Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 6
78 SKINFAXi un tekið, en eins og kunnugt er fór mað- nr af hendi sambandsins þangað á mótið fyrir forgöngu sambandsstjóra. Vonum vér að gott hljótist af þeirri för, og verð- ur hennar vœntanlega eitlhvað getið síðar 'hér í blaðinu. Um sambandsmerkið bárust þinginu bæði kvartanir undan gamla merkinu og tillög- nr um bið nýja. Voru þó engar ákvarð- anir teknar, en nefnd setti milli þinga til að undirbúa málið. Ef breytt verður um merki, verður að gera kröfu til þess að allir sem eiga ganda merkið fái hið nýja ókeypis. Annars eru öll líkindi til að sam- bandið verði eigi fyrir mjög miklum skaða af merkjunum. Þingsályktunartillögur um fylgi við að- flutningsbannið og fánann voru samþyktar. Sambandsþingið fékk heimsókn affram- kvæmdarnefnd stórstúkunnar. Fluttu þeir þinginu árnaðaróskir en sambandsstjórn þakkaði. —” Ymisleg mál voru enn fyrir þinginu, ýmiskonar fyrirspurnir, og mörg smámál, en þeirra verður ekki getið hér. Menn muuu nú ætla að þingið hafi unn- ið harla lítið, en mikil vinna liggur þó í sambandslögunum og fjárlögunum, en tím- inn var stuttur, fulltrúar bundnir að skipa- ferðum fram og aftur, margt annað kall- aði að, og ennfremur var þingið harlalítið undirbúið af bendi sambandsstjórnarinnar. T. Þ. Vesffirðingar og sambandið. Þá fyrst má búast við að árangurinn verði mikill, þegar öll, eða flest öll ung- menni þessa lands hafa tekið höndum saman og vinna sameiginlega að því háa og göfuga takmarki að etla og glæða alt það besta og fegursta sem til er í íslensk- um sálum; það sem mest getur orðið ís- lensku þjóðinni til sóma og heilla, og leitt hana lengst áfram á vegum framfara til fullkomnunar. Það er ekki nóg, að öll ungmenni lands- ins setji sér að beita lífsstarfi sínu í þessa átt. Að visu getur takmarkið einhvern- tíma náðst með því, en það verður svo langt um lengur heldur en ef allir taka höndum saman og vinna í sameiningu. Því er likt varið og ef vér ætluðum oss að vaða yfir straumharða og afarbreiða á. Ef hver veður útaf fyrir sig, þótt allir stefni að bakkanum hinum megin, þá verð- ur erfitt að komast yfirum. Þeir sterkustu geta samt vel komist af, og haldið stefn- unni nokkurnveginn beint. En þeir, sem minni máttar eru, hrekjast undan hinum sterka straumi, og margur mundi verða, sem aldrei kæmist yfir, heldur yrði að láta lif sitt fyrir ofm-efli straumhörkunnar. Hefði aftur á móti allur þessi fjöldi haldist i hendur, og vaðið með sameinuð- um kröftum yfir ána, þá hefði ferðin, þrátt fyrir hinn mikla straum, gengið íljótt, og jafnvel þeim máttminstu hefði veitl létt að komast yfir. Vér skulum því öll haldast i hendur gegn ofurefli þessa straums og baráttu er verður á vegi vorum, að því takmarki sem vér öll höfum sett oss. Sem betur fer hafa allmörg ungmenni þessa lands myndað félög smærri og stærri. Bundist samtökum til þess að stæla sig gegn erfiðleikunum og búa sig undir þá háleitu skyldu sína, að taka við arfi feðr- anna og ávaxta hann. En alveg eins og félög geta komið meiru til leiðar i þessu efni en hver einstaklingur, eins geta og sambönd félaga komið meiru til leiðar eu hvert einstakt félag starfandi út af fyrir sig. Þetta hafa líka margir ungmennafé- lagar séð, og saniband hefir verið stofnað með þeirri hugsun, að það næði til að sam- tengja öll ungmennafélög á Iandinu. En til þess að sambandið yrði að sem bestum notum, og félögin gætu sem best haft kynni hvert af öðru, þá var því skift í fjórðungssambönd. Hugmyndin var að hafa þau fjögur, en aðeins þrjú eru þegar stofnuð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.