Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 3
SKINFAXI 75 •og er skógræktarstarfsenii Ungmennafélag- anna, þó enn sé lítil, vottur þess. Með 9. tbl. Skinfaxa lagði Helgi árar i bát sem sambandsstjóri Ungmennafélaga íslands, en þar með er ekki lokið starfsemi hans í þarfir hugsjóna félaganna. Hann mun jafnan verða Ungmennafélagi. Við sem bestþekkjum Helga, vitum með hvílíkum áhuga og hvílíkri trú á íslenskan æskulýð og framtíð landsins hann hefir unnið þessi ár, og við þökkum fyrir það öll. Guðbrandur Magnús&on. Fyrirlestrastarf í rúm 2 ár. Hef haldið á þessum tíma 206 fyrirlestra með hér um bil 14 ti! 15 þúsund áheyr- -endum, 46 stöðum. I Ungmennafélögunum sjálfum 114 fyr- ir her um bil 9,500 áheyrendum. 1 6 öðrum félögum 9 fyrirlestra með 870 á- heyrendum. 1 Flensborg 21 fyrirl. í Ás- grímsskóla 22 fyrirl. I Kennaraskóla 10 fyrirl. Áheyrendur alls í þessum skólum h'klega 2,500—3000. Svo skal nefua Ungmennafélög þau, sem eg oitast hef talað í: Reykjavík 21 fyrirl. 1660 áheyr; Hafnar- fjörður 19 fyrirl. 1560 áheyr.; Eyrarbakki 8 fyrirl. 850 áheyr; Akranes 9 fyrir). 1430 áheyr.; Hálsasveit 6 fyrirl. 490 áheyr.; Reykholtsdalur 6 fyrirl. 550 áheyr.; Mos- fessveit 5 fyrirl. 200 áheyr.; Stokkeyri 5 fyrirl. 530 áheyr. Enn fremur i Dalasýslu 10 fyrirlestra með 440 áheyr. Áheyrendur eru taldir við hvern fyrir- lestur á öllum nefndum stöðum. En oft koma þeir sömu aftur. I kaupstöðunun’ hefir hver fyrirlestur staðið yfir 1 ki.tíma, en í sveitum oftast l1/2 tínrn, stöku sinnu lengur. Ekki sjald- an tveir haldnir samdægurs. Yfir höfuð hefir mér líkað vel við and- ann í æskufélögunum eftir því, sem ég hef komist næst. Kjni fýrirlestranna hafa verið pessi: 1. Trygð við ættjörð og hugsjónir, 2. Til æskulýðsins, 3. Jón Biskup Ögmunds- son, 4. Þorlákur helgi, 5. Jón biskup Ara- son, 6. H. Pétursson, 7. M. Stephensen, 8. B. Thórarensen, 9. J. Hallgrímsson, 10. J. Thóroddsen, 11. G. Brynjólfsson, 12. Bóluhjálmar, 13. Njóla, 14. G. Pálsson, 15. Jón Sigurðsson, 16. Þjóðsögurnar, 17. íslenzk hringsjá (trúarlífið á 19. ðld), 18. Andleg hringsjá (trúarlif Evrópu nú á dög- um), 19. Veraldleg hringsjá (mest um vinnulýðskjör erlendis), 20. Barnauppeldi 21. Kjör kvenna, 22. Þjóðflokkarnir, 23. Laótse, 24. Búdda, 25. Trúarlif forn Egypta 26. Svipað um Forngrikki, 27. Kristnu píslarvottarnir, 28. Mærin frá Orleans, 29. Wergeland, 30. Björnson, 31. LýsingNor- egs, 32. Norsk æskufélög, 33. London, 34. Stjörnur. Efnin eru mörg, og þó nokkur ótalin. En ég hef líka starfað við þau ílest í 20 —35 ár. sum enda lengur. Tímann hef ég ekki illa notað, held ég. Segir sig sjálft að fleslir fyrirlestrarnir eru alþýðleg yfir- lit. En mikil fyrirhöfn að semja þau. Nr. 1. 2. 6. 8.' 29. 31. 32. hafa oftast verið kosin, enda verið oftast sett á list- ann. G. H. Bréf úr Þingeyjarsýslu. Frh. Yngra en áðurnefnd félög bæði er U. M. F. Sléttunga11. Á það og örðugast af- stöðu, þvi sveitin er strjálbygð mjög. Þó taka Sléttungar, þeir er í unginennafélaginu eru, öðrum mönnum hér um slóðir fram í íslenzkri glímu. Hafa þeir lagt meira á sig við glímuiðkanir en aðrir ungmenna- félagar hér. — Blaði skrifuðu er haldið uppi innan félagsins, — Sundnámsskeið höfðu ungmennafélagar þar með sér í vor or leið. Hafði félagið áður kostað mann til sundnáms, en nú kendi hann. S. Þ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.