer fram- leiðslu siöðu, af því hann veit, að hún er mest verð fyrir þjóðfélagið. Því vill hann vinna það, er hann vinnur. Framleiðsluna, eða landbánað og fiskveið- ar, mun mega kalla fœturna, sem þjóðfé- lagslíkaminn stendur á. En verslun og iðn- að mun mega kalla hendurnar; sem búa til arð úr afurðunum. En nú er eg að hverfa frá efninu, og er þá best að hætta. Eg hefi nú látið í ljósi þá sannfæringu mína, að það þurfi nauðsynlega að vera fyrsta og helsta boðorð ungmennafélaganna til meðlima sinna, að hver þeirra um sig leggi alla aliíð á að ná sem mestum líkamlegum og andlegum þroska: verða sem fullkomnast- ur maður og þar af leiðandi sem bestur þjóðfélagsmeðlimur þegar á fullorðinsárin er komið, og að félögin í því skyni hafi sem best áhrif á meðlimi sína: glæði hjá þeim œttjarðarástina, virðinguna fyrir sjálfum sér sem manni og hvötina til félagslyndis og drengskapar. Sé þetta aðaltilgangur félaganna, þá und- irbúia þau nýtt og betra tímabil hjá þjóð vorri, og þá verða þau landi og lýð til blessunar í framtíðinni, — sem er hjartans ósk mín og okkar allra. Brynjólfur Jónsson. frá Minnanúpi. Fjórðungsþing sunnlendingafjórðungs var haldið við Þjórsárbrú 26. —29. maí. Auk fjórðungsstjóra, Þorkels Clementz, sátu þingið 18 kjörnir fulltrúar frá þessum fé- lögum U. M. F. Reykjavíkur (4), U. M. F. Iðunn (1), U. M. F. Afturelding (2), U. M. F. Vatnsleysustrandar(l), U. M. F. Biskupstungna (1), U. M. F. Hvöt(l), U. M. F. Drífandi (1), U. M. F. Hrunamannahrepps (1), U. M. F. Samhygð (1), U. M. F. Gnúpverja (1), U. M. F. Reykdæla (2), U. M. F. Kennaraskól- ans (1). U. M. F. Akraness, (1) 1) Lögð fram skýrsla um hag og starf-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.