Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 8
80 SKINFAXI Aftur á móti sé eg ekkert, sem mælir á móti því, að Vestfirðingafjóröungur nái aðeins yfir Vestfirði, nema ákvæðið í sam- bandslögunum. En það er engum vafa bundið að því fæst breytt (með fundar- samþyktum), ef þau félög, sem hlut eiga að máli æskja þess. Að endingu vil eg biðja öll ungmenni á Vestfjörðum að munaeftir þeirri helguskyldu sem hvílir á þeim gagnvart átthögum þeirra, og bindast nú böndum sterkum, til að sporna við því, að Vestfirðir verði í nokkru eftirbátur aniiara sveita þessa lands. Staddur í Reykjavík 10. okt. 1911. Jón Á. Guðmundsson. Ný sambandsfélög. í haust hafa þrjú Ungmennafélög á Suðurlandi gengið í sambandið. 1. U. M. F. „BláfjalU í Skaftártungu, stofnað 1. janúar 1909, hefir nú 36 félaga. 2. U. M. F. „Haukur“ í Leirársveit í Borgarfirði, stofnað i ágúst 1911, félags- menn 22. 3. U. M. F. „Dagrenning" í Lundareykja- dal í Borgarfirði; það hefir nú 27 félaga. 011 eiga félög þessi góða menn að, og öll risin upp af innansveitaráhuga, en það er að öllum jafnaði öflugasti framtíðar- styrkurinn. S k í ð i. Eitt at því, er Helgi Valtýsson vann að, var að auka skíðaferðir i landinu, og eru í Skinfaxa ýmsar hvetjandi greinar þess efnis. Vildi ég halda þar áfram er Helgi hætti og hefi því tekið að mér sölu á 50 skíða- pörum af beztu tegund. Ollu sjálfsagðara samgöngufæri á Is- landi en góð skíði, veit eg ekki hvað er, einkum þegar þess er gætt, hve hugðnæm íþrótt skíðaferðir eru. SKINFAXI mÍTiF^mfS|T r — mánaðarrit D. M F. í. — ltemur út f Reykjavlk og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 ltr. RITSTJÓRI: Jónas Jómson frá Hriflu. Skólavörðuetig 35. Afgreiðslumaður: Björn Þórhallsson Lauf&si. Ritnelnd: Agúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon, Tr. Þórhallsson. Skiði þessi, sem eg annast sölu á, eru úr viði sem nefnist Hickory og að sögn H. V. er hann hálli og harðari en askur, en dálitið þyngri. Söluverðið, 14 kr., er verksmiðjuverð að viðbættu farmgjaldi, ekkert á þau lagt. Fótbönd er hægt að láta gera hér i Reykjavík handa þeim sem vilja, og yrði þar farið eftir tilsögn Helga Valtýssonar. Bezt að fá pantanir sem fyrst. Guðbrandur Magnússon. Oíuðm njaltaon er á fyrirlestraferð austur um sýslur, fer alla Ieíð austur í Mýrdal. Síðar fer hann til Ungmennafélaga í Borgarfjarðar og Mýrasýslu. Gtuðm. Sigurjónsson fór með styrk af fjórðungssjóði til Ung- mennafélaga í austursýslunum, til að leið- beina í islenzkri glímu og öðrum íþrótt- um. Hann fer alla leið austur á Síðu og þaðan til Vestmannaeyja. Til hægðarauka er sú breyting gerð, að ekki sé and- virði Skinfaxa tvískift, heldur goldið í einu lagi fyrir 1. júlí ár hvert. Afgreiðslu Skinfaxa heíir Björn Þórhallsson tekið að sér, og er þvi til hans að hverfa um alt er að henni lýtur, svo sem vanskil, greiðslu and- virðis, bústaðarskifti, og pantanir. Hann er að hitta hvern tíma dags sem er. Fólagsprentsmið j aú.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.