Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 1
10. BLAÐ REYKJAVÍK, OKTÓBER 1911. II. ÁR Skinfaxi. Samkvœmt ákvörðun sambandslaganna ■nýju er Skinfaxi nu fenginn í hendur rit- nefnd, er þingið kaus. Vér höfum nú ráðið ritstjóra við blaðið, Jónas kennara Jónsson frá Hriflu. Hann mun vera einna viðförulastur og fjölkunn- ugastur allra Ungmennafélaga, og hyggj- um vér gott til ritstjórnar hans. Vort hlutverk munum vér sérstaklega telja að sjá um að mál þau er efst eru í hugum Ungmennafélaga verði rædd í blað- inu. Jafnframt væntum vér góðra frétta utan af landi, að engin ný og góð hugs- un fari fyrir ofan og neðan garð Skinfaxa. Um aLt slíkt biðjum við menn að skrifa ritstjóra. Afgreiðslu og innheimtu alla hefir Björn Þórhallsson í Laufási við Reykjavík; sjá ,um það nánar annarsstaðar í blaðinu. Svo hleypum vér Skinfaxa glaðir úr hlaði og vonum að hann verði fjörugur, sprettharður og vinsæll. Reykjnvík 28. okl. 1911. Guðbrandur Magnússon. Áyúst Jósefsson. Tryijyvi Þórhallsson. Stefnan. Engin uppgötvun 19. aldarinnar hefir reynst jafn þýðingarmikil þeirri, að allar skapaðar skepnur geta meira eða minna breytst eftir því hvernig með þær er farið. Menn fundu að lífið alt, hver vera, hver tegund, var mjúk og mótanleg; mikið mátti að gera, eftir því sem að var unnið; gera einstaklingana misjafna, stund- um sterka og fullkomna, stundum veika og lítilsiglda, stundum nokkuð af hvoru- tveggju. Fátt gat gert menn bjartsýnni en þessi skoðun. Fyr var nauð aumingjanna óbæt- andi; sumir þóttust útvaldir, vera fædd- ir til að vera gæfumenn, njóta lifsins og drotna í heiminum; aðrir, þeir veiku, þeir kúguðu, héldu þeir góðu menn að ættu að vera eilífir þjónar og undirlægjur þeirra sterku; gerðir vegna þeirra. Til þessara manna, til þeirra þjáðu, kom kenningin um breytileik lífsins eins og hressandi fagn- aðarboðskapur. Fátæklingurinn kúgaður og smáður, dreginn úr ósigri í ósigur, skildi nú að hann var líka, maður, í hon- um bjó líka manndómsneisti, sem gat log- að og lýst, ef hans var réttilega gætt. Þá breyttist málið alt. Þá fundu þeir sem skildu hvað hér var á seiði, að fyrir hverj- um manni var um lífið að tefla, að hver sá sem ekki gat étið af lífsinstré, honum var hörmungin vís. Hvernig er þá ástatt hér á landi ? Eru nokkrir þeir meðal okkar, sem mætti óska rneiri þroska? Lítum á ástæðurnar. Við vitum að Islendingar eru kyngóð þjóð, sterk að uppruna, komin af þeim kynstofni, sem nú drotnar í heiminum. Hinsvegar er landið hart, langt frá uppspreltum menn- ingarinnar, og hefir nú um margar aldir lotið stjórn, sem bæði hefir vantað vilja og vit til að leiða þjóðina til nokkurs sig- urs eða frama. Harka náttúrunnar, ein- angrun og heimska drottinþjóðar okkar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.